Dönum fullljóst að æðsta fullveldi yfir þeim er komið í hendur Brussel-herra

Sigurður Ragnarsson ritar:

ESB-sinnar hér og annars staðar hafa oft dálítið sérstakar hugmyndir um stjórnarskrármál, sem lýsir sér meðal annars í því, að hinn 20. febrúar dæmir Hæstiréttur Danmerkur, hvort í framhaldi af Lissabonsáttmálanum eigi að breyta stjórnarskránni á þessa leið: "Den lovgivende magt er hos Europakommissionen og Unionens ministerråd i forening eller hver for sig. Nogle gange er den hos EF-Domstolen. Den udøvende magt er hos Europakommissionen og EU-Domstolen i forening eller hver for sig. - Beføjelser, som ikke udnyttes af Unionens myndigheder, kan udfyldes af Folketinget, regeringen eller danske domstole. Dog må ingen af deres handlinger stride mod unionsretten" (Heimild: Demokratisk Europa á Facebook).

Varla er einboðið, að Danir hefðu gengið í ESB árið 1973, ef þetta hefði verið stafað svona ofan í þá, en nú er erfitt að snúa til baka. Það er auðvitað, ef slík breyting verður ofan á, að gildi dönsku stjórnarskrárinnar rýrnar mjög mikið.

Það hafa ýmsir tjáð sig um málið hjá Demokratisk Europa, og væntanlega er hægt að finna fleiri heimildir, sem skýra málið ef til vill betur.

Viðauki JVJ: 

  • Sigurður upplýsti um þetta á Facebók JVJ og leyfir góðfúslega endurbirtingu þessara athyglisverðu upplýsinga. 
  • Greinilega eru stofnanir ESB gerðar þarna rétthærri dönsku löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi (þjóðþings, ríkisstjórnar og dómstóla): "Beføjelser, som ikke udnyttes af Unionens myndigheder, kan udfyldes af Folketinget, regeringen eller danske domstole. Dog må ingen af deres handlinger stride mod unionsretten," og í lokin í þessari tilvitnun er tekið fram, að viðaukar við löggjöf, framkvæmdir eða dóma ESB af hálfu Dana í þeirra stofnunum mega EKKI stríða gegn rétti ESB! (unionsretten). Svo tala sumir hér um, að við myndum halda fullveldi okkar innan Evrópusambandsins!!! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband