Að "bjarga" makrílstofninum er ofar öllu samkvæmt EES-samningum

ska_rmavbild_2012-10-11_kl._17.26

13.grein EES-samningsins setur svo víðtækar undantekningarheimildir við fjórfrelsinu, að ESB er í lófa lagið að stöðva hvaða viðskipti við Ísland, sem er. Í 11. og 12. grein samningsins er lagt afdráttarlaust bann við takmörkunum á inn- og útflutningi en 13. grein samningsins setur skilyrði til að leyfa slík bönn:

"Ákvæði 11. og 12. gr. koma ekki í veg fyrir að leggja megi á innflutning, útflutning eða umflutning vara bönn eða höft sem réttlætast af almennu siðferði, allsherjarreglu, almannaöryggi, vernd lífs og heilsu manna eða dýra eða gróðurvernd, vernd þjóðarverðmæta, er hafa listrænt, sögulegt eða fornfræðilegt gildi, eða vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar og viðskipta."

Þetta er svona ein af þessum snilldarundantekningum í smáa letrinu, sem gera samninginn að engu. Hver á að úrskurða, hvað almennt siðferði er?

Það þarf ekkert sérstakt gáfnaljós til að skilja að "ræningjaþjóð, sem er að útrýma makrílstofninum" brýtur gegn 13. grein EES- samningsins um vernd á lífi og heilsu makrílsins. Allir eru sammála um að makríllinn er dýr en ekki manneskja.

En hver ákveður skilgreiningarnar? Ætla Íslendingar að fara að upplýsa lögfræðingateymi Evrópusambandsins um, hvað almennt siðferði er?

Þannig eru málin öll hjá hinu heimsvaldasinnaða Evrópusambandi. Lög og reglugerðir eru galopnar til að tryggja þeim sjálfum völdin. Þúsundir funda haldnir til að skrifa undir "samninga" sem eru brotnir áður en blekið þornar. Hótanir um refsiaðgerðir, sem gilda bara fyrir sum ríki en ekki önnur. Fjármálareglur fyrir 10 % af aðildarríkjunum. Framkvæmdastjórar sem biðja stórfyrirtæki um 60 miljónir evrumútur til að trixa við lagasmíðina. 

Þessi vinnubrögð eru náttúrulega ekkert annað en svínerí út frá almennu siðferði vinnandi fólks. 

ESB vill komast yfir gjöful fiskimið Íslands. Svo einfalt er það. Yfir 90% af fiskistofnum í lögsögu ESB hrynja innan 10 ára að sögn þeirra sjálfra. Segja má að siðferðið í því, að láta framkvæmdastjórn ESB bera ábyrgð á lífi fiskistofna sé sömu gerðar og láta Adolf Hitler stjórna velferðarmálum Gyðinga. 

Íslendingar verða að vera við öllu búnir af kommissjónerunum í Brussel, sem notfæra sér bágt ástand eigin útgerða og fiskistofna til að æsa upp fólk til réttlætingar stríðsaðgerða gegn Íslandi og Færeyingum.

EES-samningur? Sama virði og pappírinn á salerninu. /gs

 


mbl.is Refsiaðgerðir brjóti ekki EES-samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband