Þýzkaland tvöfaldar í dag atkvæðavægi sitt í tveimur mestu valdastofnunum Evrópusambandsins

Að Barroso hættir nú sem forseti framkvæmdastjórnar ESB er smáfrétt á við þetta: Í dag, 1. nóv., tvöfaldast nær því atkvæðavægi Þýzkalands í ráðherraráði og leiðtogaráði Evrópusambandsins langþráða?!! Hafi Þjóðverjar ráðið miklu þar síðustu árin, þá minnkar það ekki nú! Þjóðverjar munu nú fara með sjötta hvert atkvæði í þessum valdastofnunum og geta með Frakklandi eða öðrum stórum ríkjum (Ítalíu, Bretlandi, Spáni eða Póllandi) ásamt öðrum taglhnýttum ráðið flestu því, sem þeir kæra sig um, á vettvangi þessa stórveldis sem stefnir að því að vera sambandsríki, ekki einbert ríkjasamband. Nánar verður fjallað um þetta hér í dag. Á meðan geta menn lesið þessa upplýsandi vefsíðu Haraldar Hanssonar: Ísland svipt sjálfsforræði. --JVJ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Ekki beinlínis „Einn maður, eitt atkvæði“ hjá 500.000.000 ESB- kjósenda!

Ívar Pálsson, 1.11.2014 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband