Sjávarútvegur er 100% á valdi ESB

Hressilega er tekið á boðskap dansks sendimanns um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins í Staksteinum Morgunblaðsins (sjá einnig afar upplýsandi fréttarfrásögn, viðtengda hér neðar):

Vegna þess hvernig áróðurinn hefur verið hér á landi kemur sennilega ýmsum á óvart hvernig Ole Poulsen, fyrrverandi sviðsstjóri sjávarútvegsmála í danska stjórnarráðinu, talaði á fundi Alþjóðamálastofnunar HÍ.

Að vísu þurfti ekki að koma neinum á óvart að hann hljómaði sem talsmaður Evrópusambandsins og stefnu þess í sjávarútvegsmálum, en annað mál er hvernig hann útskýrði stefnuna.

Ole Poulsen dró enga dul á það hver réði ferðinni í sjávarútvegsmálum innan ESB: „Það er ljóst að sjávarútvegur er 100% á valdsviði Evrópusambandsins,“ sagði hann, en ekki á valdi einstakra ríkja.

Og hann benti á, þegar hann var spurður að því hvort Ísland gæti fengið varanlegar undanþágur frá sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni, að það yrði „yfirþjóðleg lagasetning innan Evrópusambandsins, það er ljóst“. Sem sagt engin varanleg undanþága.

Hann var einnig spurður út í regluna um hlutfallslegan stöðugleika, sem oft hefur verið sögð til marks um að Íslendingar hefðu ekkert að óttast með aðild, og staðfesti að hægt væri að breyta henni með auknum meirihluta innan ESB.

Augljóst var af orðum danska sérfræðingsins að ríki innan ESB ráða engu um sjávarútveg sinn nema ef ESB leyfir og að slíkt leyfi getur alltaf verið tekið til baka. Hvers vegna geta íslenskir ESB-sinnar ekki viðurkennt svona staðreyndir? 

Það væri betur, að ýmsir, sem setið hafa á Alþingi síðustu ár, væru jafn-skýrir í kollinum og ritstjórarnir uppi í Hádegismóum. Pistillinn birtist sl. laugardag.

JVJ.


mbl.is Valdið hjá Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Dæmi um forræði Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum: Danska ríkisstjórnin, segir Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra, "á ekki annars úrkosti" en að fylgja Evrópusambandinu að málum í fiskveiðideilu þess við Færeyinga!!! Nánar hér: Ríkisstjórn Danmerkur tilneydd að fylgja ESB að málum í fiskveiðideilum við Færeyinga!

Það eins gott að við erum sjálfstæð hér og fullvalda, ekki undir Dönum! -- og ekki undir beinu boðvaldi Evrópusambandsins!

Jón Valur Jensson, 20.6.2013 kl. 01:37

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það ER eins gott ...

Jón Valur Jensson, 20.6.2013 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband