Fjárkúgun með lokkandi evruskuldabréfum í þágu vaxandi fullveldisframsals?

Angela Merkel kanzlari virðist vilja "blackmaila" evruríkin: Evruskuldabréfin, sem hún hafði sagzt ALDREI myndu samþykkja, meðan hún lifði, er hún nú reiðubúin að opna á, EF Evrópusambandinu er látið í té fullnaðarvald yfir fjárlagagerð ESB-ríkjanna!!

Það var sjálfur Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýzkalands, einn voldugasti maður ESB, sem staðfesti þessa "stefnubreytingu" Merkel í viðtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal í dag.

Eins og varaformaður samtakanna, sem standa að þessari vefsíðu (fullveldi.blog.is), sagði í bréfi til mín, er þetta reyndar "samningataktík, sem Þjóðverjar og Frakkar hafa beitt lengi: þeir hittast fyrst og semja tillögur og þá hafa þeir alltaf eitthvað með til að semja um og "gefa eftir". Þegar þau hafa gert það ná þau þeim markmiðum, sem þau í upphafi vildu ná." (Gústaf Adolf Skúlason, sem margir þekkja að góðu vegna snarpra Morgunblaðsgreina hans um efnahags- og sjávarútvegsmál.)

Ekkert lát virðist á þeim upptekna hætti ráðamanna í Berlín og París að ráðskast með minni ríkin í Evrópusambandinu, eins og sést af framangreindum tíðindum. Ekki mun það lægja í þeim rostann, þegar atkvæðavægi þeirra eykst stórum hinn 1. nóvember 2014, samkvæmt Lissabon-sáttmálanum, þegar Frakkland fer úr 8,41% atkvæðavægi í ráðherraráði og leiðtogaráði ESB í 12,88% og Þýzkaland úr 8,41% í 16,41%! Ef land okkar yrði þar eitt inntökulandið, fengjum við þar í mesta lagi 0,06% atkvæðavægi! Og þarna er um að ræða einhverjar voldugustu stofnanir Evrópusambandsins: ráðherraráðið er t.d. með æðsta löggjafarvald yfir sjávarútvegsmálunum!

Það er líklega yfir þessum dýrðarinnar ávinningi, 0,06% vægi, sem Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, ranghvolfir augunum í himneskri sýn í leiðara þar í dag. En BARA AUKNINGIN 1.11. 2014 hjá hinum nú þegar valdfreku Frökkum og Þjóðverjum (aukningin samtals 12,47% alls atkvæðavægis í ráðunum tveimur) er næstum 208 sinnum meiri en það litla atkvæðavægi sem Litla-Ísland fengi. Já, þá væri sannarlega orðin ástæða til að tala aftur um Litla-Ísland, sem þá væri komið upp á náð og miskunn þessara gömlu stórvelda og annarra aflóga nýlenduvelda, Spánar, Bretlands og Ítalíu, svo að þau helztu séu hér nefnd. Öll auka þau vægi sitt 1. nóv. 2014, samtals þessi fimm ríki úr núverandi 41,47% í 62,81%.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Þýskaland tilbúið í evruskuldabréf?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Uss!! Við smþykkjum aldrei-i,það eru enn til ráð.

Helga Kristjánsdóttir, 28.6.2012 kl. 22:09

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Alltaf gott að sjá Z-una í íslensku ritmáli. 

Afstaða Merkels er sú sama og afstaða okkar  íslenzku Jóhönnu. Afstaða sem er að vilja ráða öllu eða hafa verra af. 

Eingöngu hótanir. Hún skal ráða öllu.!

Gunnar Rögnvaldsson hefur í bloggi sínu, verið að lýsa dauðastríði ESB (og/eða Evrunar) . Það eru a.m.k. 55 % af íslendingum sem eru sammála því að við eigum ekkert erindi þarna inn, og fer hækkandi og því ber að fagna

Þau hin 45 % eru að sannfærast smátt og smátt og fagna ég hverjum þeim sem sjá og sannfærast um villuna.

Þess vegna er ég ekki áhyggjufullur yfir því hvaða "vægi"Þýskalands eða Frakklands, hefur innan vonlausra samtaka. Það er spurning sem þjóð þeirra verður að svara og eða hafa áhyggjur af.

Frakkar áttu sér smá von þegar þeir spyrntu við fótum gegn fólksfækkun landsins  fyrir 25 árum,og greiddu sérstaklegar peningagreiðslur  tilforeldra með hverju barni sem fæddist, settu höft á útsteymi gjaldeyrisog byggðu upp nýja stefnu til framtíðar. 

Þetta virkaði fínt, þar til að Frakkar stigu út af línu sem mótuð var frá 1985 og tóku upp EVRU. (þvílíkt hrun sem varð í efnahagslífi almennings í Frakklandi þá í kjölfarið) 

Þjóðverjar hafa verið í launastoppi í 14 ár. Þeir hafa verið að fela atvinnuleysi hjá sinni þjóð sl. 7 ár.  Nú vilja þeir fá launahækkun!!!  Það er ekki holt að etja almenningi margra þjóða saman. Saga Evrópu er ekki með ESB tilburðum, né ákvörðunum ESB til jöfnunar í krafti verndunar gjaldmiðils. 

Það má ekki verða til samasemmerki þ.e.  Kristin trú =Kommúnsismi= ESB.

Boðskapurinn er sá sami!

Skilaboðaskjóður  ESB eru í sama hlutverki og skilaboðaskjóður íslenzkrar ríkisstjórnar hafa verið hér á íslandi.  

Eingöngu rangfærslur.

Rangfærslur  á staðreyndum, staðreyndum  sem blasa hafa við öllum hugsandi mönnum.

Að bera það á borð fyrir íslendinga að okkur sé betra borgið innan ESB, og segja opinbert að okkur sé  betur borgið innan þeirrar ringulreiðar sem þar er við líði í  ástandi sem á að  eftir að versna, er einhver brenglun sem ég get ekki útskýrt. 

Eina skýring sem ég get fundið er að við búum við brenglaða Ríkisstjórn og 45 % villuráfandi (heilaþvegna) einstaklinga.

Ég segi brenglaða því því að réttfættur maður sparkar með sterkari fætinum til að skora mark.  Þessi Ríkisstjórn hefur sparkað með vinstri og kiksað í hverju sparki.

Eggert Guðmundsson, 28.6.2012 kl. 23:12

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Halló, þetta er ekkert nýtt. Þjóðverjar hafa allan tímann, sagt að það komi hugsanlega til greina, að bjóða upp á evrubréf - þegar búið er að útbúa þetta beislisfyrirkomulag.

Ítrekað hefur Merkel ásakað aðila, að setja "the cart before the horse" þegar beðið er um peninga strax.

Hún hefur alltaf sagt þetta - að peninga fáist, gagnvart og aðeins gagnvart afnámi fullveldis.

En vandi Merkelar er að skv. úrskurði Stjórnarskrárdómstóls Þýskalands frá sl. hausti, þá má Merkel ekki lofa þýskum skattpeningum - nema og aðeins nema, að hvernig þeir peningar verði notaðir verði undir þýskri forsjá.

Þannig, að verðið hefur legið síðan fyrir - þið fáið pening, ef þið afhendið lyklavöldin á fjármálaráðuneytum ykkar, til stofnan þ.s. við komum til að ráða mestu.

Merkel er þarna bundin í báða skó af túlkun Stjórnlagadómstólsins á stjórnarskrá Þýskalands. 

Merkel má einungis samþykkja e-h annað en þetta, ef það samkomulag fer þá fyrist í almennt þjóðaratkvæði innan Þýskalands.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.6.2012 kl. 23:17

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hvað með skuldastöðu Evrópuríka til Þýskalands? 

Hverning ætlar Merkel að útskýra stratiska þýska uppbyggingu skulda  Evrópuríka til Þýskalands, á sama tíma og hún þarf að spyrna við fótum gegn launahækkunuarkröfum vinnuafls, atvinnuleysi , aukinni skuldasöfnun ríkisins, fólksfækkun og auknum ríkisskuldum þýskra  þegna í þágu velferðar annarra ríkja Evrópu?

Eggert Guðmundsson, 29.6.2012 kl. 00:50

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Merkel virðist hafa veitt mikilvæga eftirgjöf á föstudagsmorgun. Nú geta aðildarríki fengið lán til banka í vandræðum, án þess að ríkissjóðir taki ábyrgð á þeirri lánveitingu. Samkomulagið tekur gildi, þegar nýtt sameiginlegt bankaeftirlit hefur verið sett á fót innan Seðlabanka Evrópu.

Þetta er samkomulag sem Spánn, Ítalía og Frakkland knúðu fram snemma í morgun.

Sjá: Spain wins restructuring deal for banks

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.6.2012 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband