Gaspur umboðslauss ESB-vinar á ráðherrastóli, m.a. um evru, ESB-fjárfestingar og sjávarútveg!

Össur Skarphéðinsson hefur ekkert umboð til að þykjast fulltrúi íslenzkra viðhorfa til evrunnar og Evrópusambandsins. Samt segir hann "það skoðun Íslendinga að þeir geti ekki haldið áfram inn í framtíðina með núverandi gjaldmiðil. Þeir þurfa nýjan gjaldmiðil sem verður stöðugur eins og evran verður í framtíðinni." -- Þetta er EKKI skoðun Íslendinga, við vitum nú betur: það horfir ekki vel fyrir "stöðugleikann" á evrusvæðinu, þetta er eitt mesta óróasvæði heimsins nú um stundir! -- jú, í efnahagsmálum (ekki stríðs), en fátt jafnast á við þann óróleika í heimi hér á því sviði.

Innantómt er því gaspur þessa einsýna utanríkisráðherra á frönsku sjónvarpsstöðinni France24 um gjaldmiðilsmálin, og það sama á við um þetta:

  • Össur sagði ennfremur að Íslendingar þyrftu á erlendri fjárfestingu að halda og reynslan sýndi að þegar lítil ríki gengu í Evrópusambandið ykist [fjárfesting frá hinum ESB-ríkjunum (á hér líkl. að standa, innsk. jvj.)] og þá einkum frá öðrum ríkjum sambandsins. (Mbl.is.)

Það er kannski tími til kominn að minna Össur á, að Samfylkingin hélt því fram fyrir kosningarnar 2009, að "það lagast allt bara við það að sækja um"!! Ekki rættist það nú, og traustið á Íslandi jókst ekki hætishót við það, og halda mætti, að ESB vinni markvisst að því að brjóta niður sjálfstraust og sjálfstæðis-vitund okkar og -viðleitni með því að "kenna" okkur að haga okkur rétt með því að hneigja okkur fyrir ofurkröfum þess til makrílsins og með yfirgengilegri frekju á sviði ólöglegs áróðurs þess og sendiherrans Timos Summa hér á landi. ENGAR nýfjárfestingar frá ESB-ríkjum fylgdu í kjölfar umsóknarinnar, þótt einnig Össur hefði verið með þessi ódýru áróðursbrögð að veifa miklum ávinningi bara af umsókninni sjálfri!

Hér má ennfremur vitna í orð Jóns Lárussonar lögreglumanns (sem ætlaði í forsetaframboð) á Moggabloggi hans:

Samfylkingin mun ásamt öðrum ESB-sinnum halda því fram að bara við það eitt að hefja viðræður, muni traust alheimsins aukast svo á okkur að gjaldeyrir muni fljóta inn í landið í formi erlendrar fjárfestingar, að öllum okkar áhyggjum muni verða varpað út í hafsauga. Bara það að hefja viðræður muni breyta öllu. ... Bara smá-pæling: Ef það að hefja viðræður er svona rosalega flott, af hverju eru fulltrúar alheimsins ekki á fullu að dæla pening inn í írskan og spænskan efnahag, þeir eru jú nú þegar inni??? Er fólk virkilega að halda það að fjárfestar vilji frekar fjárfesta hjá vonabís, heldur en þeim sem þegar eru komnir í klúbbinn? Írar hafa hafa ekki staðið frammi fyrir auknu fjármagni, heldur öfugt, erlend fyrirtæki hafa verið að loka starfssemi sinni í landinu með tilheyrandi atvinnuleysisaukningu.

Sjáið ennfremur ósvífin rökleysu-áróðurstök Össurar á því að glíma við spurningu fréttamanns France24:

  • Spurður um mikla andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið í röðum íslenskra sjómanna sagði Össur hana í raun ekki vera hjá sjómönnunum sjálfum heldur hjá útgerðarmönnum sem væru öflugustu andstæðingar inngöngu í sambandið á Íslandi. „Þeir vilja sitja einir á Íslandi og ekki standa í neinni samkeppni, skiljanlega,“ sagði Össur.

Maðurinn á að vita, að 2/3 íslenzku þjóðarinnar eru andvígir "inngöngu" landsins inn í þetta Evrópusamband og að andstaðan er meiri, ekki minni, meðal sjómanna heldur en menntastétta, og ennfremur er meiri andstaða við allt hans ESB-brölt úti á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Það er því fáheyrð fölsun að láta sem sjómenn séu ekki jafnvel andvígari ESB-innlimun heldur en hið háa hlutfall meðal þjóðarinnar allrar. Þeir, sem eru mjög andvígir ESB-inngöngu, eru ennfremur um eða yfir fjórum sinnum fleiri en þeir, sem eru mjög hlynntir slíkri "inngöngu", sbr. hér!

  • Þá hafnaði hann því sem goðsögn að miðin í kringum landið fylltust af togurum frá Spáni og Portúgal ef Ísland gengi í Evrópusambandið. "Þá goðsögn er aðeins hægt að drepa við samningaborðið."

Engin rök fylgja þessum fullyrðingum hans. Það er eins og hann þekki ekkert til grunnreglna Evrópusambandsins um jafnan aðgang ESB-þjóða að miðunum og aðrar íþyngjandi reglur þar, sbr. samantekt hér. Össur gengur ennfremur allsendis fram hjá reynslu Norðmanna í seinni "aðildar"-viðræðum þeirra 1993-1994, en þeir fengu þá engu þokað frá þessum grunnreglum, fengu aðeins örfárra ára aðlögunartíma, enda hafnaði norska þjóðin samningunum.

Þá er það ennfremur sjálfvalinn "strámaður" Össurar þegar hann slæst við þá sjálfvöldu karikatúr-hugmynd sína, hvort Íslandsmið "fyllist af togurum frá Spáni og Portúgal". Þau myndu seint "fyllast" og hlutirnir ekki gerast á svipstundu við innlimun í ESB, en nógu fljótt yrði þó einkarétti okkar varpað fyrir róða og hann fótum troðinn til þess að sjómenn sæju svo um, að ekki ætti Össur létt með að ganga glaðbeittur um meðal almennings.

  • ... Þá er talað við Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, sem segir Evrópusambandið vinna að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfi sínu og óvíst sé hver niðurstaða þeirrar vinnu verði. „Þannig að viðræðurnar [við Ísland] fara fram á grundvelli núgildandi löggjafar.“

Vitaskuld, og það er fráleitt að tala, eins og sumir hafa gert, út frá skýjaborgum um hugsanlegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfi Evrópusambandsins, sem hugsanlega verði hugnanlegri okkur, þegar ekkert er ljóst um það, hvenær eða hvort slíkt komi til. Reyndar var kerfið yfirleitt endurskoðað á um 10 ára fresti, en sífelld enduruppstokkun þess myndi EKKI gefa Íslendingum neitt betra færi (miklu fremur síminnkandi) á því að verja sig og sín mið -- enda væru þau ekki okkar mið samkvæmt grunnsáttmálum Evrópusambandsins!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Mögulegt eftir lausn evruvandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já hann Össur er aumkunarverður vegna þessa stöðu sem hann er búinn að koma sér í með lygum og undirferli...

Svo á hann örugglega eftir að væla yfir því eftir kosningar að Íslendingar séu svo vondir við sig og þeir skilji hann ekki...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.8.2012 kl. 08:10

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er staðreynd að það hefur engin þjóð þurft að láta frá sér fiskveiðiheimildir nér nokkrar aðrar auðlindir við það að ganga í ESB. Það er því rétt hjá Össuri þegar hann talar um "goðsöng" um þá fullyrðingu að hér fyllist allt af fiskiskipum annarra ESB ríkja. Þau munu einfaldlega ekki fá neoinar fiskveiðiheimildir út á aðild okkar. Fullyrðingar um annað eru ekkert annað en innistæðulaus hræðsluáróður til þess fallinn að blekkja fólk til andstöðu við ESB aðild.

Jafnvel þó við náum ekki fram neinum sérlausnum varðandi fiskveiðar í aðildarsamningi þá verður staðan þannig að ákvörðanir varðandi verndun fiskistofna og sjálfbærni fara til ESB það er ákvarðanir um heildarafla og svæðalokanir. Við munum hins vegar halda öllum þeim veiðiheimildum sem við erum með í dag og ráðum því hvaða útgerðir fá þær og hvaða skilyrði þær þurfa að uppfylla meðal annars um löndun til vinnslu hér á landi. Engar útgerðir frá öðrum ESB ríkjum munu því fá rétt til veiða hér úr staðbundnum stofnum okkar sem við einir höfum veiðireynslu í. Hvað varðar stofna sem við eigum sameiginlega með öðrum ríkjum þá munum við fá kvóta úr þeim í samræmi við veiðireynslu og það mun verða gagnkvæmur réttur bæði okkar og hinna þjóðanna til að sækja sinn hlut í lögsögu hvers annars. Reyndar eru þeir samningar sem við höfum gert við önnur ríki varðandi sameiginlega stofna þannig að samningsþjóðirnar mega sækja sinn hlut í lögsögu allra samningsríkja enda er það til hagsbóta fyrir allar samningsþjóðirnar.

Að vitna í Jón Val Jenson sem heimild sannar ekki neitt enda fáir sem gaspra og bulla jafn mikið um ESB á blogginu.

Samkvæmt mörgum skoðanakönnunum er meirihluti þjóðarinnar þeirrar skoðunar að við þurfum að fá stöðugri gjaldmiðil en krónuna. Össur er því ekki að bulla neitt þar. Meira að segja hörðust andstæðingar ESB hjá LÍÚ eru flestir búnir að kasta krónunni sem uppgjörsmynt og gera ársreikninga sínu upp í Evrum.

Sigurður M Grétarsson, 1.8.2012 kl. 09:07

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú lýgur hér strax í 1. setningu, SMG, og það stórt. Þótt eftir margfalt minna hafi verið að slægjast fyrir Spánverja að komast í fiskveiðar í brezkri landhelgi í Norðursjó en á Íslandsmiðum, gengu þeir spænsku hart eftir því að fá sinn ESB-tryggða fiskveiðirétt viðurkenndan þar og fengu það að endingu með úrskurði ESB-dómstólsins, sem hratt brezkri löggjöf sem hafði verið sérstaklega sett til að tryggja sem almestan einkarétt Breta - eða skipa sem þar voru gerð út.

Jón Valur Jensson, 1.8.2012 kl. 11:37

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

SMG er, vel að merkja, yfirlýstur félagi í Samfylkingunni og sífelld málpípa fyrir Evrópusambandið og herdeild þess hér á Íslandi. Innlegg hans eru jafnan því marki brennd og einkennast ekki af sannleiksleit í þessum málum.

Jón Valur Jensson, 1.8.2012 kl. 11:38

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í þessu mikilvæga plaggi: FISKVEIÐISTEFNA ESB OG KVÓTAHOPP(utanríkisráðuneytið, ágúst 2008), kom m.a. þetta fram (auðk. hér, jvj):

  • "Jafn aðgangur að hafsvæðum og auðlindum hafsins er meginregla í fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Meginreglan um jafnan aðgang (equal access) hefur gilt frá árinu 1970 þegar fyrsta reglugerð ESB um sjávarútvegsmál var samþykkt, [Nmgr.1: Reglugerð 2141/70 um sameiginlega stefnu í uppbyggingu sjávarútvegsins, 5. gr.] en hún kemur nú fram í 1. mgr. 17. gr. grunnreglugerðar 2371/2002. [Nmgr.2: 1. mgr. 17. gr. grunnreglugerðar 2371/2002 segir: Fiskveiðiskip sambandsins skulu hafa jafnan aðgang að hafsvæðum og auðlindum á öllum hafsvæðum sambandsins öðrum en þeim sem vísað er til í 2. mgr. (sérregla sem gildir innan 12 sjómílna lögsögu aðildarríkjanna) að virtum þeim reglum sem settar eru samkvæmt 2. kafla (hér er vísað til hvers konar verndarráðstafana).] Eftir 1983 hefur meginreglan um jafnan aðgang sætt verulegum takmörkunum en það ár var heildarstefna í sjávarútvegsmálum lögfest með þremur reglugerðum ..." [Bls. 2, nánar þar, en þessar reglugerðir myndu ekki veita okkur neinn einkarétt hér, þær horfa aðeins til stofnverndunar og fiskveiðitakmarkana Esb. (innsk. JVJ)]
  • "Við aðild Íslands að ESB yrðu fjárfestingar annarra ESB borgara og fyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi heimilar. Ekki mætti mismuna erlendum aðilum í óhag, enda ættu allir að sitja við sama borð." (Bls. 9.)
  • Með brezkri löggjöf árið 1983 var í varnarskyni fyrir sjómenn þar kveðið á um, að a.m.k. 75% hverrar fiskiskips-áhafnar "skyldi vera búsett í Bretlandi. Á þetta reyndi í Agegate-málinu, og var farið með það í Evrópudómstólinn, sem taldi "að með þessu væri brotið gegn ESB-rétti því þetta færi gegn tilgangi og markmiðum landskvótakerfisins." (Bls.5.)
  • "Evrópudómstóllinn úrskurðaði í s.k. Factortame-máli að umrædd skilyrði bresku laganna [annarra brezkra laga, innsk. jvj] um búsetu eða ríkisfang væru andstæð lögum Evrópusambandsins, einkum 43. gr. Rs. (áður 52. gr.)[Rs. = Rómarsáttmálinn] um rétt þegns og fyrirtækja til að stofna og starfrækja sjálfstæðan atvinnurekstur í öðru aðildarríki og einnig 294. gr. Rs. (áður 221. gr.) sem varðar jafnan rétt til fjárfestinga í félögum. Dómstóllinn tók jafnframt fram að heimilt væri að setja reglur um fiskiskip sem gerð eru út frá aðildarríkjunum, en óheimilt væri að tengja þær á einhvern hátt lögheimili eða þjóðerni eigenda útgerðar." (Bls. 6.)
  • "Rétturinn til að búa, starfa og fjárfesta hvar sem er í Evrópusambandinu er grundvöllur samstarfs aðildarríkjanna og því gefst lítið svigrúm til að banna einstaklingum og fyrirtækjum að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum annarra aðildarríkja." (Bls. 7.)

Jón Valur Jensson, 1.8.2012 kl. 11:44

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þá minni ég SMG á breytta afstöðu Samtaka iðnaðarins og meirihlutaandstöðu þar bæði við ESB og evruna, sjá hér: Meirihluti fyrirtækja í Samtökum iðnaðarins á móti evru og nær 3/4 á móti aðild að Evrópusambandinu, þar sem segir m.a. í upphafi:

""Andstaðan hefur ... aukist ... aldrei verið meiri," segir hér í Mbl.is-frétt af nýrri könnun meðal félagsmanna í SI. Hafa þó samtökin verið ítrekað misnotuð í þágu innlimunarstefnu. Mjög hlynnt "aðild" voru 12,8% fyrirtækja, mjög andvíg 35,9! Frekar hlynnt aðild voru 14,5%, frekar andvíg 22,8%. Í heildina segjast 74,4% fyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins vera á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu eða sennilega á móti aðild.

Andstaðan við upptöku evrunnar er líka áberandi og frétt fyrir suma: "45% svarenda sögðust á móti því að Ísland tæki upp evru, en 36,5% sögðust vilja að Ísland tæki upp evru.""

Jón Valur Jensson, 1.8.2012 kl. 11:49

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Valur. Ástæða þess að Spánverjar komust inn í breska landhelgi var fyrst og fremst sú að á tímum frjálshyggjustjórnar Margretar Tatcher var bresk löggjöf um þessi mál mun opnari en ESB reglur kröfðust allt í anda frjálshyggju. Við það komust spænskir aðilar inn og fengu hefðarrétt. Enda hefur þetta ekki verið vandamál hjá neinu öðru ESB ríki með sjávarauðlindir. Þetta var því val breta á sínum tíma. Eftir að sú stjórn var farinn frá í Bretlandi hefur þessum reglum verið breytt og nú hafa Bretar heimild til að skilyrða fiskveiðiréttindi við Bretland með tengslum við sjávarbyggðir í Bretlandi þar með talið skyldu til að landa aflanum til vinnslu í þeim og að meirihluti áhafnar komi frá þeim.

Því geta aðilar frá öðrum ESB ríkjum ekki fengið veiðiheimidir til þess að fara með aflan annað til vinnslu. Það er því alveg kýrskýrt að Spánverjar komast ekki inn í íslenska fiskveiðilögsögu til að veiða úr okkar auðlindum þó við göngum í ESB. Við munum ekki tapa neinum auðlindum við það frekar en aðrar ESB þjóðir. Fullyrðingar um slíkt eru ekkert annað en innistæðulaus hræðsluáróður. Ég hef því engu logið.

Og Jón. Þú ert svo sannarlega að kasta steini úr glerhúsi þegar þú segir skrif annarra um ESB "ekki einkennast af sannleiksleit".

Ég er ekki málpípa eins né neins heldur skrifa hér samkvæmt mínum skoðunum og til að leiðrétta bullið og rangrærslurnar sem hér eru skrifaðar og það sama á við annars staðar sem ég skrifa um ESB. Ég hef kynnt mér ESB vel og er sannfærður um að það sé okkur Íslendingum til mikilla hagsbóta að ganga í ESB. Ég stend því fyrst og fremst í þessu til að vinna þjóð minni gagn en ekki sem fulltrúi neins stjórnmálaflokks. Þú sjálæfur ert nú flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum sem alla tíð hefur unnið að sérhagmunum flokkseigendaklíkunnar á hverjum tíma gegn almannahgsmunum nú síðast með því að verja hagsmuni kvótagreifa gagn almannahgsmunum.

Sigurður M Grétarsson, 1.8.2012 kl. 12:04

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Upptekinn. Svara erkilygum seinna.

Jón Valur Jensson, 1.8.2012 kl. 15:36

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvað segir þú Jón. Ætlar þú að fara að svara þínum eigin skrifum?

Sigurður M Grétarsson, 1.8.2012 kl. 16:29

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sigurður!  Henti þér út af bloggi mínu og held facebokk minni líka, (þótt ættir átt að rekja til Önundarfjarðar,)   fyrir all nokkru síðan. Fyrir YFIRGENGILEGAR LYGAR og
ÓMÁLEFNALEGAR umræður. Því svo er þitt blinda ofstæki í ESB-trúboði þínu að
það er engu lægi líkt. Því gafst ég upp á að eiga við þig eitthvað vitrænt tal um
Evrópumál. Það eitt að viðurkenna það ekki einu sinni að með aðild Íslands að ESB
missir íslenzka þjóðin ÖLL YFIRRÁÐ sín yfir sinni helstu auðlind, fiskimiðunum, sýnir
hversu BLINT OFSTÆKI ÞITT ER!  Því meir að segja Össur viðurkennir það með því að segja við þurfum engar undanþágur í sjávarútvegsmálum, vitandi það að ENGAR undanþágur standa okkur þar til boða göngum við í ESB.

Helt Sigurður að þú værir aðeins farinn að vitkast í Evrópumálum horfandi upp á
ESB í upplausn og evrusvæðið í rjúkandi rúst. En blinda þín í hinni ÖFGAFULLRI
sósíaldemókrataískri alþjóðahyggju sem jaðrar við RASISMA gegn eigin þjóð,
virðist eiga að helga tilganginn.   Sem sagt að slátra íslenzkri þjóð sem
fullvalda og sjálfstæðri og koma henni sem fyrst undir ERLEND YFIRRÁÐ og
YFIRÞJÓÐLEGT VALD! Að hætti kommúnistanna í Sovétinu forðum. Enda ekki
tilviljun að fyrrverandi embættismenn kommúnista í Austantjaldslöndunum
forðum skulu nú gegna lykilhlutverkum í æðstu stöðum ESB með mikilli velvilja
ykkar sósíaldemókrata, sem dýrkir og dáið meiriháttar alla OFUR-miðstýringu
sem nú er að hella bölvun og volæða yfir þjóðir ESB.

Að lokum Jón Valur félagi bið ég þig að eyða ekki of miklum dýrmætum tíma þínum í að  reyna að rökræða við eins mikinn ofsatrúarmann í Evrópumálum og Sigurð M
Grétarsson.  Ég gafst upp á því fyrir löngu og lokaði á hann. 
 
 
 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.8.2012 kl. 17:39

11 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Hér eru nokkrir áhugaverðir linkar um ofveiði EU:

http://www.neweconomics.org/publications/fish-dependence-2012-update

http://youtu.be/XqAI3A_Vrpw

Overfishing costs Europe 3.5 million tonnes of fish a year

http://frankpope.co.uk/2012/02/10/overfishing-costs-europe-3-5-million-tonnes-of-fish-a-year/

Overfishing in the European Union

Overfishing in the European Union from Fanny Wacklin Nilsson on Vimeo.

Overfishing 'costs EU £2.7bn each year' http://www.bbc.co.uk/news/science-environment-16979976

Overfishing by European trawlers could continue if EU exemption agreed http://gu.com/p/35mty

Overfishing Costs the EU Economy €3.2 Billion http://www.triplepundit.com/2012/02/overfishing-costs-eu-economy-32-billion/

Why do Europe’s taxpayers fund overfishing overseas? http://www.greenpeace.org.uk/blog/oceans/why-do-europe’s-taxpayers-fund-overfishing-overseas-20120710

End overfishing: 100,000 EU citizens ask European Parliament to save Europe’s fish http://www.wwf.eu/?203709/End-overfishing-100000-EU-citizens-ask-European-Parliament-to-save-Europes-fish

Protest urges EU to end overfishing http://gu.com/p/3vgc3

http://www.independent.co.uk/environment/nature/reforms-will-not-stop-overfishing-7844086.html

Report sheds light on EU support for overfishing http://brussels.cta.int/index.php?option=com_k2&id=4254&view=item&Itemid=

JFA president requests EU commissioner to address over fishing capacity http://oprt.or.jp/eng/2012/07/jfa-president-requests-eu-commissioner-to-address-over-fishing-capacity/

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 1.8.2012 kl. 18:10

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Langur var þessi dagur hjá mér í fjarveru, meðan dýrið lét illa.

En jafnvel þessi SMG átti að vita, að það er meiri háttar lygi að halda því fram, að ég sé "flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum"! Ég sagði skilið við hann vegna Icesave-málsins, þegar stór meirihluti þingflokks hans sat hjá í afgreiðslu fyrirvarafrumvarpsins.

Ég hef ekki fundið neina ástæðu til að ganga í hann aftur, nema síður sé!

Flokkurinn er t.d. orðinn gersamlega afkristnaður og tekur þátt í öllum andkristilegum lagafrumvörpum sem bráðfeig vinstri blokkin ber fram.

Litlu skárri er flokkurinn í Nubo-máli og jafnvel Esb-málinu!

Jón Valur Jensson, 1.8.2012 kl. 23:52

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

SMG þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því, að svari hans hér verði ekki svarað, til viðbótar við það sem þegar er komið hér fram. En senniega er hann alveg óvitandi um veiðar Ítala í fiskveiðilögsögu Svíþjóðar, í ofanálag við það hvernig Spánverjar hada áfram ágengni sinni á miðum Skota og Englendinga.

Jón Valur Jensson, 2.8.2012 kl. 11:47

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kunnugur maður segist ekki kannast við að það sé skylda meginlandsútgerða, sem veiða í lögsögu Bretlands, að landa í brezkum höfnum eða hafa þarlenda áhöfn. "Belgar og Frakkar eru að veiða kola og skelfisk við Bretland og þeir fara með aflann heim til sín"," bætir hann við.

Jón Valur Jensson, 2.8.2012 kl. 22:55

15 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú lætur ekki taka þig í bólinu, Jón Valur. Það er gleðilegt að Ísland skuli eiga slíkan varðmann gegn áróðursmeisturum ESB. Takk fyrir.

Ragnhildur Kolka, 3.8.2012 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband