Lagaverk ESB er "ekki umsemjanlegt" í neinum aðalatriðum né til frambúðar

ESB-viðræðurnar snúast um samþykkt umsóknarlands á lögum ESB. Frábærlega skýrt viðtal við "aðalsamninganefndarmann" Íslands, Stefán Hauk Jóhannesson, í Mbl. 16/4, sýnir í hnotskurn, að það er í reynd EKKI verið að "semja" um eitthvað milli hinna tveggja málsaðila, miklu fremur en hitt, að verið sé að "semja", því að langflestum "köflunum" er lokið ÁN nokkurra umsaminna atriða, sem öðruvísi séu en hjá öllum hinum löndunum, og hinar örfáu undantekningar varða flestar smámál í reynd í okkar þjóðarbúskap og þjóðlífi, og svo verða þau mál líklega í meirihluta einungis tímabundnar undanþágur (eins og hjá Möltu).

Þetta áttu menn raunar að vita fyrir fram, því að ESB hefur sérstaklega varað við þeim misskilningi, að um "samningaviðræður" sé að ræða. Lagaverk ESB sé nefnilega alls ekki "negotiable" - ekki umsemjanlegt.*

Einhver mesti blekkingarleikur í íslenzkri nútímasögu hefur farið fram um þessi mál, og sú er eina ástæðan fyrir niðurstöðu skoðanakönnunar, birtrar nú á miðvikudegi, um afstöðu til framhalds eða slita eða söltunar á viðræðunum, þar sem naumur meirihluti virðist fyrir framhaldi.

Skýringuna á þeirri niðurstöðu mun sennilega að finna í eftirfarandi:

  1. Stöð 2 og sérstaklega Fréttablaðinu er alls ekki treystandi til skoðanakannana um ESB-mál, þar sem eigandinn er yfirlýstur ESB-sinni, vitað er um afskipti hans af ritstjórn, og a.m.k. annar ritstjóri blaðsins er mikill ESB-predikari (Ól. Stephensen), og í líkum anda starfa ýmsir blaðamenn þar. Greinilega hlutdrægur fjölmiðill á ekki sjálfur að annast skoðanakannanir um slík mál.
  2. Þar að auki var þessi könnun ESB-hliðhollu fjölmiðlanna, með 55% fylgi við framhald viðræðna, í verulegu ósamræmi við þessa GALLUP-könnun í sept.-okt. sl., þar sem 59,6% voru hlynnt afturköllun ESB-umsóknar, en 40,4% á móti afturköllun.
  3. Mönnum hefur verið haldið óupplýstum hér um umsóknar- og aðlögunar-viðræðurnar og þeirri villu dreift vísvitandi, að um "samningaviðræður" sé að ræða. Þótt óheyrilegt fé hafi farið í allar "samninganefndirnar" og þýðingarstörf, ferðalög aðila o.m.fl., þá er í ljós komið, að í reynd er nánast ekki verið að semja um nokkurn skapaðan hlut, sem heiti geti. En "(samninga)viðræður" er opið orð sem hljómar vel, og það hefur áhrif á fólk, ásamt hinu, að fjölmiðlum -- m.a. ofangreindum -- hefur vísvitandi og slægðarlega verið beitt til að koma óorði á þá hugmynd að hætta beri við Össurar-umsóknina frá 2009 og slíta viðræðunum.
  4. Hér kann einnig að birtast peningahugsun sumra: að eyddu fé í allt þetta yrði kastað á glæ, ef allt í einu verði hætt við. En það myndi einungis bætast við rúmlega milljarðs fjárútlátin (á þremur árum) með áframhaldi umsóknarinnar í tvö ár (mat Stefáns Hauks**), og tilgangurinn getur ekki verið verjanlegur, því að VITAÐ er af yfirlýsingum leiðandi fulltrúa Brussel-valdstofnana, að grunnreglur ESB í sjávarútvegsmálum, um jafnan aðgang meðlimaþjóða að fiskimiðunum, eru ófrávíkjanlegar, að minnsta kosti til lengdar (en boðið upp á nokkurn umþóttunar- og aðlögunartíma). Þetta er EKKI umsemjanlegt af okkar hálfu og því sjálfhætt þessari umsókn Össurar & Co., sem ríkisstjórnarflokkarnir fengu aldrei neitt meirihlutaumboð þjóðarinnar fyrir í kosningunum 2009. 
  5. Og þrátt fyrir að sumar (ekki allar) skoðanakannanir sýni, að það sé allstór hluti kjósenda, sem vilji "ekki hætta við viðræðurnar", þá hefir hver einasta skoðanakönnun frá sumrinu 2009 sýnt, að þegar spurt er, hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið, þá er mjög eindreginn meirihluti aðspurðra á móti því. Nú eru þeir um 70%, en fylgjandi "aðild" 27%!

Af þessu er ljóst, að þeir flokkar, sem vilja hætta við ESB-umsóknina, eru í raun og sann í beztum tengslum við þjóðarviljann í þessu máli.

* Í plagginu Understanding Enlargement – The European Union’s enlargement policy, útg. af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins 27.7. 2011, segir, og lesið nú vel í gegn, þetta er stórmerkilegur texti:

  • "Inntökuviðræður varða hæfni umsækjandans [umsóknarríkisins] til að taka á sig skyldurnar sem fylgja því að verða meðlimur [í Evrópusambandinu]. Hugtakið "viðræður" getur verið misvísandi. Inntökuviðræður beinast sérstaklega að (focus on) skilyrðum og tímasetningu á því, að umsóknarríkið taki upp, innfæri og taki í notkun reglur Evrópusambandsins, um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (sem einnig eru þekktar sem acquis, franska orðið um "það sem samþykkt hefur verið") eru ekki umsemjanlegar (not negotiable). Fyrir umsóknarríkið er þetta í kjarna sínum mál sem snýst um að samþykkja hvernig og hvenær ESB-reglur og ferli verði tekin upp og innfærð. Fyrir ESB er [hér] mikilvægt að fá tryggingar fyrir dagsetningu og virkni hvers umsóknarríkis í því að innfæra reglurnar."

Nánar hér (og enski textinn með): http://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1267916/.

** Takið eftir, að mat sérfræðingsins í þessum viðræðum er : TVÖFALT lengri tími til viðræðuloka heldur en Katrín Jakobsdóttir, nýr formaður VG, leyfði sér í sjónvarpsviðræðum nú í vikunni að tala um, þegar hún var að reyna að réttlæta, að landsfundur Vinstri grænna vill halda viðræðunum áfram! Katrín kaus að kríta liðugt yfir heilt ár!

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Sæll Jón Valur

Þau, sem styðja áframhald viðræðna, vilja að líkindum fá um það fullvissu hvort um eitthvað sé að semja í raun. Á það reynir ekki að mínu viti fyrr en kemur að sjávarútvegi og landbúnaði í þessu ferli.

(Eins og bent hefur verið á fást ekki „undanþágur“ frá stefnu ES, en nauðsynlegt er að leiða í ljós hvort hugsanlegar „lausnir“ eru fullnægjandi. Mat manna á því er afar mismunandi en það er litlum vafa undirorpið að Íslendingar hljóta að vísa frá sér samningi sem nær ekki máli að því leyti.)

Vert er að hafa í huga að viðræðurnar hafa þegar staðið í þrjú ár eða þar um bil án þess að mikilvægustu hagsmunamálin hafi komist á dagskrá. Þess vegna er ekki mjög sennilegt að þeim ljúki fyrr en að öðrum þremur árum liðnum að minnsta kosti. Samningamenn (SHJ) telja sér skylt að sýna hœfilega bjartsýni og stjórnmálamenn (KJ) vekja óraunhœfar vœntingar.

Í friði  /B

Birnuson, 19.4.2013 kl. 13:33

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Forráðamenn ESB hafa margítrekað, að sjávarútv.stefna bandalagsins er EKKI negotiable, frá henni verður ekki vikið, og hún snertir jafnan aðgangsrétt allra ríkjanna að miðunum, alls ekki bara e-a flökkustofna (30% afla okkar), heldur alla stofna, allt að 12 mílum, auk þess sem ESB-borgarar hafa rétt til atv.rekstrar í öllum löndunum, þ.m.t. til að kaupa útgerðir annarra þjóða.

Í Bretlandi fór ESB gegn hagsmunum Breta í sjávarútvegsmálum, og þar hafa tapazt síðan 100.000 störf á þvi sviði. Brezk lög til verndar forréttindum Breta innan brezkrar fiskveiðilögsögu dæmdi ESB-dómstóllinn í Lúxemburg ólögleg, að kröfu Spánverja, enda eru ESB-lög æðri lögum meðlimaríkjanna.

Og við, með okkar 750.000 ferkm efnahagslögsögu, erum í allt annarri aðstöðu en t.d. Lúxemborgarar. Við höfum hér auðlind, þar sem við höfum öllu að tapa og ekkert að vinna í Evrópusambandinu.

Jón Valur Jensson, 19.4.2013 kl. 14:31

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Við eigum ekkert að þurfa að örvænta í þessum efnum Jón Valur. Það eru heilmargir sem eru orðnir svo hundleiðir á þessu ESB rugli að þeir vilja bara endilega fá fram einhvern "andskotans" samning eins og einn vinur meinn sagði og svo kjósa þessa óværu af sér í eitt skipti fyrir öll.

Því að annars þagnar þetta ESB úrtölu lið aldrei.

Þeir þurfa bara að fá á baukinn og þennan svokallða samning rekinn ofan í kok á þeim, bætti þessi vinur minn við.

Ég er nú reyndar ekki alveg sammála honum, því að þetta þjóðhættulega úrtölulið situr um sjálfsstæðis þjóðarinnar og það mun aldrei þagna og sífellt reyna öll brögð til þess að skemma fyrir þjóðinni.

Það er hinns vegar með lagni hægt að halda þessu landssölu- og úrtölulið í skefjum og vængstífa það eins og Normenn hafa gert með mjög góðum árangri !

Gunnlaugur I., 19.4.2013 kl. 14:52

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

það er sennilega rétt, eins og sagt er hérna, við úrtölulið þögnum ekki fyrr en eftir samningslok. en ég er svolítið forvitinn að vita hvernig norðmönnum tókst að vængstífa okkur þessua landsölu og úrtölulið

Rafn Guðmundsson, 19.4.2013 kl. 15:35

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það tókst nú naumlega þar, Rafn (með 52,2% meirihluta 1994, en 53,5% 1972), enda lögðu hagsmunaaðilar eins og samtök atvinnurekenda, verkalýðsfélaga, fjölmiðlanna, háskóla-besserwissera-ofvita og stórs hluta stjórnmálastéttarinnar saman krafta sína sína -- vitaskuld ekki til góðs frekar en hjá okkur í Icesave-málunum -- en grasrótarsamtökum og þjóðinni tókst þar rétt svo að fella þetta.

Það sama gæti gerzt hér, og enn eru afvegaleiddir hagsmunaaðilar þar á ferðinni, svipað og fyrir Buchheit-kosninguna, þegar þeir gáfu meira en 20 milljónir króna í áróðursstarf "Áfram-hópsins" gegn okkar þjóðarhagsmunum og skýrum lagalegum rétti, sem staðfestur hefur verið af EFTA-dómstólnum.

Það er mikið til sama fólkið á bak við þessa tvenns konar óværu, t.d. hún Margrét Kristmannsdóttir í Samtökum verslunar og þjónustu (sjá HÉR!, þar sem Margrét er fremst á mynd og HÉR!), og hún á þara marga bandamenn, ríka áhrifaaðila, sem enn svíkjast að þjóðinni og nú að sjálfu fullveldi hennar og sjálfstæði.

Ég væri til í að gefa hálfar eigur mínar til að allt þetta lið flytti úr landi og léti þjóðina þaðan í frá í friði.

Jón Valur Jensson, 19.4.2013 kl. 16:27

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þessi fullyrðing í þessari grein er svo mikil þvæla að það hálfa væri nóg. Allar þjóðir sem gengið hafa í ESB hafa náð í gegn varanlegum breytingum á ESB reglum í sínum mikilvægustu málaflokkum. Það væri því hreinlega úr takti við aðrar aðildarviðræður ef við fengjum ekki varanlegar lausnir í fiskveiðimálum. Það má til dæmis sjá upptalningu á nokkrum þeim varanlegu sérlausnum sem samið hefur verið um við umsóknarríki í þessum texta.

http://www.dv.is/blogg/sema-erla/2013/3/26/allt-tal-um-undanthagur-er-blekking/

 Og lýsing Jóns Vals á sávarútvegsstefnu ESB er svo dæmalaust bill að það háfla væri nóg. Það mun engin þjóð fá heimild til veiða úr okkar fiskistofnum þó við göngum í ESB. ESB reglur heimila engum ríkjum að veiða úr stofnum annarra ESB ríkja. Þannig er þetta ekki og hefur aldrei veri og það stendur ekki til að breyta reglum þannig að það verði þannig.

 Og hvað varðar heimild til fjárfestinga í úgerðum þá heimila ESB reglur alls konar aðgerðir til að koma í veg fyrir kvótahopp. Þær reglur hafa til dæmis gagnast Dönum og öðrum ESB ríkjum ágætlega til að halda erlendum aðildum utan sinna fiskistofna. Enda hefur danskur sjávarútvegur elfst við ESB aðild og fátt sem bendir til annars en að það sama muni verða upp á teningnum varðandi íslenskan sjávarútveg.

Það var Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna sem tryggði strandríkjum 200 mílna lögsögu sem rústaði sjávarútbvegi Breta en ekki ESB aðild þeirra. Þeir voru meðal annars hraktir af okkar miðum.

Við höfum ekkert að óttast varðandi sjávarútveg þó við göngum í ESB. Fullyrðingar um að við eigum á hættu að missa eitthvað af þeirri auðlind við að ganga í ESB eru ekkert annað en mýtur og innistæðulaus hræðsluáróður.

Er til of mikils mælst að menn haldi sig við staðreyndir og segi sannleikan í umræðunni um kosti og galla ESB aðildar?

Sigurður M Grétarsson, 19.4.2013 kl. 22:54

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú heldur áfram að skrökva hér, eins og áður hefur borið við, SMG, og oft hef ég þurft að reka rangfærslur ofan í þig, en þú ert með þrálátustu ESB-verjendum landsins, en ekki íslenzkra þjóðarhagsmuna. Þarna tókst þér að láta menn sitja uppi með þessar fullyrðingar þínar í heilar 84 mínútur án mótmæla, af því að ég var fjarri tölvunni og vefsetrinu. Verð hins vegar að taka tíma í að hrekja rangfærslur þínar eftir kl. 13 á morgun, og á meðan er öllum að sjálfsögðu velkomið að svara hér fyrir hönd íslenzkrar þjóðar og málstaðar okkar fullveldissinna á móti gaspri þínu, mistúlkunum og "hreinum" rangfærslum.

Jón Valur Jensson, 20.4.2013 kl. 00:21

8 Smámynd: Rafn Guðmundsson

reyndar minnst mér mikið til í þessu hjá smg.

Rafn Guðmundsson, 20.4.2013 kl. 00:45

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú átt nú líka erfitt með að átta þig, Rafn, á ýmsu í Esb-málum, enda kannski nýkominn hér til skjalanna í bókstaflegri merkingu. Sofðu á þessu, væni !

Jón Valur Jensson, 20.4.2013 kl. 00:48

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

SMG, bara ein af ýmsum villum þínum: "Það var Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna sem tryggði strandríkjum 200 mílna lögsögu sem rústaði sjávarútvegi Breta en ekki ESB-aðild þeirra. Þeir voru meðal annars hraktir af okkar miðum."

En staðreyndin er sú, að það vorum við Íslendingar, samstaða þjóðarinnar, víraklippur varðskipsmanna og skilningur á og samúð með málstað okkar erlendis, sem hrakti Breta héðan -- við færðum fiskveiðilögsöguna út í 50 mílur 1972 og 200 mílur 1975 og unnum þar tiltölulega skjótan sigur, en Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var hins vegar ekki samþykktur fyrr en árið 1994!

Bretar kenna sjálfir Spánverjum um, að þeir fyrrnefndu hafa misst yfirráðin og sinn fulla afnota-einkarétt yfir sínum eigin, brezku miðum, en við það vill SMG ekki kannast, býr bara til athyglistruflandi smjörklípu sem er svo m.a.s. í engu samræmi við staðreyndir!

Jón Valur Jensson, 20.4.2013 kl. 00:56

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég vil nú bæta við þetta:

"... víraklippur og einurð og færni varðskipsmanna ..."

Jón Valur Jensson, 20.4.2013 kl. 02:00

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Valur. Þegar þú ert að saka aðra um rangfærslur um ESB þá ert þú svo sannarlega að kasta steini úr glerhúsi. Þó ferð mikinn á vef Evrópusamtakanna og ferð þar iðulega með nýtur og innistæðulausar rangrrslur.

Það er ekki aðalatriðið hvernig það kom til að Bretgar voru hraktir af íslandsmiðum en aðalatriðið er það að ástæða þess að fiskveiðar þeierra hafa dreigist mikið saman er að úthafsveiðifloti þerra var hrakinn frá hinum ýmsu strandríkjkum.

 Ástæða þess að Spánverjar komust inn í breska lögsögu á sinum tíma er sú að frjáhslyggjustjórn Tatcher var með breskar reglur mun frjálsari en aðrar ESB þjóðir voru með og heimilt var. Allt í anda hugsjónar frjálshyggjumanna. Aðrar þjóir voru með stífari reglur og lentu ekki í því sama. Danir hafa til dæmis ekki fengið eitt spænskt skip inn í sína lögsögu.´

Við getum því vel haldi þessum þjóðum utan okkar lögsögu ef vkið viljum. Því stafar okkar sjávarútvegi engin ógn af ESB aðild. Þvert á móti gefur afnám tolla af unnum sjávarafurðum okkar fiskvinnslu mikil tækifæri og allar líkur á að sú atvinnugrein eigi eftir að eflast og þar með skapsat mikil tækifæri fyrir sjávarbyggðir landsins sem hafa átt undir högg að sækja undanfarna áratuti.

Og Jón. Þú hefur ekki rekið neinar rangfærslur ofan í mig enda ég ekki farið með neitt slíkt. Þessu er öfugt farið.

Sigurður M Grétarsson, 20.4.2013 kl. 08:33

13 Smámynd: Jón Kristjánsson

SMG

Þú segir:  "aðalatriðið er það að ástæða þess að fiskveiðar þeirra hafa dregist mikið saman er að úthafsveiðifloti þerra var hrakinn frá hinum ýmsu strandríkjkum."

Aðalástæðan fyrir minnkun breska fiskveiðiflotans er stöðugur niðurskurður aflaheimilda, sem ESB ákveður í takt við ráðleggingar ICES. Það þýðir lítið fyrir þá að mótmæla niðurskurði, það er Brussel sem ákveður kvótana. Þar er nú við stjórn grísk frú, sem hefur lítið vit á fiskveiðum og er haldin græningjahugsjónum.

Gleymum ekki heldur að Samherji komst yfir allan úthafsveiðikvóta Breta með því að kaupa útgerðir, sem voru í kröggum.

Það er fjarstæða að halda því fram að við getum fengið að halda íslenskri stjórn á okkar miðum eftir inngöngu í ESB. Bretar, já einmitt Bretar, hafa  sagt að þeir myndu aldrei samþykkja að Íslendingar fengju varanlegar undanþágur frá CFP, en allar þjóðir verða að veita samþykki sitt við slíku ef svo ólíklega vildi til að þetta kæmi til athugunar.

Jón Kristjánsson, 20.4.2013 kl. 13:33

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er loksins núna að komast aftur að tölvunni og vefsetrinu og þakka honum Jóni Kristjánssyni gott og fræðandi innlegg hans hér, þar sem hann svarar Samfylkingar-ESB-predikaranum Sigurði M. G. um þessi sjávarútvegsmál Breta.

Þótt SMG láti sem ekki sé mark á mér takandi (eins og vinstri mönnum mörgum er tamt að láta), þá vænti ég þess, að hann hiksti við að mótmæla innleggi hins afar fróða manns, Jóns fiskifræðings, sem þekkir einmitt sérstaklega til þessara mála allra á Bretlandseyjum, enda dvalizt þar ítrekað og verið í sambandi við menn þar í sjávarútvegi og samtökum útgerða og sjómanna og þekkir auk þess vel inn á það, sem ritað er þar í sérblöð sjávarútvegs. Sjá vefsetur Jóns: smellið á nafn hans á eftir innleggi hans hér á undan.

Jón Valur Jensson, 20.4.2013 kl. 16:19

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið tókuð líka eftir því, að þótt SMG tali um, að ég farið "iðulega með mýthur og innistæðulausar rangfærslur á vef Fullveldisvaktarinnar - fullveldi.blog.is - þá neyddist hann til að spara sér rök fyrir þeirri fullyrðingu, enda hefur hann þau ekki á reiðum höndum -- hversu reiður sem hann er sjálfur að horfa upp á þá fræðslu sem þar fer fram um evrópska stórveldið sem VILL GLEYPA ÍSLAND (ekki innistæðulaus fullyrðing!).

Jón Valur Jensson, 20.4.2013 kl. 16:24

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

Rifjum um formsatriði sem skipta öll máli í toppi EU.  Commission er tilnefnd sérstökum perónuleikum af hæfum [stöndugum] meirihluta Meðlimaríkja á EU lögsögu svæði I. Lögsvæði II tekur til hlutdeildar lögsögu og Innheldur svæði eins og Ísland, Grænland, Falklandseyjar, Sýrland, ...

Commission uppfyllir, lætur verða að veruleika öll markmið stjórnskrár sem hún er bundinn af.   Með samningum og lánafyrirgreiðlum og auglýsingum,.. alt sem nýtist.

Ísland mætir svo til að semja, allir vita hvernig slíkir samningar enda, fyrir ríki sem veruður að losna við 80% minnst af orku og hráefnum [lávirðisauka : flatur arður: non profitt. 

Umræða hér er bull.  Spyrja þarf hvort Ísland hafi val?   Hvort arðbærara sé að vera áfram á svæði II frekar en svæði I, þá að mati Commission. 

UK lokað hjá sér námum, skipti á fisk  fyrir jarðgöng og iðjuver og margt annað.

Íslendingar fengu lánafyrirgreiðslur til hagræða hjá sér og stækka sinn kvóta. Allt vegna Snillinganna í Brussell.  Ísland þykkist alltaf vera guð í heimum. ESB-sinnar eru engin undantekning.

Ísland er að mati Commission tilvalið til að lækka raunvirði hráefnis og orku sem endar á smásölumörkuðum Meðlima ríkja EU. Þessi lækkun á líka að skila sér í lækkun á hráefnum og orku á Íslandi. 

EU þarf að tyggja að arður myndist líka í Borgum EU, þannig að meiri hlut íbúa EU hafi efna á því að lifa.

Það geta ekki allir orðir ríkir á því skaffa orku og hráefni: okra á neuð þeirra ríkja sem hafa ekki tækufæri.  Farsímar og lyf og pasta seljast betur en fiskur.

Samningar er óþarfir ef ekki á að fara af svæði II. Hæfi Commission, er í samræmi við heila þeirra sem tilnefna hana.  Samningaraðilar útnefndir héðan, enginn með viti telur þá sambærilega.

Júlíus Björnsson, 20.4.2013 kl. 16:38

17 Smámynd: Jón Kristjánsson

Fullyrðingar ESB sinna um að við höldum yfirráðarétti okkar yfir fiskimiðunum með því að semja sérstaklega við ESB eru orðnar afskaplega þreytandi

Þær eru rangar, menn þurfa ekki annað en að lesa sáttmála sambandsins til að komast að því að þar gildir reglan um "equial access" fyrir allar þjóðir sambandsins.

Við Magnús Þór Hafsteinsson, ásamt Friðþjófi Helgasyni myndatökumanni, vorum í Peterhead í Skotlandi 2003 og Magnús tók þá viðtal við Tomas Hay formann skosku sjómannasamtakanna FAL, en hann hætti nýlega aldurs vegna og er nú heiðursformaður samtakanna.

Tom Hay segir þar allt sem segja þarf um yfirráða þjóða í ESB yfir eigin fiskimiðum.

Þetta er mjög sterkt viðtal og ætti að vera skyldulesning  öllum, sem um sjávarútvegsmál fjalla.

Jón Kristjánsson, 20.4.2013 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband