Hingað og ekki lengra, Evrópusamband!

Stjórnvöld reyna nú að beita sér gegn ofveiði Rússa á karfa. Annar vandi er þó stærri.

  • Fyrir liggur að makríllinn kemur hingað á beit á hverju sumri og étur meira en milljón tonn út úr lífríkinu til að fita sig um fleiri hundruð þúsund tonn. Til þessara staðreynda vilja hvorki Norðmenn né Evrópusambandið taka tillit. Að þeirra mati eigum við ekkert tilkall til þess að veiða þennan fisk. Hlutverk okkar sé einungis að fita hann fyrir þá sjálfa. Þeir kalla veiðar okkar óábyrgar en á undanförnum áratugum hafa þessar þjóðir veitt þennan fisk í sameiningu langt umfram tillögur Alþjóðahafrannsóknaráðsins.

Þannig skrifar Hjörtur Gíslason, ritstjóri Útvegsblaðsins, í 5. tölublað þessa 13. árgangs þess (maí 2012), þ.e. í leiðaranum Hingað og ekki lengra. Þetta ritar hann í tilefni þess, að "makríldeilan stendur nú sem hæst, þegar styttist í að veiðar okkar á þessum verðmæta fiski eru að hefjast."

Já, nú stendur í raun sem hæst mjög alvarleg milliríkjadeila okkar við það sama Evrópusamband, sem eys hér á sama tíma af hundraða milljóna sjóðum sínum til "kynningar" og áróðurs til að fá Ísland inn í ríkjasambandið (engin furða, þegar efnahagslögsaga okkar er í raun rúmlega áttfalt stærri en landið eitt). Já, þessi óleysta deila og þessi áþján af hálfu ESB stendur enn yfir, þegar fulltrúar Evrópusambandsins eru farnir að birtast hér á fundum og í fjölmiðlum til að gylla fyrir okkur "kostina" við að "ganga í" stórveldið!

Við skulum ekki gleyma því, að eitt af því, sem ESB-sinnar hamra á sem "reglu" í ríkjasambandinu, er "hlutfallslegur stöðugleiki". En þar undanskilur Evrópusambandið svo sannarlega hvalveiðar, selveiðar og hákarlaveiðar, rétt eins og tófu- og svartfuglaveiðar! Það gefur engin "fyrirheit" um veiðar á neinu af þessu, a.m.k. ekki á sjávarspendýrunum.

Það er alfarið rangt að treysta og reiða sig á "regluna um hlutfallslegan stöðugleika", því að hún er í 1. lagi forgengileg, í 2. lagi forgengileg og í 3. lagi forgengileg -- fýkur út í buskann, þegar henni verður stórlega breytt eða skóflað út, eins og rætt hefur verið í Brussel, enda er hún í 1. lagi ekki partur af sáttmálum ESB, og í 2. lagi er hún í verulegu ósamræmi við grundvallarregluna sem gildir þar um jafnan aðgang allra ESB-þjóðanna að fiskveiðiauðlindum landanna.

En skoðum þó möguleikann á því, að "reglunni" yrði komið hér á við inntöku/innlimun Íslands í ESB, t.d. á næsta ári. Þá gætum við nánast gleymt makrílveiðum okkar, sem skiluðu okkur 24 milljörðum króna í þjóðarbúið árið 2011. "Reglan" sú arna byggir nefnilega veiðirétt á veiðireynslu. Þar fengi ESB einmitt tangarstað á okkur: gæti vísað til eigin veiðireynslu á liðnum árum gegn okkar litlu reynslu. Veiðireynslutímabilið geta þeir stillt af eftir eigin höfði (eða höfðum háværra þrýstilanda fremur en -hópa innan ESB), enda er það hvort sem er misjafnt eftir tegunum og svæðum. Þó að mestallur makríll færðist hingað, gæfi það okkur þá engan yfirburðarétt, hvað þá einkarétt, á að veiða hann, þ.e.a.s. ef við værum í ESB, heldur fengju Skotar, Írar og aðrir að ganga í hann hér í stórum stíl í takt við veiðireynslu sína á liðnum árum. Fiskveiðistjórnunin væri auk heldur ekki hjá Hafró -- nei, vinir, hún yrði í Brussel.

Eftir að hafa leikið okkur grátt í þessum efnum gæti svo ESB afnumið "regluna um hlutfallslegan stöðugleika" um 5 til 10 árum seinna, eins og tillögur voru um í grænbók þess sjálfs fyrir um fjórum árum, og þá gætu skip ESB-ríkja vaðið hér um alla landhelgina að ausa upp öllum fisktegundum milli 12 og 200 mílna (nema í tilfelli svæðalokana ... að fyrirlagi ESB!).

En meira af þessu makrílmáli hér í framhaldsgrein: "Stríðsaðgerð af hálfu ESB" (sagði hver?!).

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Athugasemdir við Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Er ekki hjákátlegt af okkur að heimta að Rússar minnki við sig Karfaveiðar, meðan við mokum upp Makríl ?

Þurfum við ekki að vera sanngjörn á báða bóga ?

Birgir Örn Guðjónsson, 26.5.2012 kl. 07:54

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú átt við, að við eigum að lúffa fyrir kröfum Evrópusambandsins um að við tökum ekki ca. 15 eða 18% (hvað þá 40%) af makrílveiðum NA-Atlantshafs, þótt það sé gert INNAN okkar efnahagslögsögu? Karfaveiðar Rússa eru reyndar UTAN okkar efnahagslögsögu.

Við erum alveg nógu sanngjörn í veiðisókninni gagnvart makrílnum. Það hafa Evrópusambandsríki hins vegar EKKI verið.

Jón Valur Jensson, 26.5.2012 kl. 08:33

3 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Dráttur varð á birtingu framhalds um þessi mál; kemur rétt strax.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 26.5.2012 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband