Athyglisverðar skoðanakannanir á Vísi.is og Bylgjunni (Reykjavík síðdegis)

22. og 24. maí fóru þessar kannanir fram og niðurstaðan ótvíræð: tvöfalt fleiri sögðust vilja hætta við viðræður við ESB heldur en þeir, sem vildu áframhald þeirra, ef þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um málið. Þá vildu 69% þjóðaratkvæði um það, hvort halda eigi aðildarviðræðum áfram, en einungis 29% vildu ekki slíka atkvæðagreiðslu. Þarna sátu 4% hjá um fyrrnefnda atriðið, 3% um það seinna. Nánar hér neðar.

Össur Skarphéðinsson og Jóhönnustjórnin hafa ALDREI fengið umboð þjóðarinnar til að sækja um inngöngu í erlent stórveldi, og allan tímann frá umsókn þeirra hafa allar skoðanakannanir sýnt andstöðu þjóðarinnar við að ganga í gímaldið. Þetta láta þau í ríkisstjórninni sig engu varða -- virða þjóðarviljann að vettugi, en hitt hikar utanríkisráðherrann ekki við: að fara um blaðskellandi í oflæti í sínar Brusselferðir, talandi um þessi mál eins og ætla mætti, að hann hefði til þess umboð þjóðarinnar!

Jón Valur Jensson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband