Bjarna er vaxið bein í nef - og þekkir bæði ESB og Evrulandið

Glæsilega skeleggur var Bjarni ráðherra Benediktsson í þingræðu sem sagt var frá í meðfylgjandi frétt. "Auðvitað vitum við hvað Evrópusambandið er. Það er birt í lögum, það er birt í sáttmálum. Við vitum nákvæmlega hvað Evrópusambandið er," sagði hann. Og í annarri frétt hér: Smám saman að sambandsríki

  • sagði Bjarni að þó almennt væri vilji til þess að eiga í alþjóðlegu samstarfi þá væri eðlilegt að staldrað væri við þegar fram kæmi krafa um að gengið yrði um of á fullveldi þjóðríkjanna. Einmitt það væri að gerast innan Evrópusambandsins þar sem rætt væri um mun dýpri samruna en til þessa. Þó sambandið væri ekki þegar orðið sambandsríki þá dyldist engum hvert hugur forystumanna innan þess stæði. (Mbl.is)

Og svo er evrulandið afar hæpið keppikefli, rétt eins og lágir stýrivextirnir þar eru EKKI til marks um þróttmikið efnahagslíf, heldur einmitt nauðsyn þess að leggja bakstra við það í veikindum þess. Bjarni ...

  • vísaði til nýlegra ummæla Marios Draghi, bankastjóra Evrópska seðlabankans, að hans stærsti ótti um þessar mundir væri að Evrópusambandið væri að festast í stöðnunartímabili. Búið væri að lækka stýrivexti en evrusvæðið tæki ekki við sér. Vitnaði hann einnig til fjárfestisins George Soros sem hafi nýverið sagt að raunveruleg hætta væri á að evrusvæðið væri að sigla inn í krísu sem hefði þekkst í Japan undanfarna áratugi þar sem örvunaraðgerðir dygðu ekki til að kveikja líf í hagkerfinu.
  • Þess vegna hlyti umræðan meðal annars að snúast um það hvort heppilegt væri að tengjast svæði sem væri í algerri stöðnun og raunveruleg hætta á að væri að sigla inn í verðhjöðnun. Væri Ísland í Evrópusambandinu við slíkar aðstæður þýddi það að landið yrði af tækifærum til vaxtar og yrði að aðlaga sig að aðstæðum á evrusvæðinu. Spyrja þyrfti hvort það væri þess virði að fá stöðugleika sem yrði á endanum að stöðnun. Því væri enginn að sækjast eftir. (Mbl.is, leturbr. jvj.)

Þetta var hressilegur dagur hjá Bjarna í þinginu.

 

Bjarna er vaxið bein í nef,

blaðrar ekki: "kannski og ef."

Honum er það hentast nú

að hafna allri villutrú

og halda sér við sjálfstætt ríki,

þótt Samfylkingu aldrei líki.

 

 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is „Vitum hvað Evrópusambandið er“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband