Grænir eru vesalingar, sem gera aðlögunarferli Íslands að ESB mögulegt

Vesælum grænum, sem enn taka þingstólinn fram yfir hagsmuni þjóðarinnar, verður sífellt meiri fótaskortur á tungunni til að útskýra fyrir kjósendum, að þeir séu ekki sá aðili, sem gerir aðlögunarferli Íslands að ESB mögulegt. Án stuðnings VG við Samfylkinguna væri aðildarferli Íslands að ESB sjálfhætt.

Rök innanríkisráðherrans um að nauðsynlegt hafi verið að segja nei við tillögu Vigdísar Hauksdóttur um þjóðaratkvæði um aðlögunarferlið, vegna þess að brýn nauðsyn sé á að fá fljótt þjóðaratkvæði um aðlögunarferlið, minnir mig á áfengissjúklinginn, sem fékk sér í glas vegna þess, að það væri svo mikilvægt að hætta að drekka. 

Er kjósendum Vinstri grænna skemmt? Kjósendur munu refsa VG í næstu kosningum og Samstaða tekur broddinn af þeim atkvæðum.

Gamall sannleikur í viðskiptum: Ef þú afgreiðir ekki það sem þú hefur lofað þarft þú að greiða tólfföldu verði til baka til að endurvinna viðskiptatraustið.

Ég vona, að morgunbænin hjálpi.

Hér fyrir neðan er bréf mitt til Ögmundar Jónassonar á heimasíðu hans: 

LEIKUR TVEIMUR SKJÖLDUM


Sæll Ögmundur.

Hvernig líður þér í hlutverki stjórnmálamannsins, sem leikur tveimur skjöldum? 

"Það hefur aldrei verið vitlausara en nú að ganga í Evrópusambandið." 
Og: 
"Ég segi nei við að þjóðin megi fái að greiða atkvæði um aðildarferli ríkisstjórnarinnar að Evrópusambandinu." 

Til þess að komast úr þeim pólitíska skækjudal, sem þú ert búinn að koma þér í, verður þú að endurgreiða kjósendum þínum tólffalt högg á upplogið og uppáþvingað ESB-aðildarferli krataklíkunnar. Hér er smáhjálp. Morgunbæn: 

Góði Guð. Hjálpa þú mér í dag að verða betri maður til að framkvæma heit mitt að stöðva aðlögunarferli Íslands í ESB. Hjálpa þú mér að skilja kjósendur mína, svo ég valdi þeim ekki vonbrigðum og sársauka í einfeldni minni, að halda að ráðherrastóllin geri mig æðri öðrum.

Með kærri kveðju,
því lengi má manninn reyna. 
Gústaf Adolf Skúlason.

mbl.is ESB-viðræðurnar á fulla ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband