Þótt ESB vilji okkur, viljum við ekki ESB!

Að 55% aðspurðra Austurríkismanna segist hlynnt því, að viðræður haldi áfram um inntöku Íslands í Evrópusambandið, ólíkt andstöðu þeirra við inntöku ýmissa Balkanþjóða, skv. nýrri skoðanakönnun, er ekkert undarlegt, en heldur ekkert til að lyftast nokkra millimetra í sætinu yfir eða láta þetta verða til þess að skjalla okkur Íslendinga og bræða hjörtu okkar gagnvart hinu gleypugjarna stjórveldi.

Það hefur í engu breytzt, að affarasælast er Íslendingum að halda fullu sjálfstæði sínu, landið er að verða æ mikilvægara og verðmeira með hverju árinu sem líður, m.a. strategískt og á sviði ferðamála, og þurfum sízt á ESB að halda til að auka tekjur okkar. Þá væri fullveldi okkar illa komið að geyma það í ráðherraráðinu í Brussel og ESB-þinginu.

Hinir landluktu Austurríkismenn hafa auk þess engan skilning á afgerandi mikilvægi fiskveiða fyrir Ísland og hinni hrikalegu fórn sem það yrði að gefa ráðherraráðinu vald yfir okkur í því efni og veita Spánverjum og öðrum ESB-fiskinefjum fiskveiðiréttindi hér, auk kaupréttar í útgerðum. Sjávarútvegurinn gerir ekkert annað en auka mikilvægi sitt hér á komandi árum, eins og fyrirhuguð veruleg aukning þorskkvótans um 2015 ber vitni um.

* 52% eru andvíg aðild Makedóníu og Svartfjallalands að ESB og 66% vilja ekki Kosovo í sambandið. (Mbl.is.)

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilja Ísland í Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kemur mér á óvart, því þeir austurríkismenn sem ég þekki, vara okkur eindregið við að fara inn í ESB.  Ef til vill heldur þorri manna þar að almenn löngu sé hjá þjóðinni um að fara inn, og  það er því einhverskonar vingjarnlegheit af þeirra hálfu, sem er algjör misskilningur, og svo er alið á þessu eins og heilögum sannleika.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2013 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband