Svikaferli

Svikasátt er það við þá, sem enn reyna að fremja valdarán á Íslandi, að ríkisstjórnin hugsi sér að heykjast á því að hætta formlega við Össurarumsóknina um inntöku landsins í stórveldi. Ekkert mál er stærra né meira aðkallandi en að losa þjóðina undan þessu sundrungarvaldandi máli, sem keyrt var í gegn með stórfelldum kosningasvikum og stjórnarskrárbroti árið 2009.

Vitað er, að Samfylkingin þvingaði Vinstri græn til að fylgja sér í AGS-, Icesave- og ESB-málunum við stjórnarmyndun 2009, þvert gegn stefnu VG! Vinstri grænum hafði jafnvel stóraukizt fylgi í kosningunum 2009 út á það að formaðurinn uppteiknaði flokkinn sem skeleggastan allra flokka GEGN Evópusambandsumsókn. Svo var jafnvel það fylgi notað gegnum umboðs-svíkjandi kjörna þingmenn VG til að sækja um inntöku Íslands í stórveldið!

Samfylkingarforingjarnir láta sem sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafi verið að svíkja kosningaloforð sín frá í vor (þótt landsfundur og flokksþing flokkanna hafi skýlaust viljað viðræðuslit og enga ESB-aðild), en þessir bleiku blekkjendur voru samt sjálfir meðvirkir í því (Árni Páll og Katrín Júl. sem ráðherraefni Samfylkingar 2009) að þvinga Steingrím og VG-þingflokkinn til að svíkja sín kosningaloforð með því að taka þátt í ólögmætu atferli kratanna í ESB- og Icesave-málunum.

Framið var stjórnarskrárbrot með afgreiðslu ESB-málsins 2009 og margföld brot gegn rétti Íslands og þjóðarhagsmunum í Icesave-málinu, til þókknunar ESB, sem sjálft reyndi blákalt að kúga okkur í því máli, þvert gegn eigin tilskipun frá 1994!

En nú má ætla, að hugdeigir menn í Sjálfstæðisflokki hafi hugsað sér að gefast upp fyrir þessu hræsnisfulla liði og aðdáendum Evrópusambandsins! Til hvers er þá slíkur flokkur, ef leiðtogar hans SVÍKJA LANDSFUND ÍTREKAÐ? Hvenær kemur að því, að landsfundur neyðist til að víkja slíkum leiðtogum frá að fullreyndu?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Samkomulag um þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Um kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í þessu dæmalausa ESB máli, þarf ekkert að ræða því þau eru ekki til önnur en að ólögleg ESB umsókn verði dregin til baka.

En sem foringjar eru svo staðfestulausir að geta hvorki haldið haus né stefnu þá ágengt fólk spyr, þeir leiða hjörð sína á forað, við mikinn fögnuð úlfvana.   

   

Hrólfur Þ Hraundal, 11.5.2014 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband