Vinnumálaráðherra Frakka: "Frakkland gjörsamlega gjaldþrota"

images-1Vinnumálaráðherra Frakklands Michel Sapin lét þau orð falla í útvarpsviðtali í gær, að Frakkland væri orðið "algjörlega gjaldþrota." Franska þjóðin er ekki enn búin að jafna sig á yfirlýsingunni.

"Það er ríki en það er gjörsamlega gjaldþrota ríki," sagði Sapin. Ummælin koma á sama tíma og Hollande Frakklandsforseti reynir að laga ímynd Frakklands með því að minnka fjárlagahalla um 60 miljarða evra á næstu 5 árum og auka skatta um 20 miljarða evra.

Tölur frá Frakklandsbanka sýndu fyrr í mánuðinum fjármagnsflótta frá Frakklandi af ótta við áætlanir franskra sósíalista um að skinna fyrirtæki og efnað fólk. Leikarinn Gérard Depardieu hefur skilað ríkisborgararétti sínum og tekið upp rússneskan í mótmælaskyni og David Cameron segir að Bretar "rúlli út rauða teppinu" fyrir efnaða athafnamenn, sem vilja flytja til Bretlands.

Ráðherrar frönsku ríkisstjórnarinnar reyna í dag að bera blak af ummælum vinnumálaráðherrans, sem þeir telja vera vægast sagt óheppileg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þetta er nú bara svona það hafa allir sín þolmörk hvað fólk vill greiða mikla skatta. Og setja háa skatta á fyrirtæki er alveg út í hött.

Ég held að allir séu ekkert á móti því að greiða sinn skerð til að halda þjóðfélaginu gangandi. En þegar helmingurinn eða meira af launum fólks fer í tekkjuskatta, fyrir utan alla aðra skatta þá hafa skattayfirvöld gengið of langt og fólk leitar að öðrum möguleikum um búsetu.

Eins og t.d. Frakkland að ættla fólki að greiða 75% tekjuskatta + alla aðra skatta þá sjá allir heilvitamenn að það hefur verið gengið of langt.

Og t.d. fyrirtækjaskatta hér í BNA sem eru hæðstir í heiminum, þá er það sama sagan, fyrirtæki flytja sína starfsemi til annara landa með lægri skatta á fyrirtækjum og þá jafnvel þar sem laun eru lægri líka sem bónus.

Stjórnvöld verða að fara að halda að sér hendini, það er ekki hægt að taka laun fólks og gefa þau til þeirra sem að í raun og veru þurfa ekki neina aðstoð, það er bara betra að vera á Ríkinu og fólk þarf ekki að vinna.

Auðvitað þarf að hafa styrki fyrir þá sem ekki geta verið við vinnu og það setur enginn út á það, en letingja á ekki að halda uppi.

Svo er auðvitað svallið og sukkið hjá Ríkinu með fjármál það má alveg fara yfir báknið og skera það sem hægt er að skera og ég er viss um að mikil sparnaður yrði hjá Ríkinu eftir slíka meðferð.

En sem sagt að fara yfir skattaþolmörk eykur ekki tekjur Ríkissjóðs, heldur koma tekjur Ríkissjóðs til að minka.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 29.1.2013 kl. 15:35

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Það er kynnt undir svo mikla öfund og of miklir skattar á fyrirtæki og almenning er eins og að skjóta sjálfan sig í fótinn, minni atvinna og fleiri á styrkjum. Eins og þú skrifar Jóhann = minnkandi efnahagur. Frakkland fer sömu leið og Grikkland, Ítalía og Spánn með þessarri stefnu. Á Íslandi höfum við ríkisstjórn, sem notar hverja sekúndu til að koma eigin þjóð í grískt sjokk. Drottinn blessi heimilið að hún fari frá sem allra fyrst. Íslensku ráðherrarnir ættu að flytja til gósenlandsins France, Madam Jyhan og Musjö Steingreme mundu ábyggilega fá góðar móttökur sem heimsmeistarar í söluskatti.

Gústaf Adolf Skúlason, 29.1.2013 kl. 17:49

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Já Gústaf kanski að við erum heppnir og þurfum kanski ekki að bíða til vorsins til að losna við JóGrímu, ef þessi stjóranarandsaða er með bein í nefinu, so to speak.

Vantraust tillaga á að vera komin á dagskrá Alþingis og þingmenn eiga að hafa kosið fyrir næstkomandi helgi.

Þetta mundi gerst í öðrum ríkjum nema kanski bananalýðveldum eftir að stjórnvöl hafa fengið staðfest hversu illa þau stóðu að málum eins og IceSave af dómstólum, þetta liggur næst því að hafa verið landráð, þau eru ekkert betri en Vidkun Quisling þessi núverandi Ríkisstjórn.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 29.1.2013 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband