Frakklandsforseti vill jafna flótta­manna­búðirnar í Calais við jörðu!

Sósíalistinn François Hollande er eins og fleiri leið­togar í Evrópu­sam­band­inu að gefast upp á lin­kind­inni í mál­efn­um hælis­leit­enda. Ekki vill hann tapa at­kvæð­um til Sarkozys og Marine Le Pen í forseta­kosningum á næsta ári, en þau svífa hátt í skoð­ana­könn­unum vegna stefnu sinnar í innflytjendamálum.

Margir álíta Frakkland nú þegar ofsetið af múslimum, með 5-6 milljónir þeirra; þessi sterka blanda geri ofbeldissinnuðum öfgamönnum og meðlimum hryðjuverkasamtaka leikinn auðveldari, eins og sýndi sig í hryðjuverkunum miklu við Stade de France og í Nice. Eftirlitskerfi lögreglu og leyniþjónustu brast, enda verkefnin afar víðtæk víða um land og einkum í Suður-Frakklandi og höfuðborginni.

Leiðtogar Evrópusambandsins höfðu stór uppi orð um göfuga frammistöðu fyrir flóttamenn frá stríðs- og átakasvæðum eins og Sýrlandi og Líbýu, en nú hefur sljákkað í þeim vegna heimatilbúinna vandamála sem mörg ríkjanna eiga erfitt með að ráða fram úr.

Örlög Angelu Merkel eru enn óráðin og flokkur hennar á niðurleið, jafnvel í heimakjördæmi hennar Mecklenburg-Vorpommern, gagnvart hinum unga, þjóðernissinnaða flokki Alternative für Deutschland. Forsetakosningarnar í Frakklandi geta ennfremur orðið vendipunktur í þessum málum öllum.

Hver verða þá viðbrögð íslenzkra ESB-innlimunarsinna sem hingað til hafa fylgt línunni frá Brussel, Berlín og París?

Brexit has fuelled a rise in eurosceptism

"Evróskepticisminn" fær sína tjáningu í þessari nýju gerð af Brusselfánanum!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Flóttamannabúðir verði jafnaðar við jörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband