Fullveldisframsal og auðveldur leikur við stjórnarskrárbreytingu er tabú ; og af VG-vandræðastefnu

Bjarni Ben. þarf bara að muna það eitt, þegar hann ræðir við fulltrúa hinna flokkanna um stjórnarskrármálið, að það er tabú gagnvart flokksmönnum hans og þjóðinni svo mikið sem að ræða það að heimila framsal fullveldis. Það sama á við um þá hugmynd að gera stjórnarskrárbreytingu fljótlega og sáraeinfalda með einföldum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að nýtt þing verði kallað saman. ALDREI á að heimila fullveldisframsal án stóraukins meirihluta.

Ef við horfum til hinna smáu FÆREYJA, getum við séð, hve varaamt slíkt einfalt ákvæði, án kröfu um aukinn meirihluta, getur orðið -- fullveldið getur flogið út um gluggann einn vondan veðurdag, þegar á hefur gefið í efnahagslífinu og eftir að stórveldi hefur ausið úr gullsekkjum sínum til áróðurs, mútugjafa og mýkingar kjósenda. En Íslendingar eru bara í nákvæmlega sömu stöðu og Færeyingar gagnvart slíku, við erum algert SMÁPEÐ miðað við afl Evrópusambandsins, 1580 sinnum fólksfleira risasamfélags.

Ólíkt Katrínu Jakobsdóttur, nýjum ESB-formanni Vinstri grænna, sem taldi fram "utanríkismál" meðal þeirra sérvöldu stjórnarskrármála, sem hún vildi einbeita sér að á næstu dögum, ef valin verður sú leið að gera takmarkaðar stjórnarskrárbreytingar, þá á það ekki að koma til greina fyrir Bjarna Benediktsson, ef hann vill, að sinn flokkur standi undir nafni sem Sjálfstæðisflokkur.

Og af hverju er þetta sagt hér? Jú, af því að Katrín á með orðum sínum ekki sízt við fullveldisframsal, enda er tillögugreinin (111.) frá stjórnlagaráði um það höfð í litlum kafla um utanríkismál

Vinstri græn hafa ekki lagazt hætishót í fullveldismálum með því setja ESB-Katrínu og ESB-Björn Val Gíslason yfir svikulu leifarnar af þessu flokksapparati, þessum fyrrverandi vinstri flokki nema í þeim atriðum, sem horfa til þjóðnýtingar og ríkisafskipta. Þetta leggja VG líka stund á (sbr. ný frumvörp um náttúruvernd og íhlutun um landnýtingu bænda), samhliða sinni forgangs-umhyggju og 'skjaldborg' fyrir stórfyrirtækin, sér í lagi hin nafnlausu fjármagnsöfl. Alþýðan liggur hins vegar ennþá óbætt hjá garði.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Brú byggð yfir á næsta kjörtímabil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband