Það mættu fleiri pakka niður sínum innlimunar­hugmyndum

Eftir langþráð brotthvarf Breta úr Evrópu­sam­band­inu er mörgum enn ljósara en áður, að Ísland á þangað ekkert erindi. Utan­ríkis­við­skipti Íslendinga við Breta námu 240 millj­örð­um króna árið 2014. ESB mun tapa meira á Brexit en Bretar sjálfir, sem geta unnið upp lakari samkeppnisaðstöðu á meginlandinu með nýju frelsi til eigin viðskiptasamninga við önnur lönd, þ. á m. Kanada og mörg önnur gömul samveldislönd, að ógleymdum Bandaríkjunum og löndum Asíu og Suður-Ameríku.

En það er ekki að undra, að Fréttablaðið hefur allt á hornum sér varðandi bæði Brexit og Boris Johnson, hinn nýja utanríkisráðherra Breta! Brexit er meiri háttar áfall fyrir "Evrópuhugsjón" Brussel-manna og harðra innlimunarsinna á Íslandi, og eftir því eru upphrópanirnar og særingarnar sem berast jafnt úr Skaftahlíðinni sem frá ESB-pótintátum ýmsum, m.a. utanríkisráðherra Frakka -- og ekki í minna mæli frá býrókratíumni íParís eftir því sem áhugi franskrar þjóðar hefur aukizt á hennar eigi Frexit!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Pakkaði fjögurra ára ESB-vinnu niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband