Varaþjónusta Össurar afhjúpar þjenustusemi hans við aðra en íslenzka þjóð

ESB-handbendið Össur Skarphéðinsson ástundar nú hvaðeina sem bossar hans í Brussel ætla honum að koma til skila á Íslandi, þ.á m. að láta í veðri vaka, að EES-samningurinn sé á faralds fæti og að tvíhliða samningar séu á útleið, allt til að láta líta svo út sem Íslendingar o.fl. þjóðir verði bara að láta innlimast í þetta skrifræðisbákn og stórveldi gömlu nýlenduveldanna í Evrópu.

Nú er orðataktíkin sú að segja "ESB orðið hundleitt á EES" og "hundleitt á tvíhliða samningunum við Sviss." Hvers lags fyrirbæri væri það ríkjasamband (og á hraðferð til að verða algert sambandsríki) sem stæði ekki við gagnkvæma samninga? Heldur Össur virkilega, að þetta mæli með þessu fyrirbæri sem hann dýrkar sýknt og heilagt frá morgni til kvölds?

Við getum alveg treyst viðskiptasamningum okkar við Bandaríkin, Kanada og fjölmörg lönd, jafnvel Rússland, en sem sagt ekki við Evrópusambandið -- fróðlegt, ráðherranefnan þín, sem færir okkur þessi tíðindi hingað!

Þá kemur fram hér í frétt af nýframlagðri skýrslu Össurar um utanríkis- og alþjóðamál, "að sífellt gengi verr að fá Evrópusambandið til þess að fallast á undanþágur fyrir Ísland innan EES-samstarfsins og viðurkenna sérstöðu landsins í því sambandi sem eyju, til að mynda varðandi raforkumál og samgöngumál."

Vel og réttilega tók Vigdís Hauksdóttir alþm. við sér í umræðu um þetta í dag:

  • Spurði hún ráðherrann hvernig hann gæti á sama tíma haldið því fram að Ísland gæti fengið einhverja sérmeðferð ef það gengi inn í sambandið einmitt vegna þess að landið hefði sérstöðu sem eyja.

"Sérstöðu"-fullyrðingin er hreint Össurarbull, og nú álpaðist hann til þess í dag að bera vitni gegn sínum eigin áróðri þess efnis á liðnum misserum, að við myndum í krafti "sérstöðu sem eyja" fá að halda okkar fiskimiðum óskertum, þótt við færum inn í Evrópusambandið! Nú er allt í einu komið í ljós í klaufatali hans á þingi í dag, að "sérstaða" yrði einskis virt.

Og ef út í það er farið, hefur ekki aðeins Malta orðið að gefa "sérstöðu" sína sem eyja upp á bátinn, heldur einnig Stóra-Bretland! Þar fengu Spánverjar hagstæðan dóm í ESB-dómstólnum í Lúxemburg, þar sem lög Breta til að verja einkarétt til eigin 200 mílna lögsögu voru send beinustu leið í ruslakörfuna, af því að þau brytu gegn gildari ESB-reglum!

Jón Valur Jensson. 


mbl.is „ESB hundleitt á EES-samningnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að þessi maður skuli vera utanríkisráðherra Íslands er einkar sorgleg staðreynd. Skemmdarverk eru hans ær og kýr og þá nær oftast með áróðri og lygum. ESB-fylgið má jú ekki glutrast meira niður, það skiptir engu máli þó eldar loga þar og munu gera áfram, spila skal á heimsku almúgans með barnalegri sálfræði. Sem betur fer sjá fleiri og fleiri í gegnum hann.

Flowell (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 20:51

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það er ekkert eðlilegt við það hvernig Össur og Jóhanna láta í þessu ESB máli og væri jafnvel ekki vittlaust að athuga hvort þau hafi gefið einhver loforð til ESB sem er svo ekki hægt að standa við...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.2.2013 kl. 06:44

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það hefir verið ótrúlegt hvernig Össur hefir getað vaðið yfir þessa þjóð með sín mál og er engi líkara á hann sé á málum hjá ESB. Hann hefir tekið inn óteljandi lög sem hafa verið samþykkt á alþingi með þögninni þ.e. þegar fáir hafa verið á alþingi og flokkað þau áframhaldandi meðferð í ráðuneytinu. Þessi maður vinnur ekki að hag okkar í þeirri merkingu sem Ögmundur sagði í gær. Hagur þessara þjóðar en að fara eftir lögum. Það gerir engin þetta í dag nema það séu lög frá ESB. Burt með Össur og allar hans hugmyndir. Það á að klaga hann í nýja formannin.

Valdimar Samúelsson, 15.2.2013 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband