VG gerir svik í ESB-málum að stefnu flokksins!

Það var athyglisvert að fylgjast með tveimur landsfundum um helgina, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri Grænna. Sjálfstæðisflokkurinn styrkti fyrra álit um að gera hlé og ákvað að hætta aðildarviðræðum við ESB og er þar með búinn að taka af allan vafa um að ekki skuli byrjað með það mál upp á nýtt, nema þjóðin fái þá fyrst á lýðræðislegan hátt möguleika á að segja álit sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Vinstri Grænir gerðu sér lítið fyrir og stefnufestu loforðasvik sín um að halda Íslandi utanvið ESB með því að samþykkja að aðildarviðræðum verði haldið áfram! Var nýkjörnum formanni flokksins Katrínu Jakobsdóttur sópað til hliðar, sem reyndi að bæta ásýnd flokksins með samþykkt um að þjóðin skyldi spurð álits áður en lengra yrði haldið í aðildarviðræðum. Þetta er einhver sú afbakaðasta yfirlýsing sem fyrirfinnst, að segja, að "Landsfundur VG telur að Íslandi sé best borgið utan ESB en vill ljúka aðildarviðræðum við ESB." Þetta er álíka gáfuleg skýring og alkahólisti gefur, sem segir að besta leiðin til að ljúka við drykkjuna sé að halda henni áfram!

Fylgið hefur hrunið af Vinstri Grænum, sem í dag mætti kalla "Vér Gefum" fullveldi og sjálfstæði Íslands til heimsvaldasinnanna í Brussel. VG er með þessarri landsfundarsamþykkt búin að samþykkja opinberlega hlutverk sitt sem Samfylkingarhækju, sem vonandi verður fargað af kjósendum í komandi kosningum sem og hækjuhafinn sjálfur, sem í skrifandi stund er að leysast upp í brot og brotabrot um allar jarðir. Vinstri Grænir og Samfylkingin eru hrægammaflokkar, sem í nafni fólksins véla ráðin af því og eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins komst svo vel að orði, hafa skapað "umsátur um heimilin."

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur á móti endurheimt sjálfstraust og hlýðir kalli fólks um að hætta aðildarbröltinu og taka það dýra mál út af borðinu og þess í stað snúa sér að uppbyggingu atvinnumála og úrlausnarverkefna fyrir heimilin í landinu. Styrkur flokksins og endurheimt fyrri staðfestu felst einmitt í sterkari og skýrari áherslu, að aðildarviðræðum við ESB skuli hætt.

Það verður ekki erfitt fyrir fullveldissinna að velja milli þessarra tveggja markmiða í komandi alþingiskosningum. /gs 


mbl.is ESB-ályktanir hvor í sína áttina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband