Fráleitt af ESB-hneigðum fjár­málaráðherra að þykjast verja sjávarútveginn

Þessi ESB-maður, Bene­dikt Jó­hann­es­son, þarf að fara að láta af sinni áreitni við Lýðveldið Ísland, gjaldmiðil þess og stofnanir.

  • "Nefndi hann sem dæmi að krón­an lagaði sig ekki að þörf­um sjáv­ar­út­vegs­ins og jafn­vel held­ur ekki ferðaþjón­ust­unn­ar, eins og sjá mætti í dag.
  • Þá væri ís­lenskt sam­fé­lag að missa til út­landa ýmis tæknistörf vegna geng­is krón­unn­ar." (Mbl.is)

Þetta er maður sem er í aðstöðu til þess að margfalda gjaldheimtu af ferða­mönnum til að halda aftur af offjölgun þeirra (með bæði skemmandi áhrifum á náttúruna og með skaðræðis­áhrifum á krónuna og stöðu útflutn­ings­greina); ennfremur yrði slík aukin gjaldtekja bein leið til að fá meiri tekjur af ferða­mönn­um fyrir ríkissjóð til að sinna krefjandi tímabærum skyldum, umfram allt í samgöng­umálum og til þyrlu­sveitar Landhelgis­gæzlunnar.

En nei, hann lætur sér nægja að kyrja sína gömlu möntru um að kasta krónunni! Þó getur hann líka reynt að hrista af sér slyðruorðið með því að ganga í það nauðsynjaverk með Bjarna frænda sínum að sjá svo um, að annaðhvort gefist Már seðlabankastjóri* upp fyrir kröfum jafnt verkafólks sem samtaka atvinnu­rekenda (þ.m.t. sjávarútvegs) að lækka stýrivexti duglega (niður í t.d. 2%), en það mundi minnka aðstreymi fjármagns frá vogunarsjóðum í bankakerfið og hafa þar með lækkandi áhrif á gengi krónunnar, sem ekki veitir af; eða að víkja Má frá störfum með eðlilegri lagabreytingu. Allur al­menningur, langþjáður af banka­arðráni launa sinna, tæki þessu líka fagnandi.

En Benedikt kaus frekar að velta sér upp úr "þeim [ímyndaða] vanda sem fæl­ist í krón­unni"! Allt þjónar þetta undir hans ESB-innlimunarstefnu. Og víst er, að sízt þarf íslenzkur sjávarútvegur á því að halda að Íslandi verði troðið inn í evrópska stórveldið, sem ekki aðeins hefur ráðizt á þjóð okkar í makríl- og Icesave-málum, heldur myndi gera okkur þá óbætanlegu skráveifu að "Evr­ópu­sambandsvæða" ("þjóðnýta" í þágu ESB) sjávarauðlindir okkar eins og spænskur sjávar­málastjóri ESB orðaði það.

En Benedikt ætti að horfa í tölurnar um hrapandi gengi flokks síns, "Viðreisnar", sem er ekki síður öfug­mæla­nafn en önnur fyrri skaðræðis­samtök Benedikts, "Áfram"-hópurinn (sem vildi leggja á okkur gríðarlegar, ólögmætar Icesave-skuldbindingar í þágu brezku og hollenzku ríkissjóðanna, að eindreginni ósk og kröfu Evrópusambandsins) og "Já Ísland"-hópur innlimunarsinnanna!

* Og þessi seðlabankastjóri hefur ekki aðeins áralanga okurvextina á sinni samvizku, heldur gerðist einnig, eins og fleiri, arfaslakur ráðgjafi í Icesave-málinu, svo að fjarri fer því, að þessi fyrrverandi Marxisti sé óskeikull. Hann er það ekki frekar en Hafrannsóknastofnun.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Krónan ekki heppileg til frambúðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband