Ólafur Ragnar Grímsson: Engin ESB-aðild fram undan í hans forsetatíð

Forsetinn, staddur á Alþjóða-efnahagsþinginu í Davos í Sviss, hélt ekki aðeins uppi harðri, verðskuldaðri gagnrýni á Gordon Brown vegna Icesave-afskipta hans, í viðtali við Sky í dag, heldur lét líka umhugsunarverð orð falla um ESB-málið.

  • Ólafur Ragnar gaf einnig til kynna í viðtalinu að Ísland muni innan tíðar láta af fyrirætlunum sínum um aðild að Evrópusambandinu. Aðspurður hvort hann sjái fyrir sér að Ísland muni ganga í sambandið á kjörtímabili hans svaraði Ólafur: „Ef þú vilt að ég veðji á það, þá myndi ég tvímælalaust segja nei.“
  • Hann bætti því við að það væri alveg ljóst bæði á Íslandi og annars staðar í Norður-Evrópu að efasemdir gagnvart þróun Evrópusambandsins væru vaxandi. „Á undanförnum þremur árum hefur evrusvæðið afhjúpað sjálft sig sem allt aðra skepnu. Við höfum tekið þá ákvörðun að staldra við og halda ekki áfram á næstu mánuðum, en taka málið aftur upp síðar.“ (Mbl.is.)

Eins er haft eftir Ólafi Ragnari í Stöð 2, að ekki verði af 'aðild' Íslands, meðan hann verður forseti. Má e.t.v. ætla, að gerist það nauðsynlegt, muni hann beita synjunarvaldi í 'ferlinu', ef áróðursstarfsemi Evrópusambandsins hér á landi leiðir til verulegs þrýstings í átt til 'aðildar' landsins að þessu bandalagi evrópskra stórvelda.

Þá sagði hann ennfremur í viðtali við Bloomberg-fréttastofuna, að Ísland sé dæmi þess að þjóðir geti blómstrað án atbeina Evrópusambandsins. Á Eyjunni er haft eftir honum, skv. Bloomberg-viðtalinu, að endurreisn íslensks efnahagslífs eftir bankahrunið sýni að þjóðir utan Evrópusambandsins geti notið velgengni án atbeina sambandsins. Þróun mála í Bretlandi sýni ennfremur aukna tortryggni í garð ESB þar í landi.

Þetta eru ánægjulegar fréttir af okkar einarða, málsnjalla forseta.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Forsetinn ræðst að Gordon Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já, nú tek ég innilega undir. Skömm Gordons og Bretlands lifir í minni kynslóð og ég mun kenna barni mínu og vonandi barnabörnum!

Takk Forseti Íslands

ps(er stuðningsmanneskja þess að klára loks samninga esb)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2013 kl. 19:55

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér fyrir þetta um Brown og forsetann.

(Samhryggist þér með afstöðu þína í ps-inu!)

Jón Valur Jensson, 23.1.2013 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband