Breytt og jákvæð stefna Obama-stjórnar gagnvart viðskiptum við ESB-laust Bret­land

Yf­ir­maður ut­an­rík­is­viðskipta í rík­is­stjórn Obama sagði fyr­ir helgi að banda­rísk stjórn­völd hafi "þegar hafið óform­leg­ar viðræður við hátt­setta breska emb­ætt­is­menn um mögu­leg­an viðskipta­samn­ing á milli Banda­ríkj­anna og Bret­lands eft­ir að Bret­ar segja skilið við Evr­ópu­sam­bandið." Mike From­an heitir maðurinn, og um þetta er fjallað í frétt Fin­ancial Times.

Fleiri ríki eins og Ástr­al­ía, Kan­ada, Nýja-Sjá­land, Mexí­kó, Ind­land og Suður-Kórea hafa þegar lýst yfir áhuga á viðskipta­samn­ingi við Bret­land auk EFTA-ríkj­anna Íslands, Nor­egs, Sviss og Liechten­stein. (Mbl.is)

Heur From­an þessi rætt við nokk­urn fjölda brezkra emb­ætt­is­manna frá því að brezk­ir kjós­end­ur samþykktu í þjóðar­at­kvæði 23. júní að yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið.

Viðræðurn­ar hafi snú­ist um þau áform Breta og mögu­leg­an tví­hliða viðskipta­samn­ing eft­ir að úr­sögn­in úr sam­band­inu hef­ur tekið gildi. (Mbl.is)

Og takið eftir þessu:

Fyr­ir þjóðar­at­kvæði sagði Obama að ef Bret­ar segðu skilið við sam­bandið lentu þeir aft­ast í röð þeirra sem vildu viðskipta­samn­ing við Banda­rík­in. Eins og fram kem­ur í frétt­inni er því ljóst að stefnu­breyt­ing hef­ur átt sér stað í þeim efn­um. (Mbl.is, nánar þar.)

Viðræður þess­ar "fara fram sam­hliða yf­ir­lýs­ing­um full­trúa re­públi­kana í full­trúa­deild Banda­ríkjaþings um að hefja ætti slík­ar viðræður við bresk stjórn­völd."

Og takið sérstaklega eftir þessu í hinni traustlegu frétt Mbl.is (leturbr. undirritaðs):

Ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins er óheim­ilt að semja um viðskipti við önn­ur ríki, en From­an seg­ir ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að óform­leg­ar und­ir­bún­ingsviðræður um viðskipti fari fram áður en Bret­land yf­ir­gef­ur sam­bandið form­lega. From­an seg­ir enn frem­ur að í ljósi fyr­ir­hugaðrar úr­sagn­ar Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu sé ástæða til að end­ur­meta yf­ir­stand­andi fríversl­un­ar­viðræður Banda­ríkj­anna við sam­bandið enda sé Bret­land stór ástæða fyr­ir því að sá samn­ing­ur sé tal­inn eft­ir­sókn­ar­verður að mati Banda­ríkja­manna. Fjórðung­ur banda­rísks út­flutn­ings til Evr­ópu­sam­bands­ins fari þannig til Bret­lands.

En það er líka unnt að fara aðra leið samkvæmt þeim vísa manni, sem kann þó að vera að sefa Brusselmenn með þessu:

Hugs­an­legt sé að Bret­land verði aðili að fríversl­un­ar­samn­ingn­um á milli Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­sam­bands­ins þegar landið seg­ir skilið við sam­bandið og viðræðum um samn­ing­inn hef­ur verið lokið að sögn From­ans. Það sé einn af þeim mögu­leik­um sem rædd­ir hafi verið varðandi mögu­leg­an viðskipta­samn­ing á milli Banda­ríkj­anna og Bret­lands. (Mbl.is)

En það er greinilegt af öllu, að hrakspár ESB-sinna, m.a. í fréttamannastétt á Rúv og Fréttablaðinu, um yfirvofandi einangrun Bretlands viðskiptalega vegna Brexit, eiga ekki við nein rök að styðjast.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilja viðskiptasamning við Bretland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband