Nær tveir þriðju aðspurðra Breta vilja ekki nýja þjóðar­at­kvæða­greiðslu um Evrópu­sam­bandið

Þrátt fyrir fullyrðingar Evrópu­sam­bands­sinna reynist við skoð­ana­könn­un mik­ill meiri­hluti Breta andvígur því að fram fari önn­ur þjóðar­at­kvæða­greiðsla um veru eða útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu. Ýms­ir, m.a. ESB-innlim­unar­sinnar íslenzkir, hafa talað um að brezka þjóðin þurfi að fá nýtt tækifæri til að "leið­rétta" sína ákvörðun í þjóðar­at­kvæða­greiðsl­unni 23. júní sl., en þessi skoð­ana­könn­un, gerð af fyr­ir­tæk­inu Com­Res fyr­ir brezku blöðin Sunday Mirr­or og In­depend­ent dag­ana 13. til 15. júlí, náði til rúm­lega tvö þúsund manns, og sam­kvæmt henni eru 57% and­víg því að boðað verði til nýs þjóðar­at­kvæðis um málið. Tæp­ur þriðjung­ur, eða 29%, er því hins veg­ar hlynnt­ur. Með öðrum orðum: Nánast tveir á móti hverjum einum vilja, að ekki verði raskað því ferli sem ákveðið var 29. f.m.

Fleiri eru enn frem­ur and­víg­ir því að boðað verði til nýrra þing­kosn­inga eða 46% á móti 38%. Nýr for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Th­eresa May sem sjálf studdi áfram­hald­andi veru í ESB, hef­ur lýst því yfir að hvorki verði boðað til nýs þjóðar­at­kvæðis né nýrra þing­kosn­inga. (Mbl.is; Frétt Reu­ters).

JVJ.


mbl.is Vilja ekki annað þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband