Rétt hjá Gunnari Braga að leysa marga tugi ESB-umsóknar-starfsmanna frá störfum

Hlálegt er að heyra Össur þingmann tala um að utanríkisráðherra "stork[i] fullveldi Alþingis". Össur studdi ólögmæta ESB-umsókn og braut stjórnarskrána, er hann rauk með hana til útlanda án aðkomu forseta lýðveldisins; áður hafði Össur brotið landráðalögin í Icesave-málinu! Svo fer hann í pontu á Alþingi til að mótmæla Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra sem framfylgir stefnu flokka sem njóta mikils þingmeirihluta, flokka sem fengu til þess meirihluta í kosningunum í vor.

Utanríkisráðherra hefur nú góðu heilli leyst samninganefnd, samningahópana (tugi manna) og samráðsnefnd vegna viðræðna við Evrópusambandið frá störfum. Það eru gleðileg tíðindi, en annars var ekki að vænta, þar sem "þessi ríkisstjórn hefur talað skýrt um, að hún ætlar ekki að halda áfram [umsóknar]viðræðum," eins og hann sagði í viðtali við Fréttablaðið, birtu þar í dag.

Ljóst er, að mikill sparnaður hlýzt fljótlega af ákvörðun ráðherrans. Þegar hafði tugum manna verið sagt upp í utanríkisráðuneytinu vegna U-beygju landsins í þessum ESB-umsóknarmálum, og var þar einkum um þýðendur að ræða. Nú bætast við þessar uppsagnir 17 manns í aðalsamninganefndinni og ennfremur tugir manna í samningahópum og samráðshópi í kringum hana. Þetta er eitt röskasta átak í sparnaði í ríkisbúskapnum sem frétzt hefur af lengi – og um leið það sem mestri lukku kann að stýra.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Orð skulu standa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband