Plan B, C, D og E í stað hins afleita plans A!

  • Ef plan A felst í aðild að ESB þá hlýtur plan B að felast í því að ganga ekki inn í brennandi hús evrunnar og Evrópusambandsins. Þá er hægt að hrinda plani C í framkvæmd. Gera róttæka uppstokkun í ríkisrekstri og ná jafnvægi í fjármálum, tryggja jafnræði í lífeyrisréttindum, hefja litla atvinnurekandann aftur til vegs og virðingar, sækja fram með nýtingu orkuauðlinda og afnema gjaldeyrishöft í áföngum þar sem fyrsti áfangi er sá að heimila lífeyrissjóðum að fjárfesta í öðrum löndum. Samhliða verður að hlúa að vaxtarbroddum s.s. ferðaþjónustu og tæknifyrirtækjum ekki síst með því að tryggja þeim stöðugleika í skattareglum en hræra ekki stöðugt í lögum og reglum í þeim tilgangi að herða skatta- og eftirlitskrumlu ríkisins.

Þannig ritar Óli Björn Kárason í mjög athyglisverðri grein í Mbl. í dag: Plan B, C, D og E. Síðar í þeirri vel rökstuddu grein segir hann m.a.:

  • "Þegar menn telja sig hafa fundið stórasannleika – lausnina á öllum vanda – verða þeir blindir á allt umhverfi sitt. Plan A – aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru – er stórisannleikur Samfylkingarinnar sem hefur blindað forystu flokksins á þá ótrúlegu möguleika sem Íslendingar eiga. Verst er þó að í blindni sinni hafa samfylkingarmenn ekki sinnt mörgu öðru en sérstöku gæluverkefni forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá. Af hverju ættu þeir að ómaka sig þegar lausnin er fundin? 
  • Í sjálfu sér er ekkert við því að segja að stjórnmálaflokkur leggi allt sitt traust á aðild að ESB. Vandinn er hins vegar sá að kostnaðinn greiða allir landsmenn í formi verri lífskjara. Allt er látið sitja á hakanum og reka á reiðanum. Plan A hefur reynst Íslendingum dýrkeypt."

Menn ættu að kynna sér tillögur Óla Björns, "plan B, C, D og E", en sú er lokatilaga hans að "koma fríverslun í norðurhöfum á fót. Við getum kallað það plan E," segir hann og vísar þar til fyrri tillagna sinna frá 2010 um að "taka upp viðræður við stjórnvöld í Noregi, Kanada, Bandaríkjunum, Færeyjum og Grænlandi um viðskipta- og öryggishagsmuni landanna vegna Norður-Íshafsins og gerð fríverslunarsamnings landanna." -- jvj.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það væri vitið meira og ekki seinna vænna að fara að huga að þeim málum.

Helga Kristjánsdóttir, 23.8.2012 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband