Veikur forsætisráðherra?

Linur hljómar Sigmundur Davíð í ávarpi sínu, framan af, á fundi þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins í morgun, fundi sem stjórnvöld hér virðast hafa reynt að fela í lengstu lög.* „Hvað varðar viðræðurnar á milli Íslands og Evrópusambandsins teljum við rétt að taka skref til baka og sjá hvert við stefnum áður en lengra er haldið,“ sagði hann, en Ísland legði eftir sem áður áherslu á gott og náið samstarf við sambandið og Evrópuþjóðir eins og verið hefði til þessa. (Mbl.is, skál. hér.)

En svo herðir hann sig upp og sækir í sig veðrið í framhaldinu:

  • Sigmundur rifjaði upp hvernig stofnað var til umsóknarinnar um inngöngu í Evrópusambandið á sínum tíma. Fyrri ríkisstjórn hafi verið mynduð af stjórnmálaflokkum sem hefðu kynnt ólíka afstöðu til málsins fyrir kosningarnar 2009 en Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafi ákveðið að leyfa umsóknina þrátt fyrir þá stefnu sína að hafna inngöngu í sambandið. Ríkisstjórnin hafi síðan kynnt þá stefnu að ekki væri endilega ætlunin að ganga þar inn heldur aðeins að sjá hvað kynni að vera í boði.
  • „Þetta hefur verið kjarninn í umræðum um inngöngu í Evrópusambandið undanfarin fjögur ár. Það hefur verið lítil umræða um hugsanlega kosti og galla þess að ganga í sambandið og hvað það snýst um - hvort það er eitthvað sem Ísland eigi heima í. Umræðan hefur snúist um það hvort við ættum að halda áfram viðræðum um það hvort við fáum eitthvert tilboð frá Evrópusambandinu og sömuleiðis einnig um það hvort innganga í sambandið væri lausn á núverandi stöðu efnahagsmála á Íslandi,“ sagði hann.
  • Sigmundur sagðist vera þeirrar skoðunar, sem og ríkisstjórn hans, að þetta væri ekki rétta nálgunin þegar sótt væri um inngöngu í Evrópusambandið. Líkt og þingmenn á Evrópuþinginu og aðrir fulltrúar Evrópusambandsins og ríkja innan þess hefðu ítrekað vakið máls á þá snerist slík umsókn um það að umsóknarríkið gerðist aðili að því sem sem sambandið byggðist á og fylgdi lögum þess og reglum. Ekki væri um að ræða viðræður um samruna Evrópusambandsins og Íslands á jafnréttisgrunni. (Mbl.is, feitletrun jvj.)

Og hér birtist skýrari stefna Sigmundar en við höfum heyrt síðasta mánuðinn: 

  • „Fyrir vikið tel ég að fara þurfi fram umræða hér á landi um það hvað Evrópusambandið raunverulega snýst um og hvort það sé eitthvað sem Íslendingar vilji verða hluti af eins og það er,“ sagði hann ennfremur. Það væri vitanlega hægt að fá aðlögunarfresti og annað slíkt en ríki sem ætlaði að sækja um inngöngu í sambandið þyrfti að vera skuldbundið til þess að ganga þar inn og fylgja reglum þess og sáttmálum. Sama ætti við um ríkisstjórn slíks ríkis sem þyrfti ennfremur að hafa nauðsynlegan stuðning þjóðarinnar á bak við sig. (Mbl.is.)

En hér eru anti-klímaxar líka, miðað við að Sigmundur Davíð leitaði eftir umboði til þingkosninga með höfnun á Evrópusambandsþátttöku ofarlega á blaði og fekk til þess stuðning með sínum samstarfsflokki, sm hafði á landsfundi samþykkt mjög einarða stefnu um þetta sama mál; samt sagði Sigmundur í morgun (skáletrun jvj): 

  • „Það sem við þurfum að gera á næstu mánuðum er að ræða um hvað Evrópusambandið raunverulega snýst og ákveða síðan hvort við viljum ganga þar inn."

Vorum við ekki búin að ákveða það?! 

En þetta ætlar þó að ganga heldur hraðar en ýmsir höfðu gert sér í hugarlund:

  • "Í kjölfar slíkrar umræðu verður skýrsla lögð fyrir þingið, vonandi í september eða október næsta haust, um viðræðurnar á milli Íslands og sambandsins til þessa og þróun mála innan þess,“ sagði Sigmundur. Evrópusambandið væri jú að ganga í gegnum gríðarlegar breytingar og um það þyrfti að fara fram umræða hér á landi. (Mbl.is og bein ræða ráðherrans.)

En Sigmund Davíð skortir verulega á einurð í þessu innleggi sínu til mála. Hann ætti að taka sér Ásmund Einar Daðason til fyrirmyndar um hreinskilni og einurð í þessu fullveldismáli okkar, sem snýst um að hafna þessu Evrópusambandi, inntöku í það, eins og 70% Íslendinga vilja, þegar þeir eru spurðir beint út í málið, hvort sem þeir hugsa þar til framtíðarvilja síns eða þeir eru spurðir, hvað þeir vilji, "ef kosið yrði í dag". Sigmundur Davíð hefur ekkert nema gott af því að fylgja þeim þjóðarvilja – og stöðva jafnframt IPA-fjárstrauminn og áróðursbatteríið "Evrópustofu" (= tvær Evrópusambands-auglýsingastofur).

* Hvað olli því, að tilkynning um þennan fund þingmannanefndanna kom svo seint fram á vef Alþingis og raun bar vitni? Hvers vegna var þetta ekki í blöðunum fyrir fram? Óttast stjórnvöld mótmæli gegn öllu áframhaldandi samkrulli við Evrópusambandið?!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Pólitískur vilji þarf að vera til staðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kanski að fyrstu kosningasvikin séu að sína sig, ég held að (F) vilji aðlagast ESB og séu laumu ESB sinnar og við vitum að (S) eru laumu ESB sinnar.

Næsta kosningasvik verður náttúrulega afnám verðtryggingu, það verður ekkert af því úr þessu ef ekki á að afgreiða það á þessu sumarþingi.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 28.6.2013 kl. 11:29

2 Smámynd: rhansen

Sem betur fer er Sigmundur Davið maður skynsamur og veit að það þarf litið til að menn æsi sig úr hófi fram !...hann þarf ekkert að segja þetta skyrar ,það eru margir talsmenn framsóknar og einhugur um málið .Ömurlegt að sja þesa eilifu tuggu margra um kostningasvik örfár vikur frá kosningum ,nokkrir dagar af sumarþingi,,,eg vildi sja þá sem hæðst gala vera i sömu stöðu ??.".En það er alltaf hægra um að tala en i að komast " og nú væri gott að senda allt bull i Sumarfri !!

rhansen, 28.6.2013 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband