Bretland mun ganga úr Evrópusambandinu, a.m.k. England! 50. greinin virkjuð í lok þessa mánaðar!

Neðri deild brezka þingsins hef­ur samþykkt frum­varp Th­eresu May um að hefja úrsögn Breta úr ESB. Tveim­ur breyt­ing­ar­til­lög­um, sem lá­v­arðadeild þings­ins hafði lagt fram, var hafnað.

Frum­varpið verður nú lagt í heild sinni fyr­ir lá­v­arðadeild­ina, en breyt­ing­ar­til­lög­ur henn­ar hljóðuðu upp á að vernda rétt­indi rík­is­borg­ara ESB í Bret­landi og að auka áhrif þings­ins á lok­aniður­stöðu samn­ingaviðræðna um brott­göng­una. (Mbl.is)

Frum­varpið verður nú sent til Elísabetar drottningn­ar "og gæti jafn­vel orðið að lög­um á morg­un," segir hér í frétt Mbl.is ...

For­sæt­is­ráðherr­ann gæti þá virkjað 50. grein Lissa­bon-sátt­mál­ans hvenær sem er og þannig hafið viðræður sem bú­ist er við að muni standa yfir í tvö ár. Að þeim lokn­um verður Bret­land fyrsta full­valda ríkið til að yf­ir­gefa sam­bandið.

En þessi löggilding þess að virkja 50. greinina verður þó ekki á morgun ...

Talsmaður May virt­ist hafna öll­um bolla­legg­ing­um um að laga­grein­in verði virkjuð á morg­un, eft­ir samþykki drottn­ing­ar­inn­ar.

„Við höf­um talað skýrt um það að for­sæt­is­ráðherr­ann muni virkja 50. grein­ina í lok mars­mánaðar,“ sagði talsmaður­inn fyr­ir at­kvæðagreiðslu þings­ins og lagði mikla áherslu á orðið „lok“. (Leturbr.jvj)

Þetta ætti nú að kæta alla Breta, sem losna vilja við Evrópusambandið, og eins verður því fagnað hér á Íslandi meðal andstæðinga þess að Íslandi verði rennt inn í þetta stórveldi eins og ekkert sé. Og eitt er víst, að áhugi þjóðarinnar á "ESB-aðild" hefur sjaldan eða aldrei verið minni en nú, enda eru áhangendur þessa fyrirbæris alveg hættir að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um málið!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bretar og Skotar stefna á sjálfstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband