Evrópusambands-baráttujálkar snúa staðreyndum um stefnu ríkisstjórnarinnar á haus í nýrri sagnaritun!

Merkilegt er það, sem vakin er athygli á í leiðara Morgunblaðsins, hvernig Samfylkingin, m.a. Össur Skarphéðinsson, mistúlka stefnu Sjálfstæðisflokksins um aðildarviðræður við ESB og þjóðaratkvæðagreiðslu. Gróf fölsun blasir við í nýrri sagnaritun leiðandi evrókrata og tilgangurinn bersýnilega sá að setja pressu á stjórnvöld. Ófyrirleitið er það, þegar meðulin eru þau að snúa stefnu stjórnarflokkanna á haus.

Leiðari Mbl. í dag er undir fyrirsögninni Enn hefur ekki verið rétt lesið í kosningarnar og er mjög áhugaverður. Meðal helztu punkta þar eru verðug svör við ótrúverðugum málflutningi fyrrverandi ráðherrans Össurar í útvarpsviðtali í gær. Þar hélt hann því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði "lofað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðnanna," en rétta svarið við því er, að flokkurinn gaf út þá landsfundarályktun sína, að :

  • "Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu" (feitletrun hér, jvj).

Augljóst er þarna, hver vilji og stefna flokksins er, eins og hún var samþykkt þarna með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða landsfundarmanna 21.-24. febrúar sl. (sjá HÉR).

Með orðum leiðarahöfunda(r) Morgunblaðsins:

Þetta er auðvitað ekki loforð um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum kosningum, heldur þvert á móti loforð um að hætta viðræðunum. Um leið er því lofað að viðræður yrðu aldrei hafnar á ný nema þá að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Auðvelt er að sjá hvers vegna slík setning er höfð með enda knúði vinstristjórnin í gegn aðildarumsókn án þess að spyrja þjóðina álits.

Það er alls ekki á dagskrá núverandi stjórnarflokka að stefna að inngöngu í Evrópusambandið, þvert á móti boðuðu þeir fyrir kosningar, að viðræðunum (sem eru þó ekki "samningaviðræður", eins og oft heyrist haldið fram, heldur þáttur í aðlögunarferli) skyldi HÆTT, enda væri hagsmunum þjóðarinnar betur borgið með því að standa utan Evrópusambandsins.

Þjóðaratkvæðagreiðsla kom í þessu sambandi einungis til greina, ef ákvörðun flokkanna og fyrst og fremst Alþingis myndi snúast í þessu máli, í það að vilja "taka upp" slíka umsókn um að ganga í Evrópusambandið. Gegn þeim hugsanlega möguleika settu flokkarnir samt það skilyrði, að það yrði þá einungis eftir að þjóðin yrði spurð álits á því í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta er EKKI loforð um að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu, enda er ekkert sem neyðir núverandi stjórnarflokka til að endurskoða andstöðu sína við Evrópusambands-inngöngu.

Hér var aðeins drepið á eitt stórt atriði í þessum athyglisverða leiðara Morgunblaðsins, og ættu áhugamenn um málið að lesa hann sjálfan, en þar kemur m.a. fram, hvernig Össur Skarphéðinsson reyndi með orðagjálfri að véla Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til að samsinna sér í umræðuþættinum, en hún lét ekki blekkjast og minnti m.a. á afhroð ESB-stefnu Samfylkingarinnar í kosningunum í vor.

Lokaorð leiðarans eru svo verðug áminning til leiðtoga stjórnarflokkanna. 

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Kosningaloforð snúast ekki bara um landsfundarssmþykktir flokkanna. Í aðdraganda kosninganna talaði Bjarni Benendiktsson margoft um að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna við ESB ætti að fara fram á fyrri hluta kjörtímabilsins. Það að ætla ekki að láta hana fara fram á kjörtímabilinu er því klárlega svik við kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins.

Það er eionfaldlega haugalygi að við höfum verið í aðlögunarferli að ESB en ekki aðildarviðræðum. Það hefur engin aðlögun farið fram að ESB reglum vegna aðildarviðræðnanna heldur aðeins sú aðlögun sem nauðsynleg er vegna aðildar okkar að EES samningnum og hún heldur áfram þó aðildarviðræðunum verði hætt.

Enda er það svo að engin ykkar sem haldið þessu fram hafið getað nefnt dæmu um aðlögun sem fram hefur farið vegna aðildarviðræðnanna en hafi ekki verið nauðsinleg vegna aðildar okkar að EES samningum.

Það er því engin stiðningsmaður ESB sem hefur verið að fara með rangt mál í þessu sambandi heldur er Davíð Oddson enn eina ferðina að bulla í ritsjórnargrein í þeim áróðurssmepli sem hann er búinn að breyta Morgunblaðinu. Í þeim snepli er vægast sagt farið frjálslega með staðreyndir varðandi ESB.

Sigurður M Grétarsson, 31.12.2013 kl. 00:11

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stefnu Sjálfstæðisflokksins sem slíks, á fjölsóttum landsfundi hans (hátt á 2. þúsund fulltrúar sjálfstæðisfélaganna þar), verður ekki breytt með neinum gerræðisháttum formanns flokksins. Það er í algerri andstöðu við landsfundinn 2013, ef formaður flokksins reynir að knýja í gegn þjóðaratkvæðagreiðslu með allt öðrum hætti en þeim, sem landsfundur gaf skýra leiðsögn um, því að hann ályktaði með yfirgnæfandi földa atkvæða, að viðræðunum skyldi HÆTT, en ef þær yrðu einhvern tímann teknar upp aftur, þá skyldi það ekki verða án þess að slík ákvörðun færi fyrst í þjóðaratkvæðagreiðslu.

SMG er þar að auki sífelld málpípa Evrópusambandsins á vefsíðum, en hefur ekkert túlkunarvald yfir landsfundi sjálfstæðismanna, jafnvel enn síður en Bjarni ungi Benediktsson.

PS. Það er ekki hægt að breyta ályktun landsfundar eftir á með gerræðislegri íhlutun fáeinna slettireka. Landsfundur einn getur talað í eigin nafni. Jafnvel formaðurinn hefur ekkert leyfi til að mistúlka landsfundinn eða tala gegn honum. Það gerði hins vegar Bjarni Benediktsson í þessu máli rétt eins og í Icesave-málinu. Slíkan formann á að afsetja.

Jón Valur Jensson, 31.12.2013 kl. 00:51

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón. Það er á engan hátt gegn samþykkt landsfundarins að boða til þjóðaratkvðagreiðslu um áframhald viðræðna núna strax. Þar er einfaldlega samþykkt að hætta þeim og taka þær ekki upp aftur mena það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er því opið á það í þessari samþykkt að efna til slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu og fara þá aftur út í aðildarviðræður ef meirihluti þjóðarinnar samþykkir það.

þess vegna geta loforð formanns flokksins í kosningabaráttunni ekki flokkast undir annað en kosningaloforð og þar með telst það svik við það kosningaloforð að efna það ekki.

Ég er ekki málpípa Evrópusambandsins en ég er þó að berjast fyrir því að sá möguleiki verði skoðaður að ganga þar inn enda nokkuð ljóst að slíkt mun bæta lífskjör almennings hér á landi og það væntanlega verulega. Í því efni geri ég mikið af því að leiðrétta rangfærslur um ESB á netinu þar með talið rangfærslur frá þér og þar er af nægu að taka.

Hvað Icesave varðar þá vorum við sem vildum frekar semja í málinu helur en að taka þá gríðarlegu áhættu sem fólst í því að fara með málið fyrir dómstóla að taka þá afstöðu með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Við vorum heppin í því máli en það hefði getað farið illa. Okkur tókst að fá þann þátt málsins sem mesta áhættan var fólgin í fyrir okkur vísað frá dómi án efnislegrar meðferðar á tækniatriði sem var smuga sem myndaðist vegna mistaka ESA við málshöfðunina. Það var ekki fyrirséð þegar taka þurfti ákvörðun um það hvort við vildum semja eða fara með málið fyrir dóm.

Sigurður M Grétarsson, 31.12.2013 kl. 15:51

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég mun svara þessari fölsunar- og ESB-predikunarviðleitni SMG og fleira líka úr fyrra innleggi hans.

SMG, af því að þú vildir að við borguðum Icesave-kröfurnar (á öllum stigum málsins, ekki satt, líka skv. Svavars-svikasamningnum? -- og óafturkræfa vexti skv. Buchheit-samningnum, sem nú væru komnir í nær 70 milljarða króna), segðu mér þá eitt: Hvernig hefur þér gengið, svona yfirmáta-samvizkusömum, að borga Bretum og Hollendingum þinn hlut í þessu öllu saman?

Jón Valur Jensson, 1.1.2014 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband