Ótrúleg er ófyrirleitni stjórnarliðsins: IPA-styrkir, þvert gegn íslenzkum lögum, eru markmiðið sem tefur þinglok!

"Þá leggur ríkisstjórnin mikla áherslu á að tillaga um hina svokölluðu IPA-styrki verði samþykkt en drjúgur hluti styrkjanna fellur niður 18. júní," segir í fréttum Rúv. Enn frekari lækkun veiðigjalds hefur náðst fram í dag, en IPA-málið afhjúpar Esb-þjónkun Samfylkingar og viðhengis hennar, þess sem eftir er af Vinstri grænum. Þau hefðu getað lokið þingi í dag, en Samfylkingin vill fyrir alla muni drösla þessum IPA-styrkjum Evrópusambandsins yfir saklausa þjóðina til að þókknast stórveldinu, þó að það kosti yfirtroðslu skatta- og tollalaga og mismunun fólks og fyrirtækja þvert gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Ótrúlegast er, að Vinstri græn ætla að fylgja Samfylkingu í þessu. -JVJ.
mbl.is „Treystum ekki ríkisstjórninni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er enginn ástæða til þess að treysta þessari ríkisstjórn, þvert á móti hefur hún sýnt allstaðar að henni er ekki treystandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2012 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband