Fráleit tillaga um bein og auðveld áhrif Evrópu­sambands­borgara á íslenzkar kosningar

ESB-flokkurinn "Viðreisn" hefur misst mikið af fylgi sínu, en þjón­ar enn sínum herra, evr­ópska stór­veld­inu. Það sést af grófri til­lögu fjög­urra þing­manna flokks­ins sem miðar að því "að er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar sem bú­sett­ir eru hér á landi fái kosn­ing­ar­rétt til sveit­ar­stjórna­kosn­inga fyrr en kveðið er á um í nú­ver­andi lög­um." (Mbl.is)

Sam­kvæmt nú­ver­andi lög­um fá rík­is­borg­ar­ar Norður­land­anna kosn­ing­ar­rétt til sveit­ar­stjóra eft­ir þriggja ára sam­fellda bú­setu hér á landi. Borg­ar­ar EES-ríkja og ríkja utan EES fá slík­an kosn­ing­ar­rétt eft­ir fimm ára bú­setu.

En nú leggja þessir fjórir þingmenn til, "að rík­is­borg­ar­ar EFTA- og ESB-ríkja hljóti kosn­ing­ar­rétt þegar við lög­heim­il­is­flutn­ing [til Íslands], en að rík­is­borg­ar­ar ríkja utan EFTA og ESB hljóti kosn­ing­ar­rétt eft­ir að hafa verið bú­sett­ir á Íslandi í þrjú ár,“ eins og seg­ir í grein­ar­gerð með frumvarpi fjórmenninganna um þetta mál.

Bent er á að er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar séu í dag 8% allra íbúa lands­ins og að flutn­ings­mönn­um þyki rétt að gefa þess­um hópi aukið vægi og auk­in völd þegar komi að ákvörðunum sem teng­ist nærum­hverfi hans. (Mbl.is)

En með þessu gætu viðkomandi oft haft úrslitaáhrif á visst mannval og flokkaval til stjórnar bæja og sveitartfélaga landsins, fólk sem er jafnvel nánast ekkert inni í okkar málum, en getur gert það "fyrir vinskap manns" og vegna þrýstings frá eigin hópi að kjósa ákveðna lista (td. ESB-hlynntan lista) eða vissa frambjóðendur öðrum fremur.

Flutn­ings­menn frum­varps­ins hafa ekki trúverðugleika sem óháðir, þjóðhollir stjórnmálamenn, þau eru öll með það á bakinu að hafa beitt sér eindregið fyrir endanlegri innlimun Íslands í Evrópusambandið, en þau eru: Hanna Katrín Friðriks­son, Jón Stein­dór Valdi­mars­son, Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir og Pawel Bartoszek.

Um þetta fólk kom eftirfarandi fram í kryfj­andi grein (með viðaukum hér):*

Jóna Sólveig Elínar­dóttir, nýkjör­inn 9. þing­maður Suður­kjör­dæmis, fyrir Við­reisn, en hún var sér­fræð­ingur hjá sendi­nefnd Evrópu­sam­bandsins á Íslandi og vefstjóri hjá Evrópu­stofu 2011-2013, skv. ævi­ágripi hennar á althingi.is, og flutti erindi á aðal­fundi "Já Ísland!" 4. sept. 2014. [En "Já Ísland" er um 4.600 manna félagsskapur undir stjórn hörðustu ESB-innlimunarsinna.] Nú er þessi kona orðin formaður utanríkismálanefndar Alþingis (!), ennfremur 2. varaforseti Alþingis og situr m.a. í velferðarnefnd og þingmanna­nefnd Íslands og Evrópu­sam­bandsins.

Jón Stein­dór Valdi­marsson, kjörinn formaður stjórnar "Já Ísland!" frá stofnun 2009 (og vogaði sér þó árið 2010 að bjóða sig fram til stjórnlagaþings til að véla um stjórnarskrána, þótt hann næði reyndar ekki kjöri), aðstoðar-framkvstj. og síðar frkvstj. Samtaka iðnaðarins (SI) 1988–2010 (orðinn frkvstj. þar 2008), stofnfélagi og stjórnarmaður í Viðreisn, ný­kjörinn alþm. flokksins, er nú 1. varaformaður hinnar áhrifamiklu stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar og með sömu stöðu í efnahags- og viðskipta­nefnd.

Hanna Katrín Friðriksson, í fram­kvæmda­ráði "Já Ísland!" (–2015–2016), kosin alþm. Viðreisnar í haust, er nú formaður þingflokksins og 1. varaformaður fjárlaganefndar, á sæti í þingmanna­nefnd Íslands og Evrópu­sam­bandsins og er formaður Íslandsdeildar þing­manna­nefnda EFTA og EES.

Pawel Bartoszek, nýkjörinn alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður fyrir Viðreisn, í fram­kvæmda­ráði "Já Ísland!" a.m.k. 2015–16, sat í hinu ólögmæta stjórnlagaráði, sem samþykkti billega leið til að koma Íslandi hratt inn í Evrópu­sambandið, en batt um leið svo um hnútana, að þjóðin fengi ekki að krefjast þjóðar­atkvæða­greiðslu um að ganga úr stórveldinu! Hann er nú m.a. í alls­herjar- og mennta­mála­nefnd, 1. varaform. umhverfis- og samgöngu­nefndar og situr í Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnu­stofnunar Evrópu (ÖSE).

Já, það vantar ekki, að þau hafa komið sér vel fyrir í stjórnkerfi Alþingis, raunar langt umfram þeirra litla fylgi nú. Og svo er greinilega keyrt á það að þókknast Evrópusambandinu í hvívettna, eins og í málinu sem rakið var hér ofar. Frum­varpið sjálft er hér.

Jafnvel enn hættulegri en áhrif ofangreindra fjögurra þingmanna er valda­aðstaða ráðherra flokksins, Benedikts ESB-manns á stóli fjármálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnars­dóttur sem sjávar­útvegs- og land­búnaðar­ráðherra og Þorsteins Víglundssonar, meðlims meðlimur "Já Ísland!", sem félags- og jafnréttismálaráðherra.
 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Fái kosningarétt strax við búsetu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband