Verður tyrknesk ESB-aðild leið margra til að breiða út hryðjuverk í Evrópu?

Illt er í efni í Evrópusambandinu, ef Tyrkjastjórn tekst að fá þar "aðild". Nýjasta frétt af Erdogan er sú, að hann segir flóttamenn kunna að fá þar ríkis­borg­ara­rétt, 2,7 milljónir sýrlenzkra! Þeir yrðu því ásamt tæp­lega 80 milljónum Tyrkja full­gildir ESB-borg­arar með ferða-, dvalar- og atvinnu­frelsi um stóran hluta Evrópu, ef Erdogan verður að ósk sinni um aðild að Evrópu­sambandinu, en honum var einmitt gefinn ádráttur um það þegar samningarnir dýrkeyptu og fáránlegu voru gerðir milli Brusselvaldsins og Tyrklands um flótta­manna­vandann.

Án efa hafa margir fylgismenn hryðjuverka­samtaka laumazt með flótta­mönnum til Tyrklands eða eiga eftir að gera það. Ráðamenn í Berlín og Brussel hafa samt flotið sofandi að feigðarósi í þessum málum öllum.

Óvíst er enn um framgang þessarar hugmyndar Erdogans, sjá um það frétt Rúv, en óneitanlega gæti hún reynzt hættuleg öryggi Evrópubúa, þ.m.t. Íslendinga.

Jón Valur Jensson.


Bloggfærslur 3. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband