"Sterkara Ísland" fær 5 milljónir úr vösum skattborgara til HERFERÐAR - að eigin sögn - gegn fullveldisréttindum lýðveldisins

Þetta kom í ljós við 2. úthlutun styrkja á vegum Alþingis "til já- og nei-hreyfinga". Þar er 1. liður (og stærsta fjárveitingin) þessi: "Sterkara Ísland, styrkur að fjárhæð kr. 5.000.000 til neðangreinds verkefnis: Kynningarherferð um helstu sjónarmið." Þeir velja sjálfir orðið "herferð", og herferð er þetta gegn sjálfum grunni lýðveldisins, enda vilja "ESB-sinnarnir" fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar FEIG.

Er þetta nú eðlilegt, góðir lesendur: að á sama tíma og meðvirk eða máttvana stjórnvöld okkar blaka ekki hendi við því, að Evrópusambandið brjóti hér landslög og Vínarsamninginn um skyldur sendiráða, m.a. með því að sendiherrann Timo Summa fari hér predikunarferðir um landið, þvert gegn skyldum sínum við gistilandið, og með 230 milljóna fjáraustri til áróðurs fyrir inntöku Íslands í þetta stórveldabandalag, -- á sama tíma veiti Alþingi þeim samtökum mestan styrk af okkar skattfé, sem hafa að markmiði sínu "kynningarherferð" í þágu hins sama Evrópusambands? Af stílbrögðunum má ráða, að um áróðursherferð verður að ræða.

Þau samtök, sem vilja EKKI að Ísland verði hluti Evrópusambandsins og styrki fengu í þetta sinn, voru eftirfarandi: 

Evrópuvaktin, styrkur að fjárhæð kr. 1.500.000 til neðangreindra verkefna 

  1. Málþing.
  2. Úttektir.

Heimssýn, styrkur að fjárhæð kr. 4.500.000 til neðangreindra verkefna:

  1. Sérblað um Evrópusambandið, umsókn Íslands og fullveldið.
  2. Stuttmyndaröð um Evrópusambandið og Ísland.

Ísafold - félag ungs fólks gegn ESB, styrkur að fjárhæð kr. 1.500.000 til neðangreindra verkefna:

  1. Kynningarherferð í fjölmiðlum og prentun bæklinga.
  2. Alþjóðleg ráðstefna um Evrópusamrunann.

Samstaða þjóðar, styrkur að fjárhæð kr. 1.000.000 til neðangreinds verkefnis:

  1. Vefsíðuhönnun og vefsíðugerð.

Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu (ESB) og tengslum þess við Ísland, styrkur að fjárhæð kr. 1.000.000 til neðangreindra verkefna:

  1. Undirbúningur, útgáfa og dreifing greinasafns í formi ritraðar um ESB-málefni.
  2. Vefsíðuhönnun og vefsíðugerð.

Síðastnefndu samtökin eru þau, sem standa að þessari bloggsíðu, Fullveldisvaktinni (fullveldi.blog.is). Nánari upplýsingar um þau er að finna á höfundarsíðunni og í 1. grein bloggs okkar.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Já- og nei-hreyfingar fá styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hvaðan koma þessir peningar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.5.2012 kl. 23:16

2 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Þeir koma úr ríkissjóði.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 31.5.2012 kl. 23:28

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Heyrðu kallinn minn.

Já hreyfingar fá 9,5M

Og NEI hreyfingar fá 9,5M

Þetta er jafnt. 50/50.

Hvaða rugl er þetta Jón Valur?

Ég hvet fólk til þess að lesa fréttina.

Það eru svona færslur sem láta NEI hreyfingar missa trúverðugleikann sinn. 

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 1.6.2012 kl. 08:43

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta kom alveg fram í pistli mínum, að nei-hreyfingar fengu samanlagt helminginn, og það vissu líka allir, sem eitthvað vita um þessi mál. En Sl. og Hv. eru piltungar sem hafa lýst sig hæstánægða með, að þessar 9,5 milljónir til hreyfinga, sem segja "já" við fullveldisafsali, komi til viðbótar þeim milljónum, sem þær hafa þegar fengið, og þeim 230 milljónum sem Evrópusambandinu er leyft hér, óátalið af utanríkisráðherra og Alþingi, að leggja hér fram til áróðurs í sjáfstæðu ríki, áróðurs fyrir innlimun þess í stórríkið! -- og það þrátt fyrir ábendingar fyrrv. sendiherra okkar, Tómasar Inga Olrich, um að þetta sé ólöglegt inngrip í málefni annars ríkis!

Ekki er þessi auma meðvirkni stórmannleg af ykkur kumpánum gagnvart lýðveldinu!

Og hvernig er það: Ætlar enginn þingmaður að koma sér að þvi að leggja fram þingályktunartillögu eða frumvarp um ólögmæti þessarar áróðursherferðar Evrópusambandsins gagnvart lýðveldinu og íslenzkri þjóð? Voru t.d. þingmenn Vinstri grænna, sem segjast vera á móti því að fara þarna inn, en greiddu þó atkvæði með umsókn Samfylkingarinnar 2009, fyrir fram meðvitaðir um og hlynntir því, að þetta gæti gerzt og mætti jafnvel gerast?!!!

Og hvar eru þingmenn Framsóknarflokksins? Geta þeir ekki lagt fram slíka ógildingartillögu á Alþingi? Og hvað um þingmenn Sjálfstæðisflokksins, samflokksmenn Tómasar Inga Olrich: Rennur þeim ekki blóðið til skyldunnar að beita sér í þessu máli? Eða rennur ekki blóðið í þessum Bjarna Benediktssyni, og eru hinir þingmennirnir lamaðir af framtaksleysi og auðsveipni við foringjann í vesaldóminum?

Jón Valur Jensson, 1.6.2012 kl. 09:30

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það vantar einarðan, fullveldissinnaðan og sjálfstæðistrúan flokk á Alþingi.

Jón Valur Jensson, 1.6.2012 kl. 09:31

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er ekki rökrétt og heiðarlegt að gera hlé á aðlögunar-umsókninni, á meðan verið er að kynna almenningi allar hliðar á aðildinni?

Það er til lítils að koma með rándýra, en þó nauðsynlega óháða kynningu, eftir að búið er að aðlaga stjórnarskrá og regluverk svo mikið að þessu sundraða "sambandi", að ekki er hægt að hætta við.

Það er nú búið að viðurkenna að þjóðaratkvæðagreiðslan verður bara ráðgefandi, og af fenginni reynslu af ESB-stjórnvöldum, er engin von um að tillit verði tekið til þannig þjóðar-skoðanakönnunar.

Atburðarrásin í þessu ESB-ferli öllu er ekki í réttri og lýðræðislegri röð.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2012 kl. 09:58

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Anna Sigríður. Það er reyndar komin ný tillaga um að hætta þessari Esb-vitleysu, frá Jóni Bjarnasyni, VG, og Atla Gíslasyni, nú utan flokka. Nánar um það síðar.

Jón Valur Jensson, 1.6.2012 kl. 10:16

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er Hægri Grænir ekki fínn flokkur?

Sleggjan og Hvellurinn, 1.6.2012 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband