Fjarlægjumst ESB frekar eins og Bretar heldur en hitt

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráðherra gefur lítið fyrir, að inn­an ESB sé "skjól og stöðug­leiki", og segir réttilega enga þörf fyrir Ísland að ganga í þetta ríkjasamband.

  • Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.  Bjarni sagðist ekki vita hvort sá stöðug­leiki sem væri til staðar inn­an sam­bands­ins væri endi­lega það sem Íslend­ing­ar sækt­ust eft­ir. Ekki væri eft­ir­sókn­ar­vert að búa við stöðnun. (Mbl.is)

Þetta kom fram í viðtali ráðherrans við bandarísku sjónvarpsstöðina CNBC í morgun. Þarna vísar ráðherrann til þess, að mikil stöðnun ríkir nú í efnahagslífi stórs hluta Evrópusambandsins.

Hvað varðar það, hvort kostir byðust innan þessa Evrópusambands, sagði Bjarni, að "Íslend­ing­ar nytu þegar helztu kosta þess að vera í ESB með aðild Íslands að innri markaði sam­bands­ins í gegn­um samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES). Hins veg­ar stæði þjóðin fyr­ir utan aðra hluti ESB sem hentuðu hags­mun­um henn­ar ekki líkt og sam­eig­in­lega sjáv­ar­út­vegs­stefnu sam­bands­ins."

Svo mætti reyndar fara í ýtarlega rannsókn á því, hvort Íslendingar hafi í raun nokkuð grætt á því að vera á Evrópska efnahagssvæðinu. Fortakslaust jákvætt svar við því blasir hreint ekki við. Hvor með sínum hætti gerðu dr. Hannes Jónsson sendiherra og Ragnar Arnalds, fv. fjármálaráðherra, athugun á þeim málum í bókum sínum undir lok 10. áratugar 20. aldar og fengu þar ekki út neinn heildar-ágóða Íslands af EES-samningnum (þótt vitaskuld hafi sumir grætt á honum, en þá á eftir að draga frá margvíslegan kostnað landsins). Síðan fengum við bankakreppuna undir lok næsta áratugar, og mikið af skaða okkar þá kom einmitt til af "fjórfrelsinu" á EES-svæðinu sem útrásarvíkingar hagnýttu sér til mikils tjóns fyrir land og lýð. En allt þetta lét Bjarni ógert að minnast á í sjónvarpsviðtalinu.

  • Bjarni var enn­frem­ur spurður að því hvort hann teldi að ef Bret­um stæði til boða sama staða og Íslend­ing­ar hefðu gagn­vart ESB, hvort þeir myndu vilja hana. Hann svaraði því til að hon­um virt­ist þeir vera meira eða minna að óska eft­ir því sama. Vísaði hann þar til þess að bresk stjórn­völd hafa viljað end­ur­heimta vald yfir ýms­um mál­um frá sam­band­inu. (Mbl.is)

Athyglisvert! Þarna er stefna stórs hluta stjórnmálastéttar og meirihluta þjóðar í næsta stóra ríki í landsuðri frá Íslandi að hverfa frá samrunaþróuninni í hinu nýja Brussel-stórveldi og vill helzt endurheimta tapað vald sitt. Ætti sú afstaða, byggð á reynslu, ekki að segja Íslendingum sitthvað?

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Bjarni: Þurfum ekki aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband