Gunnar Bragi Sveinsson nýtti sér ekki tilvalið tækifæri

Afleitt var af utanríkisráðherra að grípa ekki tækifærið þegar Árni Páll spurði hann hvort hann telji "ekki að aðildarviðræður við Evrópusambandið séu mikilvægt stjórnarmálefni í skilningi 17. greinar stjórnarskrár."

Hér gat ráðherrann bent á, að skv. þeirri grein, ásamt 18.-19. gr. stjórnarskrár, BAR einmitt að leggja þetta mikilvæga stjírnarmálefni, ESB-umsókina, undir forseta Íslands, og leita undirskriftar hans, eins og fyrir er mæt í stjórnarskrá, en það var ekki gert!

Fráleitt var því af Gunnari Braga að ítreka í svarinu það helzt, að fyrir liggi í stjórnarsáttmála "að gera hlé á aðildarviðræðum" og bæta svo við þessari óþörfu setningu: "Aðildarumsókn hefur ekki verið dregin til baka."

Svokölluð "aðildarumsókn" varð ógild með verkum ráðherranna sjálfra í Jóhönnustjórn.

Menn gæti að þessu:  

1. Fyrir kosningarnar 2009, fram á síðasta framboðsfund í Sjónvarpi daginn fyrir alþingiskosningar, boðaði VG andstöðu við Evrópusambandsaðild og að sá flokkur væri einarðastur í andstöðunni! Ergo var honum í þeim kosningum EKKI veitt neitt umboð til þeirrar ESB-umsóknar, sem kenna má við Össur Skarphéðinsson.

2. Í umræðu um ESB-umsóknarmálið var haldið fram röngum forsendum af hálfu ESB-sinna: að umsóknin snerist um að "kíkja í pakka" og fæli ekki í sér aðlögun o.s.frv., þvert gegn staðreyndum.

3. Naumur var meirihlutinn sem samþykkti málið, engin breið samstaða þar á þingi, og allstór hluti þeirra, sem greiddu tillögunni atkvæði, gerði það þvert gegn eigin kosningaloforðum og skuldbindingum gagnvart umbjóðendum sínum! (sjá nr. 1).

4. Þá var það gróft brot gegn 2. gr. stjórnarskrárinnar að stefna að því að flytja æðsta löggjafarvald landsins til Brussel og Strassborgar – ennfremur stríddi það gegn 86. gr. landráðalaganna ("Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ... svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt." – En löggjafarvald Alþingis og forsetans er einn almikilvægasti hluti íslenzkrar stjórnskipunar, getum við bætt hér við ...)

5. Það hefur alla tíð frá Össurarumsókninni verið andstætt vilja verulegs meirihluta þjóðarinnar að ganga (eða láta taka Ísland inn í) Evrópusambandið – samkvæmt öllum skoðanakönnunum um þá spurningu.

6. Það var ekki farin lögformleg leið skv. b-lið 16. gr., (17. gr.), 18. og 19. gr. stjórnarskrárinnar með þessa umsókn hins nauma þingmeirihluta, ergo var ekki löglegt að leggja fram umsóknina til ESB! – sbr. HÉR!

 

Ég hef ekki minni trú á því, sem ég rita hér, en svo, að ég hika ekki við að skora á Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að leggja þetta álit mitt eða þessi ígrundunarefni undir nefnd lögfræðinga til að kanna þessi atriði, sem í ýmsum veigamestu þáttum sínum eru lögfræðilegs eðlis. 

Varðandi 6. liðinn hér ofar: Þingsályktunartillöguna um ESB-umsóknina átti skv. 16., 17. og 19. gr. stjórnarskrár lýðveldisins að bera undir forseta Íslands og leita undirskriftar hans undir það skjal. Það var ekki gert. Árni Páll Árnason, Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson, aðrir félagar þeirra og ófrjálsir VG-taglhnýtingar virðast hafa ákveðið að fara fram hjá lögformlegum ákvæðum sjálfrar stjórnarskrárinnar þar um. En þar með var sú umsókn, sem Össur rauk með út til Svíþjóðar og víðar, marklaus orðin, hafði ekki stjórnskipulegt gildi, af því að þetta lið ákvað að sniðganga stjórnarskrána og ákvæði hennar um nauðsynlega aðkomu forsetans að mikilvægum stjórnarráðstöfunum* -- rétt eins og Jóhanna gerði, þegar hún réð norskan mann sem seðlabankastjóra þvert gegn 20. grein stjórnarskrárinnar og þegar þau óvirtu úrskurð Hæstaréttar Íslands í stjórnlagaþingsmálinu.

Jóhönnustjórnin var geðþóttastjórn, og einn virkasti skúrkurinn virðist hafa verið Össur Skarphéðinsson (sbr. líka HÉR, um lagabrot hans í Icesave-málinu).

* "17. gr. stjskr.: "Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði." (Og Árni Páll veit, að ESB-umsóknin var mikilvæg stjórnarráðstöfun!) - 18. gr. "Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta." 19. gr. "Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum." -- Þau í ríkisstjórn Jóhönnu (ekki sízt utanríkisráðherrann Össur, sem nú er með bægslagang) kusu, nota bene, að þessu stjórnarerindi yrði EKKI veitt gildi með undirskrift forsetans! Þar með er plaggið allt incapaciterað í reynd, gert ógilt og að engu hafandi. Verði þeim að góðu, að sínum eigin klaufa- og ófarnaðarverkum!

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Umsóknin hefur ekki verið afturkölluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Ef ég á að vera hreinskilinn, þá álít ég að Gunnar Bragi eigi að eyða þessari óvissu og leggja fram frumvarp á fyrstu dögum nýs þings um að draga aðildarumsóknina tilbaka vegna þess að hún var ekki lögleg eins og þú réttilega bendir á, Jón.

Allt annað er bara hálfkák.

Austmann,félagasamtök, 23.8.2013 kl. 12:23

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þar með er enn hægt að rökstyðja (það fellur ekki úr gildi) að samkvæmt mikilvægi 17,18,19 greina i skilningi Stjórnarskrár,bar að leggja efni aðildarumsóknar ( 2009) fyrir forsetann til undirskriftar. Umsóknin er í mínum huga þvinguð og kolólögleg.

Helga Kristjánsdóttir, 23.8.2013 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband