Bretar hafa tapað fullveldi í málum og veitist erfitt að ná því aftur

David Cameron vill semja við ESB um að endurheimta ýmis völd frá stofnunum þess sem Bretar hafa framselt til þeirra á liðnum árum og áratugum, m.a. í sjávarútvegi, en mun ekki takast það, þar sem önnur ríki sambandsins eiga eftir að koma í veg fyrir það, segir hér í frétt Mbl., hafðri eftir Vince Cable, viðskiptaráðherra Bretlands, en hann kemur úr flokki Frjálslyndra demókrata. Cable lét ummælin falla á fundi í fjármálahverfi Lundúnaborgar. (Mbl.is).

  • Cameron hefur heitið því að í kjölfar slíkra viðræðna verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um veruna í Evrópusambandinu árið 2017 að því gefnu að Íhaldsflokkurinn vinni næstu þingkosningar sem fyrirhugaðar eru 2015. (Mbl.is.) 

Grasrótin í Íhaldsflokki Camerons neyðir hann til þessa, og horfurnar fram undan eru ekki góðar fyrir ESB-sinnana þar í landi.

Greinilega hefur viðskiptaráðherrann Cable gefizt upp á því að reyna að endurheimta eitthvað af fyrri völdum Bretlands á sínu eigin yfirráðasvæði, sem eitt sinn var og hét, því að ...

  • Cable sagði ennfremur að í stað þess að reyna að endurheimta völd frá Evrópusambandinu ætti Bretland að beita sér fyrir því að endurbætur væru gerðar á sambandinu. (Mbl.is.)

En skyldi Bretum ganga það auðveldlega að fá hin 27 ríkin til að endurbæta ESB í þágu Bretlands?!

Allt er þetta verðugt umhugsunarefni fyrir þá, sem ímynda sér, að aldrei hafi það gerzt, að fullveldi nágrannaþjóða okkar hafi skerzt í Evrópusambandinu. Sú fullyrðing kemur einungis til af vanþekkingu.

1) Eru Danir fullvalda í gerðum sínum, þegar Færeyingar vilja samstöðu síns sambandsríkis? Ekki aldeilis –– í ófrelsi sínu innan Esb. neyðist danska ríkisstjórnin til að taka þátt í löndunarbanni á færeysk fiskiskip og flutningaskip þaðan!!! Ef það kemur einhverjum fyrir sjónir sem "danskt fullveldi", þá lýsir það ekki glöggskyggni.

2) Voru Írar fullvalda til að fara sömu leið og við með neyðarlögum okkar 2008, eins og þeir öfunduðu okkur af? Nei, þeir urðu að punga út ótrúlegu fé vegna bankanna, einkafyrirtækja!

3) Héldu Króatar fiskveiðilögsögu sinni óskertri við "inngöngu" í Esb. á þessu ári? Nei, AUÐVITAÐ EKKI, nú fá Ítalir og Spánverjar frjálsar hendur að gramsa þar!

4) Héldu ekki að minnsta kosti Bretar einkarétti sínum á sinni eigin fiskveiðilögsögu í Norðursjó eftir að þeir fóru inn í Evrópusambandið? EKKI ALDEILIS, þeir voru dæmdir af ESB-dómstólnum í Lúxemborg til að hlíta ESB-löggjöf og ónýta sína eigin löggjöf, sem hafði átt að vernda brezka sjómenn, útgerð og fiskiðnað, en Spánverjar græddu á öllu saman.

Menn ættu að kynna sér betur þessi mál. Það er t.d. enginn "pakki" sem opnazt gæti bara í framtíðinni, heldur bíða tilbúnir til skoðunar inntökusáttmálar ríkjanna með sínum ströngu skilmálum, og lagaverkið er sameiginlegt öllum og skyldubundið og ofar landslögum.

Þó búa ekki allar þjóðir við jafnan hlut –– hlutur Þjóðverja í ráðherraráðinu er langstærstur, atkvæðavægi þeirra í þessu löggefandi ráði yrði 273 sinnum meira en okkar, ef við álpuðumst þangað inn, og Bretlands 205 sinnum meira en okkar!

Og ESB-inntökusinnarnir sleikja bara út um, eða hvað?! –– Lesefni handa þeim er víða á vefsetri þessara Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland, m.a. hér: fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1297366/.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Tekst ekki að semja við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband