Hvaðan fær "Viðreisn" fé til kostnaðarsams rekstrar síns?

Flokkurinn, sem hefur að mark­miði að gera Lýðveldið Ísland að litlu tann­hjóli í risa­verki er­lends stór­veldis, hefur staðið fyrir dýr­um sam­kom­um, m.a. í Hörpu, og ræð­ur sér nú vel laun­aðan fram­kvæmda­stjóra. Hvernig er allt þetta fjár­magnað, sem og auglýs­inga­starfs­emi og rekstur skrif­stofu? Hver eru félags­gjöld í Viðreisn, og hve margir eru skráðir félagar? Hvaða fyrirtæki styrkja flokkinn og um hve mikið fé?

Það er sérstök ástæða til að ganga eftir slíkum upplýsing­um þegar um er að ræða svo óþjóð­legan flokk sem vinn­ur að því að stór­skerða fullveldi Íslands.

Tveir af leiðtogum Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson og Jón Steindór Valdi­mars­son, voru einnig í fremstu röð á meðal forsvarsmanna í "Áfram"-hópnum svo­kallaða, sem hamaðist í baráttu fyrir Icesave-svika­samningunum. Hópurinn var um þúsund sinnum betur fjármagn­aður en varnar­samtök grasrótar­manna, Samstaða þjóðar gegn Icesave, sbr. þessar upplýsingar um hópinn með nafninu fáránlega á vefsíðu Samstöðu þjóðar, þar sem Loftur Altice Þorsteinsson verkfræðingur ritaði m.a.:

  • Skömmu eftir stofnun Áfram-hópsins bárust fréttir af því, að heldstu styrktaraðilar Icesave-vinanna væru Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök iðnaðarins (SI). Sem start-gjald veittu þessi samtök Áfram-hópnum milljón krónur, hvert fyrir sig. Alls munu styrkir sem Áfram-hópurinn þáði hjá fyrirtækjum og almanna-samtökum hafa numið 20 milljónum króna. Til samanburðar fekk Samstaða þjóðar gegn Icesave um 20 þúsund krónur frá fyrirtækjum og almanna-samtökum.

Já, göngum eftir því, hvort hér er kannski um sömu styrktaraðila að baki "Viðreisnar" og "Áfram"-hópsins eða hvort Evrópusambandið sjálft eða undir­stofnanir þess standa að því að ausa fé í þennan nýtilkomna flokk eða láta e.t.v. leppa til þess íslenzka aðila; kjósendur eiga rétt á að verða upplýstir um það -- og fyrir næstu kosningar, ekki löngu síðar!

Hér er partur af áliti Jóhannesar Ragnarssonar, vinstri manns og alþýðusinna:

Þessi svokallaða Viðreisn, sem gerð er út af kapítalisma­elskandi brask­ara­stömpum með ESB-glýju, á að sjálfsögðu ekkert erindi inní íslensk stjórnmál, ...

Hvaðan ,,Viðreisnarflokknum", sem ekkert er nema nafnið eitt, koma aurar til að ráða rándýra starfsmenn væri fróðlegt að vita, en ljóst er að alþýðu­fólk hefir ekki efni á svona flottræfilshætti og spjátrungsskap.

Það eru ekki allir jafn-skorinorðir og Jóhannes, en jafnvel flestir á meðal þeirra, sem hlynntir eru markaðshagskerfi og vilja veg Íslands sem beztan, geta verið sammála því, að samtök um að afsala okkur æðsta fullveldi í löggjafar-, stjórn­ar­fars- og dómsmálum og eigin stýringu landsins á viðskipta­samningum við aðrar þjóðir, eiga ekkert erindi á Alþingi við Austurvöll. Við Íslendingar höfum enga köllun til þess -- með verðmætar auðlindir okkar og stoltir af fengnu frelsi -- að verða langminnsta og ráðaminnsta þjóðin í hinu valdfreka Evrópu­sambandi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Birna framkvæmdastjóri Viðreisnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband