Skekkjandi áhrif inngripa ESB-áróðursstöðva á íslenzkar kosningar

Nú er "Já Ísland!" farið að auglýsa hér á Mbl.is: "Klárum viðræðurnar"!! Hvar fær "Já Ísland!" stuðningsfé til þess?

Varað hefur verið við milljónahundraða peningaflaumi frá Brussel til áróðurs hér. 300.000 kr. er hámarkið sem fyrirtæki mega greiða til stjórnmálaflokks á hverju ári. Samt kyngja Samfylkingar- og VG-menn í þeim meirihluta á þingi, sem á sér afar takmarkaðan þjóðarstuðning lengur, allri 230 milljóna áróðursárás Evrópusambandsins inn á íslenzkan athyglismarkað.

Menn leiði hugann að því, að með fjárstuðningi -- erlendum eða frá innlendum hagsmunaaðilum -- við ESB-innlimunarmarkmið í fjölmiðlum hér er verið að SKEKKJA MYNDINA, skekkja möguleika flokka til kjörs manna á þing, verið að HYGLA Samfylkingarjálkum til að ná (kannski naumlega) kjöri, á sama tíma og það kemur þá niður á öðrum framboðum. En þarna er ekki verið að huga neitt að 300.000 króna hámarkinu, heldur svína á það með ófyrirleitinni hjáleið þeirra, sem vilja íslenzkt fullveldi feigt.

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Sannir Íslendingar láta þessar auglýsningar sem vind um eyru þjóta, enda eigum við í höggi við afvegaleitt fólk..

Guðmundur Böðvarsson, 18.4.2013 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband