Brezka ríkisútvarpið veit betur um ESB-stefnuna hjá ríkisstjórn BB heldur en ýmsir hér! - og af fleiri hættumerkjum

Vefsíða BBC grein­ir frá því að nýja rík­is­stjórn­in hér á landi ætli að setja spurn­ing­una um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu aft­ur á dag­skrá með því að láta þingið kjósa um hvort hald­in verði þjóðar­at­kvæðagreiðsla um aðild­ina. (Mbl.is)

Þessi frétt er mjög ólík fullyrðingum í fréttastöðvum hér í gær um að ESB-umræða hafi verið "sett á ís" og að "Björt framtíð" og "Viðreisn" hafi ekki náð neinum árangri með ESB-markmið sín í þessu stjórnarsamstarfi. En þær full­yrðingar standast ekki, og Bjarni Benediktsson hefur í viðræðum flokkanna gefið allt of mikið eftir (sjá hér neðst), því að með því að beita ekki neitunar­valdi (sem felst í ráðandi stöðu stærsta flokksins í ríkisstjórn) til að útiloka þjóðaratkvæði um "framhald ESB-viðræðna", þá er Bjarni að ganga á bak fyrri orða sinna um að ESB-umsóknin hafi verið formlega dregin til baka með bréfi Gunnars Braga utanríkisráðherra fyrir hönd þeirrar ríkisstjórnar þeirra.

Reu­ters seg­ir einnig frá því í fyr­ir­sögn að Íslend­ing­ar ætli að spyrja þingið hvort halda skuli þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild að ESB.

Einkennilega að orði komizt (er Reuters með vanhæfan fréttaritara hér á landi?), en á þó líklega að ganga í sömu átt og ESB-fréttin.

En svona eru ákvæði stjórnarsáttmálans í raun í þessu efni:

Ríkisstjórnin mun byggja samstarf við Evrópusambandið á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Fylgjast þarf vel með þróun Evrópusambandsins á næstu árum og gæta í hvívetna hagsmuna Íslands í samræmi við aðstæður hverju sinni. Sérstakan gaum þarf að gefa mögulegri úrsögn Bretlands úr sambandinu.

Alþingi fylgist grannt með þróun mála í Evrópu og efli tengsl við systur­stofnanir í öðrum Evrópuríkjum.

Komi fram þingmál um þjóðaratkvæða­greiðslu um aðildar­viðræður við Evrópusambandið eru stjórnarflokkarnir sammála um að greiða skuli atkvæði um málið og leiða það til lykta á Alþingi undir lok kjörtíma­bilsins. Stjórnar­flokkarnir kunna að hafa ólíka afstöðu til málsins og virða það hver við annan. (Auðk. hér, jvj)

Svo er bara að vona, að ríkisstjórnin springi fyrr á limminu en að ná þeim aldri að koma þessu í verk. En jafnframt þarf að hafa auga með uppátækjum þessara þriggja flokka í stjórnarskrármálum (sbr. stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar þar um) og að engin billeg heimild verði samþykkt sem auðveldar innlimun í Evrópusambandið (sbr. 111. gr. tillagna hins ólögmæta "stjórnlagaráðs") um leið og bundið er svo um hnútana, að þjóðin hafi ekkert færi á því að ógilda slíka innlimun (sbr. 67. gr. sömu tillagna hins ólögmæta "ráðs")!

Þar að auki þarf að koma í veg fyrir, að stofnað verði til embættis flokks­pólitísks varaforseta (eins staðgengils forseta Íslands, í persónu forseta Alþingis, sjá tillögur sama "ráðs", 82. gr.), og að 5/6 hlutum Alþingis verði gefið færi á því að snuða þjóðina um þjóðaratkvæða­greiðslu um stjórnarskrár­breytingar, skv. 113. gr. hinna dæmalausu tillagna hins ólögmæta "ráðs", sem allir eiga að vita (eins og Valgerður Bjarnadóttir, þáv. formaður eftirlits- og stjórnsýslunefndar Alþingis vissi upp á hár) að var ekkert annað en einber "ríkisskipuð nefnd", m.a.s. aðeins skipuð af 30 alþingismönnum (þvert gegn þágildandi lögum um stjórnlagaþing!) og ekki með neitt gilt þjóðarumboð að baki.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Fengu annan úr Panamaskjölum í staðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband