Rammhlutdrægt Rúv gefur augljósa höggstaði á sér í ESB-málum

Það vantar ekki að Rúvarar haldi áfram að haga sér eins og pólitískt afl. Slegið er upp hlutdrægum áróðri um ESB í hádegis-"frétt" í dag. Þorsteinn Pálsson, sem sjálfur á hagsmuna að gæta í málinu, er pumpaður þar lengi í fyrstu aðal-"frétt" sem látin er snúast um meintar mótsagnir og tilbúinn árekstur milli utanríkisráðherra og Sjálfstæðisflokksins varðandi það, hvort halda beri "þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald ESB-viðræðna". 

Þorsteinn sækir að utanrikisráðherranum og vill að þjóðin verði spurð álits, eins og það er látið heita, en ekki lét "fréttamaðurinn" svo lítið að taka hann á beinið vegna þagnar hans sjálfs gagnvart því árið 2009, þegar stjórnarmeirihluti Jóhönnu og Steingríms felldi það tvívegis að leita álits þjóðarinnar á skammarlegri umsókn þeirra um inngöng í Evrópusambandið. Nei nei, þá var það ekki nema sjálfsagt fyrir Þorstein Pálsson að gerast partur af því skammarferli með því að taka að sér forystu í "samninganefnd" (sic!) um þau mál. (Minnumst þess hér, að inntökuferlið er EKKI samningaferli, framkvæmdastjórn ESB tekur það alveg sérstaklega fram!*)

Ef núverandi stjórnarandstæðingar (Rúvarar meðtaldir) hefðu borið það sérstaklega fyrir brjósti, að þjóðin fengi að ráða þessu, þá hefði það átt að koma fram í afstöðu þeirra í júlí 2009, en gerði það ekki. Þvert á móti var málið keyrt í gegn, og það kórónaði Össur svo með stjórnarskrárbroti þegar hann tvísentist með "umsókn Íslands" til ESB-manna á meginlandinu án þess að hafa borið málið undir forseta Íslands, eins og skýr fyrirmæli eru um í 16., 17. og 19. gr. stjórnarskrár lýðveldisins.

Þá er þess ennfremur að geta, að Rúvarar fara rangt með stefnu Sjálfstæðisflokksins í málinu. Þar var aldrei lofað í vor, að þjóðaratkvæðagreiðsla skyldi fara fram (þeim mun síður samkvæmt óska-orðavali ESB-sinna), heldur var talað um, að athugun á málinu færi fram í Alþingi og engu lofað um að þjóðaratkvæðagreiðsla hlyti svo að fara fram, þótt komið gæti það til greina, einhvern tímann, ef ástæða sýndist til.

Seinna í sama fréttatíma var sagt frá gagnsókn Færeyinga í síldveiði- og makrílmálunum gegn ESB (sbr. HÉR), en sú raunverulega frétt var höfð með þeim seinustu og allt of lítið úr henni gert, en hitt, sem engin frétt var (af þekktum viðhorfum og refjapólitík Þorsteins Pálssonar) var haft margfalt lengra og uppsláttur dagsins!!!

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra menntamála, bendir á vefsíðu sinni á, að "forstokkun er ríkjandi á fréttastofunni í Efstaleiti og þeir sem eiga að vera óhlutdrægir hafa gripið til vopna og dregið víglínu á þann hátt sem aldrei hefur verið gert áður. Þeir eru dæmdir til að tapa og spurning hvort Ríkisútvarpið lifir,“ segir hann (feitletrun hér).

Vilji Rúvarar stríð með áframhaldandi árásum sínum á ríkisstjórnina í takt við tilbúnings-gagnrýni ESB-hneigðrar stjórnarandstöðunnar og "álitsgjafa" ESB-sinna, þá þurfa þeir ekkert að efast um, að hart verður tekið á móti.

* Þetta eru ekki "samningar". Þar í liggur grundvallar-misskilningur margra. Jafnvel sjálft "(h)ugtakið "viðræður" getur verið misvísandi," segir framkvæmdastjórn ESB um það, sem hér er oft kallað "aðildarviðræður". Af hverju segir framkvæmdastjórnin (EC, the European Commission, hærra komast menn naumast í valdakerfi ESB nema þá helzt til Berlínar!) það? Veit hún kannski minna um þessi mál en allir ókrítísku ESB-sinnarnir á Íslandi?

Lesum hvað framkvæmdastjórnin skrifar:

  • Inntökuviðræður (e. Accession negotiations [oftast kallaðar hér aðildarviðræður]).
  • Inntökuviðræður varða hæfni umsækjandans [umsóknarríkisins] til að taka á sig skyldurnar sem fylgja því að verða meðlimur [í Evrópusambandinu]. Hugtakið "viðræður" getur verið misvísandi. Inntökuviðræður beinast sérstaklega að (focus on) skilyrðum og tímasetningu á því, að umsóknarríkið taki upp, innfæri og taki í notkun reglur Evrópusambandsins, um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (sem einnig eru þekktar sem acquis, franska orðið um "samþykktir") eru ekki umsemjanlegar (not negotiable). Fyrir umsóknarríkið er þetta í kjarna sínum mál sem snýst um að samþykkja hvernig og hvenær ESB-reglur og ferli verði tekin upp og innfærð. Fyrir ESB er [hér] mikilvægt að fá tryggingar fyrir dagsetningu og virkni hvers umsóknarríkis í því að innfæra reglurnar. (Undirstrikun JVJ.)

Þetta er úr plagginu Understanding Enlargement – The European Union’s enlargement policy , útgefnu af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins 27.7. 2011. Hér er sami texti líka á ensku: http://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1267916/

Og gætum þess nú að hætta að kalla þetta "samninga". Æðsta ráð ESB segir lög og reglur ESB "ekki umsemjanlegar (not negotiable)" –– og trúið nú, ESB-sinnar, og gangi ykkur vel við það! (Á tilvísaðri vefsíðu er tilvísun í ESB-skjalið um þetta.)

Jón Valur Jensson. 


mbl.is „Spurning hvort Ríkisútvarpið lifir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er fréttnæmt þegar maður með mikla þekkingu á málaflokki eins og ESB kemur fram og staðhæfir að sjálfur forsætisráðhnerra landsins sé að bulla þegar hann tjáir sig um málaflokkinn. Bullið í forsætisráðherra var líka berandi frétt þegar það kom fram.

Það er eins og sumir ESB andstæðingar séu með svo miklar ranghugmyndir um ESB að þeir líti á fréttir þar sem réttar staðreyndir koma fram sem hlutdrægni.

Ef menn vilja sjá hlutdræga umfjöllun um ESB þá finna þeir hana ekki hjá RÚV. Þeir finna hins vegar nóg af slíku í Morgunblaðinu, Bændablaðinu, ÍNN og á bloggsíðum eins og Heimssýn og Evrópuvaktinni.

Sigurður M Grétarsson, 18.8.2013 kl. 14:56

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

... ritaði óhlutdrægi (???!!!     ), Samfylkingarþjónandi ESB-predikarinn Sigurður M. Grétarsson, og tekur naumast nokkur maður mark á því.

Jón Valur Jensson, 18.8.2013 kl. 17:01

3 Smámynd: Ágúst Marinósson

Ótrúlegt að lesa svona grein. Langflestir íslendingar sem ég þekki hafa þá afstöðu til þessa máls að klára eigi aðildarviðræðurnar og leyfa ÞJÓÐINNI að taka UPPLÝSTA ákvörðun. Allt tal um að ekki sé hægt að, "kíkja í pakkann" er áróður einangrunarsinna. Norðmenn "kíktu" tvisvar. Við hvað eru einangrunarsinnar hræddir.

Ágúst Marinósson, 18.8.2013 kl. 17:41

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón. Þegar þú ert farinn að ásaka aðra um að vera "predikarar" ákveðins málstaðar þá ert þú svo sannarlega að kasta steini úr glerhúsi.

Og hvað það varðar að mark sé tekið á mönnum þá held ég að þú skorir ekki hátt þar. Enda ruglar þú út í eitt þegar þú ert að tala um ESB og ferð ítrekað rangt með staðreyndir enda ötull við að bera út mýtur og innistæðulausan hræðsluáróður um ESB.

Sigurður M Grétarsson, 18.8.2013 kl. 18:00

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessa freklegu fullyrðingu þína hefur þú aldrei getað sannað og varla einu sinni reynt það í neinni alvöru, SMG, og er það að vísu ekkert harmsefni nema fyrir sjálfan þig.

Ágúst Marinósson, það stendur þér ekkert fyrir þrifum að "kíkja í pakkann" nema þín eigin leti og framtaksleysi, ef ekki óskýrleiki í hugsun eins og hjá honum félaga þínum hér.

Pakkinn liggur nú þegar fyrir: 100.000 blaðsíður rúmar (og vaxandi) af lagagjörðum og reglum Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í tveggja ára yfirlýsingu framkvæmdastjórnar ESB sem sjá má hér ofar. Þar segir, að umsóknarríkið taki upp, innfæri og taki í notkun þessar ca. 100.000 blaðsíðna samþykktir (acquis) Evrópusambandsins, og þær eru ekki umsemjanlegar (not negotiable)." Farðu nú a lesa þær! Þú getur byrjað á Lissabonsáttmálanum!

PS. til SMG: Þér er ekki óskað til hamingju með að vera málsvari Evrópusambandsins hér.

Jón Valur Jensson, 18.8.2013 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband