Standið í lappirnar, ráðherrar, gagnvart hótandi Evrópusambandinu, það gera Færeyingar!

 

16-17% aflahlutdeild í makrílveiðum á NV-Atlantshafi var talin lágmarkskrafa okkar, en nú berast ítrekaðar fregnir um, að ríkisstjórnin hafi sett markið við 12% (50-60 þúsund tonna eftirgjöf!). SVIK eru það og ekkert annað, ef rétt reynist. Jón Bjarnason, fv. sjávarútvegsráðherra, hefur haldið uppi réttmætri, bráðnauðsynlegri gagnrýni á þetta framferði ráðamanna núverandi ríkisstjórnar, – "gagnrýnir Jón eftirmann sinn Sigurð Inga Jóhannsson og Framsóknarflokkinn harðlega fyrir að bogna undan hótunum Evrópusambandsins," segir í Mbl.is-frétt um málið.

Jón bendir einnig á, að Evrópusambandið hafi „beitt hótunum og ólögmætum yfirgangi“ í makríldeilunni bæði gagnvart Íslendingum og Færeyingum.

Færeyingar höfnuðu 11,9% tilboði hins valdfreka stórveldabandalags. Það sama eigum við að gera. Botninn er dottinn úr paník-yfirlýsingum Brussel-manna um að makrílstofninn sé í einhverri hættu – hann reynist langtum stærri en þeir höfðu reiknað með fyrir nokkrum mánuðum! Samt láta þeir eins og hér sé einhver þörf á þrengingu aflaheimilda Íslendinga og Færeyinga, þjóðanna sem eiga það landgrunn þar sem makríllinn kýs að halda sig og innbyrðir gífurlegt magn átu, m.a. á kostnað annarra fisktegunda og fuglalífs við löndin tvö.

Hroka og yfirgang hefur ESB sýnt þessum löndum og Grænlandi – sýnt sitt rétta andlit, alveg eins og í Icesave-málinu, þar sem Brusselvaldið réðst með beinum hætti á lagalegan rétt okkar og þjóðarhagsmuni. Og norska ríkisstjórnin reynist okkur sem fyrr verri en engin.

En hingað til hafa engir íslenzkir þingmenn eða ráðherrar riðið feitum hesti frá því að leggjast marflatir fyrir kröfum þessa hótunar- og kúgunarvalds.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Kannast ekki við 12% markmið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvernig væri nú að slappa aðeins af og fá sér góðan kaffisopa???  11,9% hlutdeild í makrílstofninum lít ég á sem ágætis lendingu í þessu máli.  Við megum ekki gleyma því að upphaflegt tilboð ESB og "frænda okkar og vina" Norðmanna var tæp 3%.  Ástæða þess að þetta samkomulag er ekki opinbert er andstaða "frænda okkar og vina" Norðmanna, sem geta ekki með nokkru móti sætt sig við niðurstöðuna.  Það er eðli allra samninga að báðir aðilar gefa eftir og komast að niðurstöðu sem báðir deiluaðilar sætta sig við, í þessu tilfelli gaf ESB mun meira eftir en Ísland og ber að virða það, en mér finnst mestu máli skipta að samkomulag hefur náðst.  Það segir einhvers staðar "Að betri sé mögur sátt en feitur dómur".  Það held ég að eigi alveg við þarna. 

Jóhann Elíasson, 24.12.2013 kl. 15:02

2 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Það verður ekkert dæmt um þetta mál, Jóhann, það átt að geta sagt þér sjálfur. Og hlutfallsleg viðvist makrílsins á okkar miðum, hvað þá heldur ágangur hans á æti hér við við land, er þvílíkt, að við ættum frekar að fara upp í a.m.k. 20-22% aflahlutdeild heldur en að hrapa niður í 11,9%.

Það er ekkert sem rekur okkur í raun til þess að gera svona samninga, ekkert neyðarástand né ofveiði á makrilstofninum og miklu fremur ástæða til að auka veiðina en að minnka hana.

Það er ennfremur undarlegt að sjá þig, andstæðing Evrópusambandsins, mæla með slíkri "sátt" og án þess að áfellast hið sama Evrópusamband fyrir hótanir þess og hve fávíslega og ófaglega það hefur vbeitt sér í málinu. En þannig starfar það mjög oft, fyrir háværustu og öflugustu þrýstihópa sinna eigin landa. Það er eins gott að við erum ekki þarna inni!

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 24.12.2013 kl. 17:32

3 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Athugasemdin er höfundar pistilsins, JVJ.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 24.12.2013 kl. 17:33

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er alveg sammála því að það er eins gott að við erum ekki inni í ESB því þá væri ekki um neina samninga að ræða.  En jú það er alveg rétt hjá þér að hótanir hafa komið frá ESB en satt að segja finnst mér þær hafa verið hálf "bitlausar" og jaðrar við hjákátlegar en mesta andstaðan hefur komið frá "vinum okkar og frændum" Norðmönnum.  Okkur væri kannski "hollt" að rifja upp mörg okkar samskipti við þá t.d í sambandi við Smugudeiluna, Síldarsmuguna, Landafundaafmælið, hvernig þeir hafa markvisst reynt að STELA Íslendingasögunum, deiluna um Norsk-Íslenska síldarstofninn og svona mætti lengi telja.  Ég er nú gamall stýrimaður og fylgist vel með þessum málum, það segja mér skipstjórar og stýrimenn, sem ég er í sambandi við í dag, að þetta sé ágætis samningur og telja að ef við ætlum að veiða meira en við gerum í dag um 17%, þá yrðum við að fara út í miklar fjárfestingar og alveg á mörkunum að það myndi borga sig því  áhættan við slíka fjárfestingu yrði gífurlega mikil............

Jóhann Elíasson, 25.12.2013 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband