Bretar að fá upp í kok af Evrópusambandinu - aðeins 33% vilja að landið verði þar áfram!

Þetta er ljóst af nýbirtri skoðanakönnun sem birt er í Financial Times í dag. Þegar frá eru taldir óvissir, myndu rúml. 60% kjósa úrsögn, en tæpl. 40% áframhald ESB-þátttöku. Mikil ánægja er með ákvörðun Camerons að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið árið 2017, eins og fram kemur hér á eftir, þótt ekki megi gleyma hinu, að margir vilja slíkt þjóðaratkvæði enn fyrr.

  • Fram kemur í frétt blaðsins að 50% myndu greiða atkvæði með því að Bretland segði skilið við Evrópusambandið, 33% að þeir yrðu þar áfram innanborðs og 17% tóku ekki afstöðu til þess. Þá kemur einnig fram í niðurstöðunum að 50% breskra kjósenda sé ánægður með þá stefnu Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að halda þjóðaratkvæði um veruna í sambandinu en gert er ráð fyrir að slík kosning fari fram árið 2017. Einungis 21% aðspurðra voru óánægðir með þá stefnu. (Mbl.is, nánar þar.) 

Svo eru vinstri flokkar á Íslandi að bera víurnar í þetta Evrópusamband, bjóða það jafnvel velkomið með hundraða milljóna króna áróðursbatterí bæði nyrðra og syðra, fyrir utan milljarða króna IPA-styrkja til að mýkja upp sem flesta,* og ekki klígjar ráðamenn hér við því að gera þetta í kjölfar þess, að ESB vann beinlínis gegn íslenzkri þjóð frá upphafi til enda í Icesave-ásókninni og hefur uppi ófyrirleitnar kröfur og hótanir vegna makrílveiða Íslendinga í okkar eigin fiskveiðilögsögu!

* Skattborgarar í ESB þurfa að borga þessa IPA-styrki og fá sjálfir ekki slík framlög, en um leið og Everópusambandinu hefði tekizt að gleypa okkar litla lýðveldi, fengjum við ekki snefil í viðbót af slíkum styrkjum, þeir eru ekki til þess sniðnir að auðga okkur til frambúðar, heldur þjóna þeir öðrum tilgangi Brusselvaldsins ...

JVJ. tók saman. 


mbl.is Þriðjungur vill vera áfram í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband