Vilja Vinstri græn nýjan ESB-formann í flokki sínum, Katrínu Jakobsdóttur, eða kannski Ögmund Jónasson?!

"Ég veit ekki fyrir hvað Katrín stendur hugmyndafræðilega þrátt fyrir tvö ár í þingflokki VG. Katrín verður að taka slaginn við Steingrím J. sem ætlar sér örugglega að verða skuggastjórnandi VG,“ segir Lilja Mósesdóttir, en ekki berst Katrín fyrir fullveldi landsins, svo mikið er víst, og hafnaði því 16. júlí 2009 að veita þjóðinni heimild til að segja nei eða já um umsókn Katrínar og sjö annarra þingmanna VG um inntöku Íslands í Evrópusambandið.

Já, þetta er staðreynd málsins um hina fyrirferðarlitlu, brosmildu Katrínu Jakobsdóttur, sem 1. desember 2008 mætti sem ræðumaður á fundi sjálfrar Heimssýnar í Gerðarsafni í Kópavogi til að hala þar inn atkvæði fyrir næstu þingkosningar, að þegar á reyndi vildi hún ekki einu sinni leyfa þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-umsóknina! Tillagan um umsóknina er hér: http://www.althingi.is/altext/137/s/0256.html). Katrín sagði NEI í atkvæðagreiðslunni um þjóðaratkvæði, sjá hér: http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=41077

Svo hlýðin eða sammála var hún formanninum Steingrími, að hún greiddi umsókninni sjálfri atkvæði sitt, þvert gegn því sem fimm samflokksþingmenn þeirra gerðu (Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Jón Bjarnason og Þuríður Backman). Guðfríður Lilja Grétarsdóttir greiddi hins vegar ekki atkvæði, og átta þingmenn flokksins sögðu "já", þar á meðal Ögmundur Jónasson!

Sjá um þessa atkvæðagreiðslu: http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=41080

Ferill málsins: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=137&mnr=38

Um atkvæðagreiðslurnar, sjá hér (þar er líka hægt að smella á tengla inn á tillögurnar sjálfar): http://www.althingi.is/dba-bin/nafnak.pl?btim=2009-07-16+12:02:46&etim=2009-07-16+14:00:42&timi=12:02-14:00

Um þrautseiga húsbóndahollustu Katrínu Jakobsdóttur undir hrikalegri leiðsögn Steingríms J. Sigfússonar í þessu máli rétt eins og í Icesave-málinu verður ekki efazt, nema hún sé einfaldlega svona forfallinn ESB-innlimunarsinni sjálf.

Ef Vinstri græn hyggjast endurnýja sig siðferðislega og hlaða batteríin jákvæðum straumum á komandi landsfundi, vilja þau þá kjósa sér nýjan ESB-sinnaðan formann til flokksforystu?

Frammi fyrir þeirri alvarlegu samvizkuspurningu standa þeir nú, þegar Steingrímur J. hrekst með réttu og vonum seinna af formannsstólnum.

Jón Valur Jensson.

PS. Eitt enn frá Lilju Mósesdóttur: 

  • Vandmálið við Katrínu er hins vegar að hún hefur aldrei farið gegn Steingrími J. Nægir að nefna Icesave-málið og lækkun virðisaukaskatts á umhverfisvænar bleiur sem hún gat ekki stutt, þrátt fyrir að hafa gefið út bók um umhverfisvænt uppeldi. (Mbl.is) 

mbl.is „Veit ekki fyrir hvað Katrín stendur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband