Einhver er "ekki sáttur við Evrópustofu!"

Í bítið heitir þátturinn, sem þetta viðtal birtist í, og því ekki út í hött að birta þetta aftur í bítið og nú með vefslóð á viðtalið, þar sem formaður Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland ræddi um áróðursmál Evrópustofu og Evrópusambandsins á Íslandi (á Bylgjunni 27. janúar 2012, undir yfirskriftinni Jón Valur Jensson er ekki sáttur við Evrópustofu).

Þrátt fyrir hratt hrapandi fylgi við "inngöngu" í Evrópusambandið, bæði á Íslandi og í Noregi, virðist þetta viðtal enn halda gildi sínu við endurhlustun, og sjálfsagt mál er að hafa vefslóð á það hér.

Undirritaður verður í Útvarpi Sögu í hádeginu þennan þriðjudag, kl. 12.38-58, með sitt vikulega erindi og víkur þar nokkuð (sem oftar) að ESB-málum. Varaformaður samtakanna, Gústaf Adolf Skúlason, er vikulega í viðtali morgunhananna á sömu útvarpsstöð allsnemma á mánudagsmorgnum. --JVJ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband