Ósannfærandi vælugangur

Jafnvel innan Samfylkingar reyndist við skoðanakönnun hlutfallslega meiri andstaða við ESB-umsókn heldur en stærðin á hópnum í Sjálfstæðisflokki sem vildi ESB-umsókn. Samt er alltaf verið að tala um einhverja ESB-sinna í Sjálfstæðisflokki og að taka eigi tillit til þeirra, en aldrei voru ESB-málpípurnar að ætlast til hliðstæðrar tillitssemi Samfylkingar við sína eigin ESB-andstæðinga! -- nei nei, heldur bara keyrt á málið og umsóknin send, kolólöglega og tvífellt (í nefnd og þingsölum) að spyrja þjóðina áður! Svo vælir þetta lið nú um þjóðaratkvæði!

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta er merkilegt lið. ESB trúboðið á RÚV hamast nú stöðugt á því að Sjálfsstæðisflokkurinn sé líklega og kannski að svíkja einhver meint kosningaloforð um ESB aðildarviðræður þó slík loforð finnist hvergi í samþykktum eða Landsfundarályktunum Sjálfsstæðisflokkisns, sem nota bene allar eru harðar gegn ESB aðild. Meira að segja eftir Landsfund flokksins í fyrra í aðdraganda kosninga þá hamaðist RÚV á Sjálfsstæðisflokknum og sagði hann vera að einangra sig í íslenskri pólitík vegna harðrar andstöðu sinnar við ESB !

Aldrei var RÚV með svona væningar og nudd á VG sem á síðasta kjörtímabili sem svo sannarlega og alveg skýrt kolsveik stefnuskrá og stefnu flokksins og kjósendur sína um um að vera alveg hart á móti ESB aðild. Það var allt eðlilegt og hið besta mál.

En við vitum öll afhjverju það var ekki hreyft við því hjá RÚV-urunum !

Það er svo augljóst hvað RÚV er kolhlutdrægt og sífellt að reyna að búa til einhverja stöðu fyrir þetta ESB lið.

Gunnlaugur I., 13.1.2014 kl. 23:52

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjartanlega sammála þér, Gunnlaugur, og kýrskýrt var það hvernig VG-forystan öll kolsveik stefnuskrá og stefnu flokksins, en Rúvarar sögðu sem minnst um það, enda ekki treystandi í neinum fullveldismálum, hvorki þarna né um sviksamlegar tillögur stjórnlagaráðs (sem vildi liðka mikið fyrir því, að hægt yrði að ganga í ESBéið, en ekki úr því aftur með þjóðaratkvæði!).

Rúvurum á fréttasviði er fæstum treystandi fyrir horn í þessum efnum. Vonandi fáum við ekki einhvern evrókrata-meðvirkan útvarpsstjóra næstan á eftir Páli.

Jón Valur Jensson, 15.1.2014 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband