Ríkisfjármál Bandaríkjanna á leiðarenda

usa_statsskuld_klocka2

Bandaríska klukkan tikkar stanslaust með skuldaaukningshraða um 10 miljónir dollara á mínútu. Þú getur smellt til að sjá skuldaklukkuna hér

Í grein Sænska Dagblaðsins 28. okt. skrivar Andreas Cervenka, að burtséð frá því, hver verði kosinn næsti forseti Bandaríkjanna, verði sá hinn sami að koma með beisk skilaboð til þjóðarinnar: Þið verðið að borga meira og fá minna. Sem sagt sömu skilaboð og þríeykið í Evrópu kemur með til landa eins og Grikklands, Ítalíu, Portúgals, Spánar og Írlands.

Ár 2007 sagði David Walker ríkisendurskoðandi USA í þættinum 60 minutes:

"Við þjáumst af efnahagskrabbameini. Það stækkar í okkur. Ef við förum ekki í meðferð mun það fá skelfilegar afleiðingar fyrir vort land."

Eftir að viðtalið var sýnt hefur ríkisskuld USA meira en tvöfaldast og skuldar hver Ameríkani meira en meðalárstekjur vinnandi manns. Þessi þróun hefur margversnað eftir að tenging dollars við gull var afnumin.

David Walker, sem í dag leiðir hreyfinguna Comeback America, segir að til þess að skilja stærð vandamálsins verði að leggja saman allar skuldbindingar ríkisins, t.d. lífeyrissjóði hersins og starfsmanna ríkisins og sér í lagi Medicare og velferðakerfið Social Security. Um þetta getur þú lesið á síðu samtakanna hér. Framundan er snarversnandi staða, sem hleypa mun skuldunum yfir 200 % af þjóðarframleiðslu og fjárlagahalla yfir 17 % komandi aldarfjórðung. Þá eru skuldabréf Medicare og Social Security ekki einu sinni tekin með í reikninginn. David Walker segir, að stjórnmálamenn, sem ekki vilja sjá vandamálið séu hluti vandans en ekki lausnarinnar.

"Sannleikurinn er sá að stærsti hallinn í landinu er vöntun á stjórnmálalegri leiðsögn."

Þegar Alan Simpson var spurður í samtali fyrir nokkru, hvað fólk ætti að gera, ef stjórnmálamennirnir geri ekkert í málunum, svaraði hann án þess að hugsa sig um:

"Fáðu þér helli í fjöllunum og lærðu að lifa á vatnsgraut og berjum."


mbl.is New York Times styður Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband