Samfylkingin er með stefnu sinni hættulegur flokkur, og það á við um fleiri flokka

Evrópusambandið er enn á dag­skrá Sam­fylk­ing­ar­innar, sbr. skýr orð Árna Páls þess efnis fyrir nokkr­um dögum í eld­hús­dags­um­ræðum. Hann telur Öss­urar­umsóknina enn í fullu gildi og myndi við nýja stjórnar­myndun eftir kosningar vilja fylgja þessu eftir!

Hvernig litist lesendum á það útlit, að hægt væri að færa klukkuna svo langt aftur, ef Samfylkingu, Pírötum, Vinstri grænum, "Viðreisn" og "Bjartri framtíð" (ef hún lognast ekki út af) tekst að mynda ríkisstjórn eftir næstu þing­kosningar og endurvekja allt þetta mál?

Er þá ekki betra að hafa varann á og forðast þá flokka sem taka fullveld­is­afsal til Evrópu­sambandsins í mál?

Ef þetta er í raun það mál, sem skeinu­hættast getur orðið Lýð­veldinu Íslandi og framtíðar-lífs­mögu­leikum þess sem eiginlegs sjálfstæðs og full­valda ríkis með fulla stjórn á eigin auðlindum, er þá ekki ljóst, að þeir flokkar eru beinlínis hættulegir sem líklegir eru til að styðja innlimun Íslands í Evrópu­sambandið?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hallast að því að gefa kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband