Engin evra í Póllandi - né á leiðinni í bráð!

Pólverjar – sannir stuðningsmenn okkar eins og Færeyingar í bankakreppunni – munu "ekki taka upp evruna sem gjaldmiðil sinn í fyrirsjáanlegri framtíð" að sögn sjálfs Donalds Tusk forsætisráðherra.

Tusk sagði að ein hindrunin í þeim efnum væri skortur á pólitískum stuðningi í Póllandi við að breyta stjórnarskrá landsins en þar er kveðið á um að pólska zlotið sé gjaldmiðill þess. Margir stjórnmálamenn, ekki síst hægrimenn, séu andvígir því að taka upp evruna sem gjaldmiðil Póllands.

Áður höfðu Pólverjar stefnt að upptöku evrunnar, á síðasta ári, en hverfa nú frá því ráði, m.a. vegna efnahagsástandsins í heiminum og erfiðleika evrusvæðisins sem hafa dregið úr áhuga á upptöku evrunnar.

Tusk tilheyrir frjálslyndum stjórnmálaöflum, ólíkt bræðrunum sem þar fóru með völd fyrir nokkrum misserum, unz annar þeirra fórst í miklu flugslysi.

Tusk er ESB-sinnaður, en raunsærri en ráðamenn í stjórnarráðinu litla við Lækjartorg, sem láta oft í það skína, að upptaka evru yrði mikill ávinningur hér og gæti verið bara handan hornsins, ef þeir fá áfram að véla um stjórn landsins. En ef Tusk segir, "að áður en Pólverjar gætu tekið upp evruna þyrftu að eiga sér stað frekari umbætur á stjórnsýslu og efnahagsmálum Póllands," hversu miklu fremur á það þá ekki við á Íslandi? En þar að auki á evran og evrusvæðið alveg eftir að sanna sig! Ekki eru árin 2012–13, þegar hún er að komast á fermingaraldur, beinlínis talandi auglýsing fyrir fullþroska hennar og áreiðanleika–––né fyrir samstöðu aðstandenda ungviðisins!

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Minni áhugi á evrunni í Póllandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband