ESB hefur allt vald yfir "reglunni um hlutfallslegan stöðugleika" fiskveiða hvers ESB-lands

"Stefán Már Stefánsson, prófessor í Evrópurétti við Háskóla Íslands, ... segir, að þar sem reglan um hlutfallslegan stöðugleika sé ekki hluti af lagalegum grundvelli Evrópusambandsins, heldur afleiddri löggjöf, þá megi taka hana upp og breyta henni hvenær sem er. Sú ákvörðun yrði alfarið í höndum Evrópusambandsins, ekki Íslendinga einna."*
 

* Sjá þessa grein: Íslendingar gætu þurft að greiða skaðabætur vegna þorskastríðanna, sem byggir á frétt í Ríkisútvarpinu 9. febrúar 2007. Fréttin er öll afar athyglisverð og langt frá því að vera úrelt, heldur kannski einmitt tímabærari lesning nú en nokkru sinni fyrr. Menn lesi hana alla, sér til upplýsingar (raunar er hún stutt), en ég tek hér upp lokaorð hennar:

  • "Reglan um hlutfallslegan stöðugleika fjallar um fiskveiðiréttindi miðað við veiðireynslu þjóða en einnig um skaðabætur vegna tapaðra veiða. Stefán segir hugsanlegt að gangi Íslendingar í Evrópusambandið krefjist aðrar fiskveiðiþjóðir skaðabóta vegna tapaðra veiða þegar Íslendingar færðu út fiskveiðilögsögu sína."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband