Króatar fá ENGAR undanþágur frá fiskveiðistefnu ESB sem gefur Ítölum o.fl. afnot af króatískri landhelgi upp að 12 mílum!

Það SAMA mun gerast hér, ef kvislingar okkar fá að ráða ferðinni ...

  • „Það fóru alls engar samningaviðræður fram, við náðum engum árangri í ferlinu. Við komumst aðeins að raun um að það var ekkert í boði annað en að samþykkja það sem boðið var upp á.“ Þetta er haft eftir króatíska sjómanninum Danilo Latin í frétt Reuters en fjölskylda hans hefur haft viðurværi sitt af sjósókn í fjóra ættliði. Króatía gekk formlega í Evrópusambandið á miðnætti í gær í kjölfar viðræðna við sambandið og þjóðaratkvæðagreiðslu. (Mbl.is.)

Hér er ekki um lítið hagsmunamál að ræða fyrir hina 4,4 milljóna þjóð Króatíu. Þótt henni hafi boðizt tímabundin aðlögun í smávægilegum atriðum, fær hún enga undanþágu til frambúðar frá ESB-reglunni um sameiginlegan aðgang að fiskimiðunum og fullan rétt borgara í hvaða ESB-ríki sem er til að kaupa sig inn í fiskveiðileyfi, jafnvel innan 12 mílnanna! Sjá um það meðfylgjandi frétt (tengill hér neðar).

  • Fram kemur í fréttinni að flestir þarlendir sjómenn, sem séu um 3.700, óttist að inngangan kunni að hafa í för með sér endalok króatísks sjávarútvegar en í viðræðunum við Evrópusambandið var samið um nokkrar tímabundnar aðlaganir að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins, meðal annars varðandi notkun veiðarfæra og fiskveiðar til eigin neyslu. „Ég er hræddur um að margt eigi eftir að koma okkur óþægilega á óvart,“ segir Latin ennfremur og vísar þar meðal annars til aukinna takmarkana á sjósókn, minni niðurgreiðslna og kröfu um breytt veiðarfæri sem hafa muni í för með sér mikinn kostnað.
  • Hafa áhyggjur af ásókn ítalskra sjómanna
  • Fram kemur í fréttinni að flestir aðrir sjómenn í strandhéröðum Króatíu deili áhyggjum Latins. Þeir telji að króatísk stjórnvöld sem sömdu um inngöngu landsins í Evrópusambandið hafi ekkert gert til þess að standa vörð um hagsmuni þeirra. Þar segir ennfremur að inngangan muni hafa í för mér sér að fiskiskip frá öðrum ríkjum sambandsins muni fá aðgang að efnahagslögsögu Króatíu. Mestar áhyggjur heimamanna í þeim efnum snúa að ítalska fiskiskipaflotanum. (Mbl.is.)
Málið stendur raunar verr en þetta. Í 1. lagi (feitletrun jvj):
  • Haft er eftir Miro Kucic, aðstoðarlandbúnaðarráðherra Króatíu, að margfalt meiri fisk sé að finna í Króatíumegin í Adríahafinu en Ítalíumegin. Hagsmunir Ítala af því að komast í króatísk fiskimið væru því miklir og því mikilvægt að vinna að því með ítölskum stjórnvöldum að vernda fiskistofnana á svæðinu. Hins vegar sé gert ráð fyrir því að 12 mílna landhelgi Króatíu sé eingöngu fyrir króatíska sjómenn.

Í 2. lagi: Þessi einkaafnot Króata að 12 mílunum (einungis!) eru ekki einu sinni trygg! – sjá neðar!

Í 3. lagi: Ekki aðeins Ítalir, heldur hvaða ESB-þjóð sem er getur nú gengið að króatísku fiskveiðilögsögunni utan 12 mílna. Þar koma Frakkar og Spánverjar helzt til greina, með tugþúsundir atvinnulausra sjómanna og vannýtt fiskiskip. Spánverjum er ekkert að vanbúnaði að sækja innst í Adríahafið, þeir eru við austurströnd Norður-Ameríku, Grænland, Senegal í A-fríku og suður með allri vesturströnd Afríku með sinn mikla flota stórvirkra verksmiðjutogara.

  • En Latin segir að engin trygging sé fyrir því að Króatar sitji einir að 12 mílunum. Ítalskar útgerðir þurfi einungis að semja við króatískan sjómann sem sé reiðubúinn að selja veiðileyfi sitt og hætta sjálfur starfsemi og stofna síðan eigið fyrirtæki í Króatíu. (Mbl.is, áfram byggt á Reuters-fréttinni; leturbr. hér.)

Svo spá þessir vonsviknu menn í, að inn komnir í Evrópusambandið geti þeir reynt að hefja baráttu fyrir hagsmuni króatískra sjómanna á vettvangi þess, "í ljósi sérstakra aðstæðna í Adríahafi"! Og jafnvel þótt það ólíklega gerðist, að smáríkinu tækist að fá samþykkt frávik frá sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB (CFP), þá "kunni það að vera of seint" – skaðinn hafi þá þegar átt sér stað.

En Króatar eru líka raunsærri um sumt en ýmsir ESB-bjartsýnisglóparnir hér á landi:

  • „Það var ekki hægt að ætlast til þess að Evrópusambandið samþykkti okkar lög í viðræðunum,“ segir Kucic. 
Auðvitað ekki – í Evrópusambandinu ríkja nefnilega ESB-lög! Evrópusambandið var ekki að innlimast í Króatíu og lagaverk hennar, heldur öfugt!

 

Hin afleita reynsla af ESB-inntöku Slóveníu fyrir sjávarútveg þar

Slóvenía liggur milli Ítalíu og Króatíu. Á Istria-skaga sem skiptist milli þessara þriggja landa, var sjávarútvegur ábatasamur fyrir einum áratug, en hefur hnignað "vegna verri stöðu fiskistofna og aukinnar skriffinnsku" (Mbl.is.)
  • Hliðstæða sögu segir slóvenski sjómaðurinn Loredano Pugliese sem gerir út frá hafnarborginni Izola. Hann segir að staða sjávarútvegsmála í Slóveníu hafi sífellt orðið verri undanfarin ár en landið gekk í Evrópusambandið árið 2004. Þegar hafi orðið mikill samdráttur í greininni. Izola hafi áður verið þungamiðjan í slóvenskum sjávarútvegi en 30 fiskiskip séu nú gerð út frá borginni samanborið við 400 fyrir áratug. Pugliese segir fiskveiðistjórnun sambandsins einkum bera ábyrgð á þessari þróun. Ef fer sem horfir segir hann enga sjómenn verða eftir á svæðinu og hann óttist að það sama verði raunin í Króatíu. (Mbl.is.) 

Vilja nú ekki ESB-sinnarnir fagna þessum gríðarlegu framförum sem átt hafa sér stað í krafti hinnar hjálpræðislegu ESB-"aðildar" Slóveníu og óska Króötum annarrar eins blessunar?!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Króatískir sjómenn óttast framtíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Króatar hafa valið þessa leið sjálfir og kosið sér inngöngu. Það fá Íslendingar ekki að gera. Þeir einir hafa ekki þann rétt. Það finnst mér afar lélegt. Ef Íslendingar fá sömu kjör og króatar og kjósa engu að síður inngöngu í ESB þá hljóta menn að meta aðra hagsmuni ofar og þá er ekkert við því að segja í raun. Ef menn fella samninginn þá er það frágengið og farið. Þess vegna skil ég ekki þennan existensíal kvíða ykkar Jens. Það er einsog ykkur sé ekki sjálfrátt. Sjálfum finnst mér líklegra en hitt að aðildarsamningur yrði felldur en aðildarviðræðurnar og sú skoðun sem þarf að fara fram vegna þeirra er geysi mikilvæg til framtíðar.

Gísli Ingvarsson, 2.7.2013 kl. 21:25

2 Smámynd: Einar Steinsson

Það er nú ekki eins og fiskveiðar séu einhver undirstöðuatvinnuvegur hjá þessum þjóðum. Ég er búinn að koma nokkrum sinnum á þessar slóðir og aðra eins fúadalla og hörmungarfleytur hef ég sjaldan séð eins og fiskibátana (ekki eru það skip) það sem er í höfnunum hjá þeim. Þessar þjóðir lifa á allt öðru heldur en fiskveiðum. Slóvenía á raunar örstutta strandlengju og þar með lítið tilkall til veiða, það er svona 30-40km akstur með ströndinni í Slóveníu frá Ítalíu til Króatíu. Króatía hins vegar á nokkuð langa strandlengju en þar byggist állt á ferðamennsku og allar hafnir eru stútfullar af skemmtibátum ríkra Evrópubúa.

Einar Steinsson, 2.7.2013 kl. 22:13

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ársaflinn í Króatíu (sjávarfang) komst upp í um 38.000 tonn árið 2006, svo að einhverju hafa nú þessir 3.700 fiskimenn þeirra skilað til samfélagsins. Myndirnar hér fyrir neðan eru af þeim vettvangi, en fyrst birti ég hér kort af landinu af upplýsingar-vefsíðu þar sem þetta kemur m.a. fram um Króatíu: "Its coastal length is approximately 6 000 km since it comprises more than 1 000 islands, which account for nearly 9 percent of the total Mediterranean coastline. The total surface of the coastal and territorial sea is approximately 31 000 Km2." -- Takið líka eftir, að á Evrópukortinu við hliðina sést mætavel, að Króatía liggur að stórum hluta Adríahafs, ekki ca. 30-40 km strandlengju eins og Slóvenía samkvæmt Einari hér á undan.

Fisherman Danilo Latin sails his ship in Savudrija June 26, 2013. REUTERS/Antonio Bronic

Jón Valur Jensson, 2.7.2013 kl. 23:07

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Engin rök færirðu fyrir því, Gísli Ingvarsson Samfylkingarsinni, að "aðildarviðræðurnar og sú skoðun sem þarf að fara fram vegna þeirra [sé] geysimikilvæg til framtíðar." -- Það hefur allan tímann legið fyrir, hver CFP eða hin sameiginlega fiskveiðistefna Evrópusambandsins er, og hún kemur hreint ekki til greina fyrir þjóðir eins og Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga. Þínir flokksbroddar hafa hins vegar séð ástæðu til að vera með hráskinnaleik gagnvart þjóðinni i þessum efnum, látið allt annað í veðri vaka um það, sem mögulegt væri að "ná fram í samningum", þótt leiðtogar ESB hver um annan þveran hafi lýst því yfir, að lagaverk Evrópusambandsins sé "ekki umsemjanlegt" í neinum aðalatriðum né til frambúðar og að Ísland yrði sem ESB-meðlimaríki absolút að lúta sjávarútvegsstefnu þess.

Hráskinnaleikur Samfylkingarinnar hefur þegar kostað okkur ekki aðeins stórfé, heldur gríðarlega orku í stjórnkerfinu og sett ljótan blett á íslenzka stjórnmálasögu á þessari öld.

Málið er enn alvarlegra. Samfylkingarleiðtogar hafa í raun verið reiðubúnir að fórna sjávarútvegshagsmunum okkar fyrir meintan ávinning í öðrum málum, t.d. vöruverðs- og vaxtalækkun sem þeir lofa þar upp í ermina, með stórfelldum lygum, einnig fyrir "stöðugan gjaldmiðil" (evruna, sem á fermingaraldri er strax orðin vandræðaungingur) o.s.frv. En það, sem mest virðist freista þessarar bleiku og ósjálfstæðu stjórnmálastéttar, virðist vera að hún fái sjálf að komast í kjötkatlana í embættismannakerfi Evrópusambandsins, enda er þar eftir miklum ávinningi að slægjast fyrir elítuna að komast þar á bekk með nómenklatúrunni brusselsku.

Jón Valur Jensson, 2.7.2013 kl. 23:25

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er alveg rétt hjá Einari, að sjávarútvegur er lítilfjörlegur í Slóveníu og að landið á litla strandlengju að hafi (46,6 km), en hann má alls ekki dæma um bæði löndin og ástand fiskiskipa þar (sem gætu reyndar flest verið á veiðum!) út frá því sem hann sér í slóvenskum höfnum.

Um slóvenskar fiskveiðar segir á hliðstæðri vefsíðu (sem nær í raun yfir öll löndin við Adríahaf): "Slovenia has a short but important coastline (46.6 kilometres) with territorial waters bordering Italy and Croatia. ... Slovene fisheries can be divided into two sectors: marine and freshwater; both sectors include capture fishing and aquaculture. The contribution of fishing to the economy is small, providing only about 0.014 percent of the Gross Domestic Product (GDP). Slovenia’s domestic fisheries production in 2006 was approximately 2 500 tonnes, of which 1 131 from capture fisheries and 1 369 from aquaculture".

Jón Valur Jensson, 3.7.2013 kl. 00:05

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þjóðartekjur Króata af sjávarútvegi á árunum 1995-2005 námu að meðaltali 180 milljónum Bandaríkjadala að verðgildi = (miðað við núverandi gengi) um 22,4 milljarðar ísl. króna.

"Croatia’s domestic fisheries production in 2006 was approximately 52 570 tonnes, of which 37 853 from capture fisheries and 14 897 from aquaculture (FAO, 2008)." (Fyrr tilvísuð heimild.)

Jón Valur Jensson, 3.7.2013 kl. 00:15

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Króatía er því umtalsvert fiskveiðiland meðal ESB-ríkja, er einhvers staðar nálægt því að vera með 27 sinnum meiri fiskveiðar en Malta og 33 sinnum meiri en Slóvenía. Algert tillitsleysi ESB við króatíska sjómenn sker því þeim mun meir í augu.

Jón Valur Jensson, 3.7.2013 kl. 00:22

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna er miðað við fiskveiðar í sjó, ekki fiskeldi.

Jón Valur Jensson, 3.7.2013 kl. 00:23

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og þessir 22,4 milljarðar ísl. króna í þjóðartekjur Króata af sjávarútvegi 1995-2005 voru meðal-árstekjur á þeim árum.

Jón Valur Jensson, 3.7.2013 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband