Hvaða fullveldismál? spyrja sumir eins og álfar út úr hól

Ágætur maður taldi á Facebók, að gaman væri að heyra hvaða "fullveldismál" ýmsir væru "alltaf að tala um". Hér er svarið:

Það er öndverðan við ESB-innlimunaráráttu meirihluta (en ekki nærri allra) samfylkingarmanna. Eins og flestir eiga að vita, myndi sú stefna kosta það, að æðstu löggjafarréttindi yfir Íslandi yrðu þá komin í hendur Brusselbossa, og það væri nú nógu illt í sjálfu sér, en ekki batnaði það við, að þeir fengju líka í hendur æðsta stjórnvald og dómsvald á mörgum sviðum líka.

Allt tilheyrir þetta vald FULLVELDI Íslands, en evrókratar vilja í reynd stórskerða það, okkur til óbætanlegs skaða. Það er því ekkert undarlegt við hneykslan okkar fullveldissinna á landleysingjunum. Á 95 ára afmæli fullveldis og sjálfstæðis Íslands, eftir aðeins 13 daga, mættu þeir síðarnefndu iðrast í sekk og ösku, kafroðna og skammast sín.

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband